Innlent

„Rannveig Rist er komin niður á höfn með hóp stjórnenda sem ætlar að ganga í störfin“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Verkfallsvörður að störfum.
Verkfallsvörður að störfum. vísir/anton brink

„Rannveig Rist er komin hérna niður á höfn með hóp stjórnenda með sér sem ætlar að ganga í störf verkamannanna sem nú eru í verkfalli,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Verkfall starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík hófst á miðnætti. Það hefur í för með sér að ekkert ál verður flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Verkfallsverðir á vegum Hlífar mættu á svæðið á miðnætti þar sem taldar voru líkur á að stjórn álversins gengi í þessi störf, sem virðist hafa verið raunin.

Kolbeinn segir verkefni dagsins að hindra það að gengið verði í störf starfsmanna álversins. vísir/anton brink

„Þeir eru að ganga í störf annarra manna. Það er komið verkfall á útflutning á áli sem okkar menn hafa verið að sinna, en þeir eru í verkfalli og þá geta yfirmenn ekki komið og gengið í þeirra störf, nema kannski forstjóri og framkvæmdastjóri sviðsins. Þeir eru mættir hérna og ég vill meina að þeir eiga ekki að fá stjórnendur til að ganga í þessi störf, enda eru þetta menn sem hafa aldrei sinnt þessum störfum,“ segir Kolbeinn.

Hann segir að verkefni dagsins verði að hindra það að gengið verði í þessi störf, en um er að ræða starfsmenn sem tilheyra flutningasveit fyrirtækisins og starfa á hafnar- og vinnusvæði álversins í Straumsvík.


Tengdar fréttir

Verkfall hófst á miðnætti

Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins.

Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku

Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.