Innlent

Skipið verður fyllt af tómum gámum

sæunn gísladóttir skrifar
Tólf yfirmenn hjá Ísal byrjuðu að skipa út áli í Starumsvíkurhöfn um hádegisbil í gær eftir að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði úrskurðað í fyrrakvöld að þeir mættu ganga í störf hafnarverkamanna sem standa að útflutningsbanni.
Tólf yfirmenn hjá Ísal byrjuðu að skipa út áli í Starumsvíkurhöfn um hádegisbil í gær eftir að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði úrskurðað í fyrrakvöld að þeir mættu ganga í störf hafnarverkamanna sem standa að útflutningsbanni. Vísir/GVA

Flutningaskip sem stjórnendur í álverinu í Straumsvík unnu við að lesta í gær mun ekki leggja úr höfn í kvöld. Þetta segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Hann  telur að skipið muni sigla á morgun en að það verði fyllt af tómum gámum og öðrum farmi.

Alls byrjuðu tólf yfirmenn hjá ÍSAL að skipa út áli í Straumsvíkurhöfn í gær eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði úrskurðað í fyrrakvöld að þeir mættu ganga í störf hafnarverkamanna sem standa að útflutningsbanni, því er ljóst

Kolbeinn sagði í samtali við fréttastofu að stjórnendunum hafi í gær tekist að lesta tæplega þúsund tonnum af áli um borð í skipið.


Tengdar fréttir

Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag

Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna.

Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík

Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.