Þjálfari Brasilíu vill frekar að Neymar spili á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2016 14:30 Neymar er mikivægur brasilíska landsliðinu. Vísir/Getty Dunga, þjálfari brasilíska fótboltalandsliðsins, vill frekar að besti knattspyrnumaður brasilísku þjóðarinnar spili á Ólympíuleikunum en í Ameríkukeppninni í sumar. Þetta er stórt knattspyrnuár fyrir Brasilíumenn þrátt fyrir að Ameríkukeppnin hafi farið fram í fyrra og heimsmeistarakeppnin fari ekki fram fyrr en eftir tvö ár. Ástæðan er að í sumar mun fara fram bæði hundrað ára afmælismót Ameríkukeppninnar í júní og Ólympíuleikarnir í Ríó í ágúst. Dunga er mættur til Spánar til að ræða sumarið við hinn 24 ára gamla Neymar en forráðamenn brasilíska sambandsins vilja að allir aðilar komist að samkomulagi og að sátt verði í þessum máli. „Ef ég þarf að velja á milli Ameríkukeppninnar og Ólympíuleikanna þá vil ég frekar sjá Neymar á Ólympíuleikunum," sagði Dunga í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Esporte Interativo. „Það er erfitt að velja á milli en ég tel að það sé mikilvægara að hann hjálpi Brasilíu að vinna einu gullmedalíuna sem þjóðin hefur ekki unnið í alþjóðafótboltanum auk þess að við erum að spila á heimavelli," sagði Dunga. Brasilíumenn unnu silfur á síðustu Ólympíuleikum eftir tap á móti Mexíkó í úrslitaleik. Brasilía varð einnig að sætta sig við silfurverðlaun á leikunum í Seoul 1988 og í Los Angeles 1984. Liðið vann brons á leikunum í Peking 2008 og hefur því verið á palli á síðustu tveimur leikum. „Við þurfum að tala við Barcelona, við liðið og við Neymar til þess að finna út hvað sé best í stöðunni," sagði Dunga. Neymar hefur talað um það sjálfur að hann vilji spila í báðum keppnum en Barcelona gefur væntanlega bara grænt ljós á annað mótið. Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Spænski boltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Dunga, þjálfari brasilíska fótboltalandsliðsins, vill frekar að besti knattspyrnumaður brasilísku þjóðarinnar spili á Ólympíuleikunum en í Ameríkukeppninni í sumar. Þetta er stórt knattspyrnuár fyrir Brasilíumenn þrátt fyrir að Ameríkukeppnin hafi farið fram í fyrra og heimsmeistarakeppnin fari ekki fram fyrr en eftir tvö ár. Ástæðan er að í sumar mun fara fram bæði hundrað ára afmælismót Ameríkukeppninnar í júní og Ólympíuleikarnir í Ríó í ágúst. Dunga er mættur til Spánar til að ræða sumarið við hinn 24 ára gamla Neymar en forráðamenn brasilíska sambandsins vilja að allir aðilar komist að samkomulagi og að sátt verði í þessum máli. „Ef ég þarf að velja á milli Ameríkukeppninnar og Ólympíuleikanna þá vil ég frekar sjá Neymar á Ólympíuleikunum," sagði Dunga í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Esporte Interativo. „Það er erfitt að velja á milli en ég tel að það sé mikilvægara að hann hjálpi Brasilíu að vinna einu gullmedalíuna sem þjóðin hefur ekki unnið í alþjóðafótboltanum auk þess að við erum að spila á heimavelli," sagði Dunga. Brasilíumenn unnu silfur á síðustu Ólympíuleikum eftir tap á móti Mexíkó í úrslitaleik. Brasilía varð einnig að sætta sig við silfurverðlaun á leikunum í Seoul 1988 og í Los Angeles 1984. Liðið vann brons á leikunum í Peking 2008 og hefur því verið á palli á síðustu tveimur leikum. „Við þurfum að tala við Barcelona, við liðið og við Neymar til þess að finna út hvað sé best í stöðunni," sagði Dunga. Neymar hefur talað um það sjálfur að hann vilji spila í báðum keppnum en Barcelona gefur væntanlega bara grænt ljós á annað mótið.
Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Spænski boltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn