Innlent

Sigrún verðlaunuð fyrir sundið yfir Ermarsund

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigrún Þuríður Geirsdóttir með verðlaunin og með Kevin Murphy úr The Channel Swimming & Piloting Federation.
Sigrún Þuríður Geirsdóttir með verðlaunin og með Kevin Murphy úr The Channel Swimming & Piloting Federation. Vísir

Sundkempan Sigrún Þuríður Geirsdóttir hefur verið heiðruð fyrir sund sitt yfir Ermarsund í fyrra. Hún var fyrsta íslenska konan til að synda ein yfir Ermarsundið. Sigrún fékk verðlaunin „The most meritorius swim of the year“ frá samtökunum The Channel Swimming & Pilotin Federation.

Verðlaunin eru kennd við Gertrude Ederle, fyrstu konuna sem synti yfir Ermarsundið fyrir 90 árum síðan. Þau voru veitt af forseta félagsins á árlegum hátíðarkvöldverði CSPF á laugardagskvöldið.

Sigrún synti yfir sundið á 22 klukkustundum og 34 mínútum, en á undanförnum árum hefur um helmingur þeirra sem reynt sundið klárað það.

Aðdáunarvert þótti að Sigrún skyldi klára sundið þar sem hún hafi ekki bakgrunn í íþróttum og hafi lært skriðsund fyrir þremur árum.

Fór á árlegan hátíðarkvöldverð hjá The Channel Swimming & Piloting Federation með Hörpu, Hödda og Jóa mínum. Hitti þar...

Posted by Ermarsund Sigrúnar :-) on Sunday, March 6, 2016

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.