Íslenski boltinn

Sigrar hjá úrvalsdeildarliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Breiðablik fagnar marrki síðasta sumar.
Breiðablik fagnar marrki síðasta sumar. vísir/ernir

ÍBV lenti ekki í miklum vandræðum með Huginn í leik liðanna í Lengjubikarnum í dag, en lokatölur urðu 3-1 sigur ÍBV.

Aron Bjarnason kom ÍBV yfir á 23. mínútu og Bjarni Gunnarsson tvöfaldaði forystuna á 47. mínútu. Elvar Ingi Vignisson skoraði þriðja mark ÍBV á 65. mínútu.

Leikmenn Hugins náðu að klóra í bakkann á 66. mínútu, en þá skoraði Pétur Óskarsson.

ÍBV hefur því unnið einn leik og tapað einum í riðlinum þetta árið, en Huginn hefur tapað báðum.

Breiðablik vann góðan sigur á KA í Fífunni í dag, en Atil Sigurjónsson og Ricardo Glenn skoruðu mörk Blika í 2-1 sigri.

Markaskorari KA er ókunnugur, en leikmenn KA léku einum færri frá því á fimmtu mínútu þegar Davíð Rúnari Bjarnasyni var vikið af velli með rautt spjald.

Fyrsti sigur Blika í Lengjubikarnum í ár og sömuleiðis fyrsta tap KA en þeir unnu stórsigur á Fjarðabyggð í fyrsta leik sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.