Innlent

Mikill eldur á verkstæði á Grettisgötu

Atli Ísleifsson og Bjarki Ármannsson skrifa
Aukamannskapur hefur verið kallaður út.
Aukamannskapur hefur verið kallaður út. Vísir/Vilhelm
Mikill eldur er kominn upp á verkstæði á Grettisgötu 87 í Reykjavík. Að sögn sjónarvotta eru allar rúður í húsinu sprungnar og mikinn reyk leggur í átt að miðbænum.Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er „um meiri eld að ræða en slökkviliðið fæst við dags daglega“ og hefur aukamannskapur verið kallaður út. Fjórir dælubílar hafa verið sendir á vettvang.Búið er að loka flestum götum í kringum Hlemm vegna aðgerða slökkviliðsins. Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra eru íbúar í nágrenninu beðnir um að loka gluggum og kynda vel upp í ofnum til að koma í veg fyrir að reykur berist í íbúðir. Fyrirtækið Bílrúðan ehf. er til húsa við Grettisgötu 87. Að sögn vitna liggur mikil og vond reyklykt yfir miðbænum. Uppfært 22.00: Strætó hefur að beiðni lögreglu og slökkviliðs sent strætisvagn til að taka á móti fólki sem yfirgefið hefur íbúðir sínar í grennd við brunann.Uppfært 22.10: Lögreglan leitar nú tveggja manna í tengslum við rannsókn brunans, en þeir sáust yfirgefa húsið stuttu áður en eldurinn kom upp. Þetta hefur mbl.is eftir heimildum.

Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink

Slökkvilið og lögregla eru að störfum á brunavettvangi á Grettisgötu austan við Snorrabraut. Mikinn reyk leggur af...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, 7 March 2016Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.