Fótbolti

Kína getur orðið heimsmeistari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sven kann vel við sig í Kína.
Sven kann vel við sig í Kína. vísir/getty
Sænski þjálfarinn Sven-Göran Eriksson sér fram á glæsta framtíð hjá kínverskum fótbolta.

Svo bjarta að Eriksson sér möguleika á því að Kínverjir verði heimsmeistarar í fótbolta á næstu 15 árum.

„Á næstu 10-15 árum þá er ég viss um að Kína verður í baráttunni um að vinna HM. Framtíðin er mjög björt í Kína,“ sagði Svíinn.

Hann þekkir vel til enda ráðinn þjálfari hjá Shanghai í nóvember árið 2014.

Kína er í 93. sæti á FIFA-listanum og komst síðast á HM árið 2002. Þá fékk liðið ekkert stig í keppninni. Kína er í þriðja sæti í sínum riðli í undankeppni HM 2018. Á eftir bæði Hong Kong og Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×