Innlent

Skipið verður fyllt af tómum gámum

sæunn gísladóttir skrifar
Tólf yfirmenn hjá Ísal byrjuðu að skipa út áli í Starumsvíkurhöfn um hádegisbil í gær eftir að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði úrskurðað í fyrrakvöld að þeir mættu ganga í störf hafnarverkamanna sem standa að útflutningsbanni.
Tólf yfirmenn hjá Ísal byrjuðu að skipa út áli í Starumsvíkurhöfn um hádegisbil í gær eftir að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði úrskurðað í fyrrakvöld að þeir mættu ganga í störf hafnarverkamanna sem standa að útflutningsbanni. Vísir/GVA
Flutningaskip sem stjórnendur í álverinu í Straumsvík unnu við að lesta í gær mun ekki leggja úr höfn í kvöld. Þetta segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Hann  telur að skipið muni sigla á morgun en að það verði fyllt af tómum gámum og öðrum farmi.

Alls byrjuðu tólf yfirmenn hjá ÍSAL að skipa út áli í Straumsvíkurhöfn í gær eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði úrskurðað í fyrrakvöld að þeir mættu ganga í störf hafnarverkamanna sem standa að útflutningsbanni, því er ljóst

Kolbeinn sagði í samtali við fréttastofu að stjórnendunum hafi í gær tekist að lesta tæplega þúsund tonnum af áli um borð í skipið.


Tengdar fréttir

Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag

Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna.

Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík

Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×