Innlent

Fara í kjallara hússins í dag til að fjarlægja bíla og tæki

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi brunans í morgun.
Frá vettvangi brunans í morgun. vísir/stefán
Fundi lögreglu og slökkviliðs vegna brunans á Grettisgötu í gærkvöldi er nú lokið og liggur fyrir að ekki verði farið inn í húsið í dag, að því er segir í tilkynningu lögreglu. Á því er þó sú undantekning að síðdegis er fyrirhugað að fara í kjallara hússins og fjarlægja bíla og tæki sem þar eru.Á morgun verða svo sérfræðingar fengnir til að meta burðarþol með tilliti til frekari aðgerða á staðnum. Lögreglan vaktar nú vettvanginn og gerir áfram þar til frekari ákvarðanir verða teknar.Frá því hefur verið greint að lögreglan leitar fjögurra manna í tengslum við rannsókn á brunanum, en meðal annars sást til tveggja manna eftir að eld og reyks varð vart í húsinu en þeir virtust koma þaðan með einhverja hluti í farteskinu. Tveir aðrir menn, sem lögreglan vill einnig ná tali af, sáust líka við húsið, en annar þeirra var klæddur stórri, rauðri eða appelsínugulri úlpu. Gengu þeir út á Rauðarárstíg og síðan eftir honum í suðurátt.Þeir sem búa yfir upplýsingum um mennina, eða annað sem kann að varpa ljósi á brunann, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið 9726@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.