Strákarnir eru þekktir á eftirnöfnunum og velja sjálfir að bera þau á bakinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. febrúar 2016 11:15 Birkir eða Bjarnason? vísir/vilhelm „Það er að skapast einhver þrýstingur á að þessu verði breytt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um nöfn íslensku landsliðsmannanna í fótbolta sem þeir bera aftan á treyjum sínum. Að bera eftirnöfnin aftan keppnistreyjunum er eitthvað sem strákarnir okkar kusu sjálfir að gera. Síðan KSÍ tók aftur upp á því fyrir fjórum árum síðan að hafa nöfn á búningunum hafa strákarnir okkar borið eftirnöfn sín í stað eiginnafna, en það sama á við um landsliðin í handbolta. Körfuboltalandsliðin nota eiginnöfnin. Þrýstingurinn er vissulega til staðar. Rétt tæplega 1.000 manns skrifuðu undir áskorun á netinu til KSÍ þess efnis að nota eiginnöfnin á Evrópumótinu í Frakklandi og þá hefur íslensk málnefnd blandað sér í málið.Kolbeinn og Aron Einar eða Sigthorsson og Gunnarsson.vísir/vilhelmÞeirra vilji réði þessu Í ályktun málnefndar frá 19. febrúar þessa mánaðar segir Guðrún Kvaran, formaður: „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn, og núna í seinni tíð oftar við mæður sínar,“ og bætir við: „Þessum sið viljum við halda og teljum að það grafi undan íslenskri málvenju ef farið er að nota föðurnöfn hér í auknum mæli. Auk þess teljum við að þetta brjóti í bága við lög um íslenska tungu frá 2011, þar sem meðal annars segir að íslenska sé opinbert mál Íslands á alþjóðavettvangi.“ „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum var það eindregin ósk leikmanna að notuð væru föðurnöfnin. Þeir eru þekktir undir þessum nöfnun erlendis og þeir líta á landsliðið sem sinn glugga til að ná lengra í knattspyrnunni,“ segir Geir Þorsteinsson. „Þeirra vilji réði þessu. Auðvitað hefðum við kosið eiginnöfnin. Við höfum ekkert rætt þetta sérstaklega en það hefur verið eindregin ósk leikmanna að nota föðurnöfnin eða sömu nöfn og þeira leika með erlendis.“ „Við setjum ekki neina pressu á leikmennina en persónulega myndi mér finnast gaman að vera með eftirnöfnin. En þetta er þeirra ósk og hefur verið frá upphafi. Við þurfum bara að sjá hvort leikmennirnir sjálfir skipti um skoðun,“ segir Geir Þorsteinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
„Það er að skapast einhver þrýstingur á að þessu verði breytt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um nöfn íslensku landsliðsmannanna í fótbolta sem þeir bera aftan á treyjum sínum. Að bera eftirnöfnin aftan keppnistreyjunum er eitthvað sem strákarnir okkar kusu sjálfir að gera. Síðan KSÍ tók aftur upp á því fyrir fjórum árum síðan að hafa nöfn á búningunum hafa strákarnir okkar borið eftirnöfn sín í stað eiginnafna, en það sama á við um landsliðin í handbolta. Körfuboltalandsliðin nota eiginnöfnin. Þrýstingurinn er vissulega til staðar. Rétt tæplega 1.000 manns skrifuðu undir áskorun á netinu til KSÍ þess efnis að nota eiginnöfnin á Evrópumótinu í Frakklandi og þá hefur íslensk málnefnd blandað sér í málið.Kolbeinn og Aron Einar eða Sigthorsson og Gunnarsson.vísir/vilhelmÞeirra vilji réði þessu Í ályktun málnefndar frá 19. febrúar þessa mánaðar segir Guðrún Kvaran, formaður: „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn, og núna í seinni tíð oftar við mæður sínar,“ og bætir við: „Þessum sið viljum við halda og teljum að það grafi undan íslenskri málvenju ef farið er að nota föðurnöfn hér í auknum mæli. Auk þess teljum við að þetta brjóti í bága við lög um íslenska tungu frá 2011, þar sem meðal annars segir að íslenska sé opinbert mál Íslands á alþjóðavettvangi.“ „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum var það eindregin ósk leikmanna að notuð væru föðurnöfnin. Þeir eru þekktir undir þessum nöfnun erlendis og þeir líta á landsliðið sem sinn glugga til að ná lengra í knattspyrnunni,“ segir Geir Þorsteinsson. „Þeirra vilji réði þessu. Auðvitað hefðum við kosið eiginnöfnin. Við höfum ekkert rætt þetta sérstaklega en það hefur verið eindregin ósk leikmanna að nota föðurnöfnin eða sömu nöfn og þeira leika með erlendis.“ „Við setjum ekki neina pressu á leikmennina en persónulega myndi mér finnast gaman að vera með eftirnöfnin. En þetta er þeirra ósk og hefur verið frá upphafi. Við þurfum bara að sjá hvort leikmennirnir sjálfir skipti um skoðun,“ segir Geir Þorsteinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira