Öryggismál Uber undir kastljósinu eftir að bílstjóri skaut sex manns til bana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2016 23:37 Jason Dalton. vísir/getty Öryggismál leigubílaþjónustunnar Uber eru enn einu sinni undir kastljósi fjölmiðla eftir að bílstjóri sem keyrði undir merkjum Uber skaut sex til bana og særði tvo í borginni Kalamazoo í Michigan í Bandaríkjunum um helgina. Bílstjórinn, Jason Dalton, sótti og skilaði af sér farþegum á laugardag en þar sem hann keyrði um borgina skaut hann fólk af handahófi að því er virðist vera. Hann var handtekinn um helgina. Skotárásin hefur ýtt undir umræðu í Bandaríkjunum um hversu örugg þjónusta Uber er en fyrirtækið berst nú gegn því að þurfa að láta bílstjóra sína fara í gegnum bakgrunnsskoðun sem bandarísk yfirvöld framkvæma. Fyrirtækið gerir sjálft sína eigin skoðun á bakgrunni þeirra sem vilja keyra fyrir það en skoðunin er að margra mati ófullnægjandi. Til að mynda hittir enginn fulltrúi Uber bílstjórana áður en þeir byrja að keyra. Nýlega gekkst svo fyrirtækið undir sátt í San Fransisco í kjölfar þess að höfðað mál gegn því þar sem það hafði logið að viðskiptavinum sínum um hvernig öryggismálum væri háttað. Þá komu upp nokkur mál í Texas fyrr í vetur þar sem nokkrir Uber-bílstjórar voru sakaðir um að hafa kynferðislega áreitt konur sem þeir voru að keyra. Dalton var ekki með neinn sakaferil þar til á laugardaginn þegar hann hóf að skjóta fólk til bana. Talsmaður herferðar sem berst fyrir auknu öryggi á leigubílamarkaðnum segir að þrátt fyrir það hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir að hann færi að keyra fyrir Uber, til að mynda ef einhver hefði hitt áður en hann tæki til starfa. Uber sendi frá yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kalamazoo. Í henni segir að fyrirtækið harmi málið og það sé að gera allt sem það getur til að aðstoða lögregluna við rannsókn þess. Tengdar fréttir Sex látnir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum Svo virðist sem að árárásmaðurinn hafi keyrt á milli og skotið fólk af handahófi. 21. febrúar 2016 08:45 Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands Haraldur Einarsson vill samgöngukerfi sem byggir á rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber. 30. júní 2015 12:11 Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Leigubílstjórar í London stöðvuðu umferð til að mótmæla Uber Þúsundir leigubíla var lagt á götum í kringum breska þinghúsið og heimili forsætisráðherrans í um hálfa aðra klukkustund í dag. 10. febrúar 2016 23:43 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Öryggismál leigubílaþjónustunnar Uber eru enn einu sinni undir kastljósi fjölmiðla eftir að bílstjóri sem keyrði undir merkjum Uber skaut sex til bana og særði tvo í borginni Kalamazoo í Michigan í Bandaríkjunum um helgina. Bílstjórinn, Jason Dalton, sótti og skilaði af sér farþegum á laugardag en þar sem hann keyrði um borgina skaut hann fólk af handahófi að því er virðist vera. Hann var handtekinn um helgina. Skotárásin hefur ýtt undir umræðu í Bandaríkjunum um hversu örugg þjónusta Uber er en fyrirtækið berst nú gegn því að þurfa að láta bílstjóra sína fara í gegnum bakgrunnsskoðun sem bandarísk yfirvöld framkvæma. Fyrirtækið gerir sjálft sína eigin skoðun á bakgrunni þeirra sem vilja keyra fyrir það en skoðunin er að margra mati ófullnægjandi. Til að mynda hittir enginn fulltrúi Uber bílstjórana áður en þeir byrja að keyra. Nýlega gekkst svo fyrirtækið undir sátt í San Fransisco í kjölfar þess að höfðað mál gegn því þar sem það hafði logið að viðskiptavinum sínum um hvernig öryggismálum væri háttað. Þá komu upp nokkur mál í Texas fyrr í vetur þar sem nokkrir Uber-bílstjórar voru sakaðir um að hafa kynferðislega áreitt konur sem þeir voru að keyra. Dalton var ekki með neinn sakaferil þar til á laugardaginn þegar hann hóf að skjóta fólk til bana. Talsmaður herferðar sem berst fyrir auknu öryggi á leigubílamarkaðnum segir að þrátt fyrir það hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir að hann færi að keyra fyrir Uber, til að mynda ef einhver hefði hitt áður en hann tæki til starfa. Uber sendi frá yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kalamazoo. Í henni segir að fyrirtækið harmi málið og það sé að gera allt sem það getur til að aðstoða lögregluna við rannsókn þess.
Tengdar fréttir Sex látnir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum Svo virðist sem að árárásmaðurinn hafi keyrt á milli og skotið fólk af handahófi. 21. febrúar 2016 08:45 Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands Haraldur Einarsson vill samgöngukerfi sem byggir á rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber. 30. júní 2015 12:11 Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Leigubílstjórar í London stöðvuðu umferð til að mótmæla Uber Þúsundir leigubíla var lagt á götum í kringum breska þinghúsið og heimili forsætisráðherrans í um hálfa aðra klukkustund í dag. 10. febrúar 2016 23:43 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Sex látnir eftir enn eina skotárásina í Bandaríkjunum Svo virðist sem að árárásmaðurinn hafi keyrt á milli og skotið fólk af handahófi. 21. febrúar 2016 08:45
Þingmaður Framsóknarflokksins vill leigubílakerfið Uber til Íslands Haraldur Einarsson vill samgöngukerfi sem byggir á rafmagnsbílum, sjálfkeyrandi bílum og leigubílakerfinu Uber. 30. júní 2015 12:11
Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45
Leigubílstjórar í London stöðvuðu umferð til að mótmæla Uber Þúsundir leigubíla var lagt á götum í kringum breska þinghúsið og heimili forsætisráðherrans í um hálfa aðra klukkustund í dag. 10. febrúar 2016 23:43
Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32