Uppnám innan dönsku stjórnarinnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Eva Kjer Hansen, hægra megin á myndinni, í danska þinghúsinu í gær. Tekist er á um skipan hennar í embætti ráðherra. Nordicphotos/AFP Líf dönsku ríkisstjórnarinnar hékk í gær á bláþræði eftir að skyndilega brutust út deilur um athafnir Evu Kjer Hansen, umhverfis- og matvælaráðherra. Óljóst var í gærkvöld hvort stjórnin myndi lifa af þessa eldraun, en Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra kallaði í gær formenn hinna hægriflokkanna á sinn fund og hótaði að boða til þingkosninga, næðist ekki samkomulag. Fundi formannanna lauk án niðurstöðu í gær, en Løkke Rasmussen ætlar halda áfram að reyna að ná sáttum á þinginu í dag, þegar landbúnaðarfrumvarp stjórnarinnar verður borið undir þingið. Málið komst í hámæli á þriðjudag þegar Íhaldsflokkurinn, sem hefur stutt minnihlutastjórn Venstre-flokksins, sagðist ekki lengur bera traust til Evu Kjer Hansen. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, sem jafnframt er leiðtogi Venstre-flokksins, brást við af fullri hörku og hótaði að boða til þingkosninga tækist ekki sátt. Søren Pape, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, gagnrýnir Evu Kjer Hansen fyrir að hafa gefið þinginu villandi upplýsingar í tengslum við landbúnaðarfrumvarpið. Ágreiningurinn snýst um það hvort tiltekin efnisatriði í frumvarpinu muni reynast umhverfinu skaðleg. Leiðtogar hinna hægriflokkanna, Danska þjóðarflokksins og Frjálslynda bandalagsins, taka þó ekki undir kröfur Papes um afsögn Kjer Hansen. Þeir Kristian Thulesen Dahl og Anders Samuelsen segja Pape hafa brugðist allt of hart við, þótt ágreiningur sé um efnistatriði frumvarpsins. Pape sagðist hins vegar síðdegis í gær standa fastur á því að Kjer Hansen þurfi að víkja úr embætti, jafnvel þótt breytingar verði gerðar á efnisatriðum frumvarpsins í meðferð þingsins í dag. „Ég hef sagt það allan tíman að þetta snúist um trúnaðartraust, sem ekki er til staðar,“ er haft eftir Pape á vefsíðu dagblaðsins Politiken. „Þetta snýst ekki um embætti eða tiltekið umráðasvið, heldur snýst þetta um einstakling.” Pape á töluvert á hættu, fari leikar svo að Løkke Rasmussen boði til þingkosninga. Í síðustu kosningum fékk Íhaldsflokkur Papes ekki nema 3,4 prósent atkvæða, og gæti átt á hættu að detta alveg út af þingi. Tengdar fréttir Drama í dönskum stjórnmálum Stjórnarflokkarnir deila um landbúnaðarfrumvarp og kallað var til neyðarfundar minnihlutastjórarnarinnar í gær. 24. febrúar 2016 10:13 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Líf dönsku ríkisstjórnarinnar hékk í gær á bláþræði eftir að skyndilega brutust út deilur um athafnir Evu Kjer Hansen, umhverfis- og matvælaráðherra. Óljóst var í gærkvöld hvort stjórnin myndi lifa af þessa eldraun, en Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra kallaði í gær formenn hinna hægriflokkanna á sinn fund og hótaði að boða til þingkosninga, næðist ekki samkomulag. Fundi formannanna lauk án niðurstöðu í gær, en Løkke Rasmussen ætlar halda áfram að reyna að ná sáttum á þinginu í dag, þegar landbúnaðarfrumvarp stjórnarinnar verður borið undir þingið. Málið komst í hámæli á þriðjudag þegar Íhaldsflokkurinn, sem hefur stutt minnihlutastjórn Venstre-flokksins, sagðist ekki lengur bera traust til Evu Kjer Hansen. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, sem jafnframt er leiðtogi Venstre-flokksins, brást við af fullri hörku og hótaði að boða til þingkosninga tækist ekki sátt. Søren Pape, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, gagnrýnir Evu Kjer Hansen fyrir að hafa gefið þinginu villandi upplýsingar í tengslum við landbúnaðarfrumvarpið. Ágreiningurinn snýst um það hvort tiltekin efnisatriði í frumvarpinu muni reynast umhverfinu skaðleg. Leiðtogar hinna hægriflokkanna, Danska þjóðarflokksins og Frjálslynda bandalagsins, taka þó ekki undir kröfur Papes um afsögn Kjer Hansen. Þeir Kristian Thulesen Dahl og Anders Samuelsen segja Pape hafa brugðist allt of hart við, þótt ágreiningur sé um efnistatriði frumvarpsins. Pape sagðist hins vegar síðdegis í gær standa fastur á því að Kjer Hansen þurfi að víkja úr embætti, jafnvel þótt breytingar verði gerðar á efnisatriðum frumvarpsins í meðferð þingsins í dag. „Ég hef sagt það allan tíman að þetta snúist um trúnaðartraust, sem ekki er til staðar,“ er haft eftir Pape á vefsíðu dagblaðsins Politiken. „Þetta snýst ekki um embætti eða tiltekið umráðasvið, heldur snýst þetta um einstakling.” Pape á töluvert á hættu, fari leikar svo að Løkke Rasmussen boði til þingkosninga. Í síðustu kosningum fékk Íhaldsflokkur Papes ekki nema 3,4 prósent atkvæða, og gæti átt á hættu að detta alveg út af þingi.
Tengdar fréttir Drama í dönskum stjórnmálum Stjórnarflokkarnir deila um landbúnaðarfrumvarp og kallað var til neyðarfundar minnihlutastjórarnarinnar í gær. 24. febrúar 2016 10:13 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Drama í dönskum stjórnmálum Stjórnarflokkarnir deila um landbúnaðarfrumvarp og kallað var til neyðarfundar minnihlutastjórarnarinnar í gær. 24. febrúar 2016 10:13