Innlent

Þriðjungur blóðgjafa konur

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Blóðbankinn þarf tvö þúsund nýja blóðgjafa á ári.
Blóðbankinn þarf tvö þúsund nýja blóðgjafa á ári. Fréttablaðið/Teitur
Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum.

Aðeins þriðjungur blóðgjafa er konur á Íslandi en árið 2014 voru konur jafn margar og karlar í hópi nýrra blóðgjafa. Í nágrannalöndunum er aftur á móti jöfn skipting meðal virkra blóðgjafa. Íslenskar konur virðast detta úr hópnum þegar þær fara á barneignaaldur en þær eru hvattar til að koma aftur eftir það.

„Við erum virkilega að reyna að ná til kvenna, þar eigum við mikið sóknarfæri á Íslandi,“ segir Jórunn Frímannsdóttir, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar Blóðbankans.

Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×