Erlent

Þrír myrtir í skotárás í Kansas

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Kansas.
Frá Kansas. Vísir/Getty
Þrír voru myrtir í verksmiðju í Kansas í Bandaríkjunum í nótt. Einn starfsmaður verksmiðjunnar hóf skothríð og særði hann fjórtán manns. Maðurinn var vopnaður með hálfsjálfvirkum riffli og skammbyssu en hann var skotinn til bana af lögreglu.

Málið er ekki talið tengjast hryðjuverkum, en tæp vika er frá því að maður hóf skothríð af handahófi í Michigan. Þá létust sex manns. Búið að bera kennsl á manninn. Hann var 38 ára gamall og hét Cedric Ford. 

Árásarmaðurinn í Kansas hóf skothríð sína á leið til vinnu sinnar og særði hann þrjá á leiðinni. Árásin átti sér stað í tiltölulega smáu samfélagi og er lögregluþjónnin sem skaut Ford sagður hafa bjargað lífum margra.

Þegar árásin var gerð voru um 150 manns í verksmiðjunni. Lögregluþjónninn elti Ford inn í verksmiðjuna og skaut hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×