Þjálfari Brasilíu vill frekar að Neymar spili á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2016 14:30 Neymar er mikivægur brasilíska landsliðinu. Vísir/Getty Dunga, þjálfari brasilíska fótboltalandsliðsins, vill frekar að besti knattspyrnumaður brasilísku þjóðarinnar spili á Ólympíuleikunum en í Ameríkukeppninni í sumar. Þetta er stórt knattspyrnuár fyrir Brasilíumenn þrátt fyrir að Ameríkukeppnin hafi farið fram í fyrra og heimsmeistarakeppnin fari ekki fram fyrr en eftir tvö ár. Ástæðan er að í sumar mun fara fram bæði hundrað ára afmælismót Ameríkukeppninnar í júní og Ólympíuleikarnir í Ríó í ágúst. Dunga er mættur til Spánar til að ræða sumarið við hinn 24 ára gamla Neymar en forráðamenn brasilíska sambandsins vilja að allir aðilar komist að samkomulagi og að sátt verði í þessum máli. „Ef ég þarf að velja á milli Ameríkukeppninnar og Ólympíuleikanna þá vil ég frekar sjá Neymar á Ólympíuleikunum," sagði Dunga í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Esporte Interativo. „Það er erfitt að velja á milli en ég tel að það sé mikilvægara að hann hjálpi Brasilíu að vinna einu gullmedalíuna sem þjóðin hefur ekki unnið í alþjóðafótboltanum auk þess að við erum að spila á heimavelli," sagði Dunga. Brasilíumenn unnu silfur á síðustu Ólympíuleikum eftir tap á móti Mexíkó í úrslitaleik. Brasilía varð einnig að sætta sig við silfurverðlaun á leikunum í Seoul 1988 og í Los Angeles 1984. Liðið vann brons á leikunum í Peking 2008 og hefur því verið á palli á síðustu tveimur leikum. „Við þurfum að tala við Barcelona, við liðið og við Neymar til þess að finna út hvað sé best í stöðunni," sagði Dunga. Neymar hefur talað um það sjálfur að hann vilji spila í báðum keppnum en Barcelona gefur væntanlega bara grænt ljós á annað mótið. Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Spænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
Dunga, þjálfari brasilíska fótboltalandsliðsins, vill frekar að besti knattspyrnumaður brasilísku þjóðarinnar spili á Ólympíuleikunum en í Ameríkukeppninni í sumar. Þetta er stórt knattspyrnuár fyrir Brasilíumenn þrátt fyrir að Ameríkukeppnin hafi farið fram í fyrra og heimsmeistarakeppnin fari ekki fram fyrr en eftir tvö ár. Ástæðan er að í sumar mun fara fram bæði hundrað ára afmælismót Ameríkukeppninnar í júní og Ólympíuleikarnir í Ríó í ágúst. Dunga er mættur til Spánar til að ræða sumarið við hinn 24 ára gamla Neymar en forráðamenn brasilíska sambandsins vilja að allir aðilar komist að samkomulagi og að sátt verði í þessum máli. „Ef ég þarf að velja á milli Ameríkukeppninnar og Ólympíuleikanna þá vil ég frekar sjá Neymar á Ólympíuleikunum," sagði Dunga í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina Esporte Interativo. „Það er erfitt að velja á milli en ég tel að það sé mikilvægara að hann hjálpi Brasilíu að vinna einu gullmedalíuna sem þjóðin hefur ekki unnið í alþjóðafótboltanum auk þess að við erum að spila á heimavelli," sagði Dunga. Brasilíumenn unnu silfur á síðustu Ólympíuleikum eftir tap á móti Mexíkó í úrslitaleik. Brasilía varð einnig að sætta sig við silfurverðlaun á leikunum í Seoul 1988 og í Los Angeles 1984. Liðið vann brons á leikunum í Peking 2008 og hefur því verið á palli á síðustu tveimur leikum. „Við þurfum að tala við Barcelona, við liðið og við Neymar til þess að finna út hvað sé best í stöðunni," sagði Dunga. Neymar hefur talað um það sjálfur að hann vilji spila í báðum keppnum en Barcelona gefur væntanlega bara grænt ljós á annað mótið.
Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Spænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira