Innlent

Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu

Atli Ísleifsson og Bjarki Ármannsson skrifa
Aukamannskapur hefur verið kallaður út.
Aukamannskapur hefur verið kallaður út. Vísir/Vilhelm

Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. Að sögn sjónarvotta eru allar rúður í húsinu sprungnar og mikinn reyk leggur í átt að miðbænum.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er „um meiri eld að ræða en slökkviliðið fæst við dags daglega“ og hefur aukamannskapur verið kallaður út. Fjórir dælubílar hafa verið sendir á vettvang.

Búið er að loka flestum götum í kringum Hlemm vegna aðgerða slökkviliðsins. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra eru íbúar í nágrenninu beðnir um að loka gluggum og kynda vel upp í ofnum til að koma í veg fyrir að reykur berist í íbúðir. 

Fyrirtækið Bílrúðan ehf. er til húsa við Grettisgötu 87. Að sögn vitna liggur mikil og vond reyklykt yfir miðbænum. 

Uppfært 22.00: Strætó hefur að beiðni lögreglu og slökkviliðs sent strætisvagn til að taka á móti fólki sem yfirgefið hefur íbúðir sínar í grennd við brunann.

Uppfært 22.10: Lögreglan leitar nú tveggja manna í tengslum við rannsókn brunans, en þeir sáust yfirgefa húsið stuttu áður en eldurinn kom upp. Þetta hefur mbl.is eftir heimildum.

Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink

Slökkvilið og lögregla eru að störfum á brunavettvangi á Grettisgötu austan við Snorrabraut. Mikinn reyk leggur af...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, 7 March 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.