Dagný um æfingarnar með strákunum: Fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 06:30 Dagný Brynjarsdóttir í landsleik á móti Slóvakíu. Vísir/Anton Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. Dagný er fædd og uppalin á Hellu þar sem hún æfði oft með strákum á yngri árum. Hún fékk að upplifa það aftur undir lok síðasta árs og í byrjun þessa árs þegar Gunnar Borgþórsson, þjálfari karlaliðs Selfoss, leyfði henni að æfa með liðinu. „Ég æfði í sex vikur með meistaraflokki karla áður en ég fór svo til Flórída í gamla skólann minn og æfði þar í fjórar vikur. Ég ætlaði að vera lengur en þurfti að koma fyrr heim til að fara í jarðarför. Svo æfði ég aftur með strákunum í janúar,“ segir Dagný, en hvernig var að æfa aftur með strákum, og það í meistaraflokki? „Ég skal alveg viðurkenna það, að þetta var erfitt. Í kvennaboltanum er ég fljót, sterk og hoppa hátt en ég er það ekki miðað við stráka. Það tók alveg tvær vikur að venjast þessu og fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta,“ segir Dagný og hlær við. „Maður getur varla tekið þrjár snertingar á æfingu. Ég var nánast fagnandi þegar ég kom heim ef ég náði að skora tvö mörk, þetta var svo erfitt. Mér leið stundum eins og ég væri búin með 90 mínútna leik því tempóið var svo miklu meira en ég er vön. Þetta var erfitt en alveg ótrúlega gaman. Ég græddi mikið á þessu og ef Gunni býður mér aftur seinna væri ég mikið til í að æfa aftur með strákunum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný skorar bara þegar það skiptir máli Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 27. október 2015 12:30 Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Algarve-hópurinn tilbúinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið. 22. febrúar 2016 14:45 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur ekki æft með kvennaliði síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk síðasta haust. Hún á ekki að mæta til æfinga hjá sínu nýja liði, Portland Thorns í Bandaríkjunum, fyrr en eftir Algarve-mótið. Dagný er fædd og uppalin á Hellu þar sem hún æfði oft með strákum á yngri árum. Hún fékk að upplifa það aftur undir lok síðasta árs og í byrjun þessa árs þegar Gunnar Borgþórsson, þjálfari karlaliðs Selfoss, leyfði henni að æfa með liðinu. „Ég æfði í sex vikur með meistaraflokki karla áður en ég fór svo til Flórída í gamla skólann minn og æfði þar í fjórar vikur. Ég ætlaði að vera lengur en þurfti að koma fyrr heim til að fara í jarðarför. Svo æfði ég aftur með strákunum í janúar,“ segir Dagný, en hvernig var að æfa aftur með strákum, og það í meistaraflokki? „Ég skal alveg viðurkenna það, að þetta var erfitt. Í kvennaboltanum er ég fljót, sterk og hoppa hátt en ég er það ekki miðað við stráka. Það tók alveg tvær vikur að venjast þessu og fyrst leit ég bara út fyrir að vera léleg í fótbolta,“ segir Dagný og hlær við. „Maður getur varla tekið þrjár snertingar á æfingu. Ég var nánast fagnandi þegar ég kom heim ef ég náði að skora tvö mörk, þetta var svo erfitt. Mér leið stundum eins og ég væri búin með 90 mínútna leik því tempóið var svo miklu meira en ég er vön. Þetta var erfitt en alveg ótrúlega gaman. Ég græddi mikið á þessu og ef Gunni býður mér aftur seinna væri ég mikið til í að æfa aftur með strákunum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný skorar bara þegar það skiptir máli Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 27. október 2015 12:30 Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00 Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16 Algarve-hópurinn tilbúinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið. 22. febrúar 2016 14:45 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Sjá meira
Dagný skorar bara þegar það skiptir máli Það boðar gott þegar Dagný Brynjarsdóttir er á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. 27. október 2015 12:30
Helst algengt hjá konum yfir sextugu og knattspyrnukonum Ísland er í góðum málum eftir 6-0 sigur á Slóveníu ytra í undankeppni EM 2017 í gær. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik en íslenska liðið yfirspilaði lið Slóveníu á löngum köflum í leiknum. 27. október 2015 07:00
Dagný fer til Portland: Leyfði mér ekki að dreyma um svona lið Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur samið við eitt sterkasta lið Bandaríkjanna og spilar vestanhafs næstu tvö árin. 26. október 2015 22:16
Algarve-hópurinn tilbúinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið. 22. febrúar 2016 14:45