Írsk stjórnarkreppa í vændum? Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2016 15:09 Talning gæti staðið yfir til morguns. vísir/getty Flokkurinn Fianna Fáil, sem búist er við að verði sigurvegari írsku þingkosninganna eftir að lokaniðurstöður liggja fyrir, útilokar samstarf við Fine Gael, flokk forsætisráðherrans Enda Kenny. Í aðdraganda kosninganna var talið að slík samsteypustjórn yrði sú líklegasta til að geta myndað starfhæfan meirihluta og því ljóst að þetta mun flækja stjórnarmyndun enn frekar í Írlandi Fianna Fáil, sem var stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn fyrir kosningarnar, mun ekki heldur sækjast eftir samstarfi við Sinn Féin, sem mun að öllum líkindum hafa 14 til 15 prósent fylgi upp úr krafsinu. Sinn Féin, sem leiddur er af Gerry Adams,hefur aldrei notið viðlíka hylli í sögu flokksins en hann gæti endað með 20 þingmenn þegar öll atkvæði hafa verið talin. Heimildir Guardian innan úr röðum Fianna Fáil, sem býst við því að tvöfalda þingmannafjölda sinn, herma að flokkurinn muni standast allan þrýsting um að fara í stjórn með hinum fornu fjendum úr Fine Gael.Sjá einnig: Írska stjórnin fallin Það yrði ekki síst vegna þess að Fianna Fáil treystir ekki Sinn Féin til að leiða stjórnarandstöðuna gegn flokki Enda Kenny – sem þarf þá að sækja stuðning sinni til óháðra og minni flokka. Fine Gael fór inn í kosningarnar sem hluti af kosningabandalagi við verkamannaflokkinn en flokkarnir höfðu búið við sterkasta meirihluta í stjórnmálasögu Írlands. Flokkarnir virðast þó hafa beðið afhroð í kosningunum í gær. Eftir kosningarnar 2011 fengu Fine Gael 73 þingmenn og verkamannaflokkurinn 33. Í ár er búist við því að Fine Gael fái rétt rúmlega 50 og verkamannflokkurinn gæti hugsanlega náð tveggja stafa tölu. Enda Kenny lýsti yfir ósigri í kosningunum í kvöld þrátt fyrir að enn ætti eftir að telja mikinn fjölda atkvæða. Búist er við því að talning geti staðið yfir fram á mánudag. Tengdar fréttir Írska stjórnin fallin Enda Kenny, forsætisáðherra Írlands, hefur lýst yfir ósigri í kosningunum sem fram fóru í kvöld. Aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum eru taldar hafa ráðið úrslitum. 27. febrúar 2016 23:24 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Flokkurinn Fianna Fáil, sem búist er við að verði sigurvegari írsku þingkosninganna eftir að lokaniðurstöður liggja fyrir, útilokar samstarf við Fine Gael, flokk forsætisráðherrans Enda Kenny. Í aðdraganda kosninganna var talið að slík samsteypustjórn yrði sú líklegasta til að geta myndað starfhæfan meirihluta og því ljóst að þetta mun flækja stjórnarmyndun enn frekar í Írlandi Fianna Fáil, sem var stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn fyrir kosningarnar, mun ekki heldur sækjast eftir samstarfi við Sinn Féin, sem mun að öllum líkindum hafa 14 til 15 prósent fylgi upp úr krafsinu. Sinn Féin, sem leiddur er af Gerry Adams,hefur aldrei notið viðlíka hylli í sögu flokksins en hann gæti endað með 20 þingmenn þegar öll atkvæði hafa verið talin. Heimildir Guardian innan úr röðum Fianna Fáil, sem býst við því að tvöfalda þingmannafjölda sinn, herma að flokkurinn muni standast allan þrýsting um að fara í stjórn með hinum fornu fjendum úr Fine Gael.Sjá einnig: Írska stjórnin fallin Það yrði ekki síst vegna þess að Fianna Fáil treystir ekki Sinn Féin til að leiða stjórnarandstöðuna gegn flokki Enda Kenny – sem þarf þá að sækja stuðning sinni til óháðra og minni flokka. Fine Gael fór inn í kosningarnar sem hluti af kosningabandalagi við verkamannaflokkinn en flokkarnir höfðu búið við sterkasta meirihluta í stjórnmálasögu Írlands. Flokkarnir virðast þó hafa beðið afhroð í kosningunum í gær. Eftir kosningarnar 2011 fengu Fine Gael 73 þingmenn og verkamannaflokkurinn 33. Í ár er búist við því að Fine Gael fái rétt rúmlega 50 og verkamannflokkurinn gæti hugsanlega náð tveggja stafa tölu. Enda Kenny lýsti yfir ósigri í kosningunum í kvöld þrátt fyrir að enn ætti eftir að telja mikinn fjölda atkvæða. Búist er við því að talning geti staðið yfir fram á mánudag.
Tengdar fréttir Írska stjórnin fallin Enda Kenny, forsætisáðherra Írlands, hefur lýst yfir ósigri í kosningunum sem fram fóru í kvöld. Aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum eru taldar hafa ráðið úrslitum. 27. febrúar 2016 23:24 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Írska stjórnin fallin Enda Kenny, forsætisáðherra Írlands, hefur lýst yfir ósigri í kosningunum sem fram fóru í kvöld. Aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum eru taldar hafa ráðið úrslitum. 27. febrúar 2016 23:24