Dómari í Brooklyn úrskurðar Apple í hag Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. febrúar 2016 23:28 Talið er næsta víst að mál Apple gegn FBI muni enda fyrir hæstarétti. vísir/epa Dómari í Brooklyn úrskurðaði í dag að Apple væri ekki skylst að aflæsa síma manns sem handtekinn var í New York fyrir að selja eiturlyf. Talið er að niðurstaða dómarans geti haft talsverð áhrif í baráttu tæknirisans gegn bandarískum yfirvöldum í áþekkum málefnum. Bloomberg greinir frá. Undanfarna mánuði hefur Apple hafnað beiðnum lögregluyfirvalda um að útbúa forrit til verksins. Í bréfi sem Tim Cook, forstjóri Apple, birti fyrr í mánuðinum, sagði hann að FBI væru að biðja fyrirtækið um að hakka sína eigin viðskiptavini og gera lítið úr þeim öryggisbúnaði sem fyrirtækið hefði skapað. Ef búnaðurinn yrði skapaður gæti það orðið skelfilegt ef hann myndi rata í rangar hendur. Dómari í Los Angeles hafði komist að öndverðri niðurstöðu við þá sem James Orenstein, dómari í Brooklyn, komst að í dag. Sá taldi að Apple bæri að aðstoða yfirvöld við að aflæsa síma manns sem felldi fjórtán manns í skotárás í San Bernardino í byrjun desember.Sjá einnig:Apple og FBI í hár saman vegna síma fjöldamorðingja „Það væri absúrd að halda því fram að heimildin, sem stjórnvöld sækjast eftir í málu þessu, sé ekki í andstöðu við lögin,“ sagði Orenstein í fimmtíu síðna úrskurðinum. Taldi hann að kröfur stjórnvalda væru „óhóflegar“ og „óhagnýtar“. Í gegnum tíðina hefur Apple aðstoðað stjórnvöld við að aflæsa minnst sjötíu símum en hætti samvinnu við yfirvöld á síðasta ári. Í bréfi Tim Cook, sem áður hefur verið nefnt, kemur fram að kröfur yfirvalda séu árás á friðhelgi einkalífs þeirra sem eiga vörur frá Apple. Málið, sem niðurstaða fékkst í í dag, er eitt af tólf málum þar sem Apple hefur neitað að fara að tilmælum stjórnvalda. Talið er næsta víst að málin muni enda fyrir hæstarétti Bandaríkjanna og að niðurstaða hans muni hafa gífurleg áhrif í persónurétti.This may be the most important line in today's Apple order. The stakes are total surveillance by Internet of Things. pic.twitter.com/IaEyLq5kHc— Parker Higgins (@xor) February 29, 2016 Tengdar fréttir Tæknirisar styðja við bakið á Apple Facebook, Twitter og Google hafa lýst fyri stuðningin við Apple í baráttu þeirra við Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 19. febrúar 2016 10:55 Fórnarlömb styðja FBI gegn Apple Vilja að tæknirisinn opni síma annars árásarmannanna í San Bernardino. 22. febrúar 2016 10:49 Bill Gates styður við bakið á FBI Vill að Apple hjálpi FBI að opna síma árásarmanns í San Bernardino. 23. febrúar 2016 09:48 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Dómari í Brooklyn úrskurðaði í dag að Apple væri ekki skylst að aflæsa síma manns sem handtekinn var í New York fyrir að selja eiturlyf. Talið er að niðurstaða dómarans geti haft talsverð áhrif í baráttu tæknirisans gegn bandarískum yfirvöldum í áþekkum málefnum. Bloomberg greinir frá. Undanfarna mánuði hefur Apple hafnað beiðnum lögregluyfirvalda um að útbúa forrit til verksins. Í bréfi sem Tim Cook, forstjóri Apple, birti fyrr í mánuðinum, sagði hann að FBI væru að biðja fyrirtækið um að hakka sína eigin viðskiptavini og gera lítið úr þeim öryggisbúnaði sem fyrirtækið hefði skapað. Ef búnaðurinn yrði skapaður gæti það orðið skelfilegt ef hann myndi rata í rangar hendur. Dómari í Los Angeles hafði komist að öndverðri niðurstöðu við þá sem James Orenstein, dómari í Brooklyn, komst að í dag. Sá taldi að Apple bæri að aðstoða yfirvöld við að aflæsa síma manns sem felldi fjórtán manns í skotárás í San Bernardino í byrjun desember.Sjá einnig:Apple og FBI í hár saman vegna síma fjöldamorðingja „Það væri absúrd að halda því fram að heimildin, sem stjórnvöld sækjast eftir í málu þessu, sé ekki í andstöðu við lögin,“ sagði Orenstein í fimmtíu síðna úrskurðinum. Taldi hann að kröfur stjórnvalda væru „óhóflegar“ og „óhagnýtar“. Í gegnum tíðina hefur Apple aðstoðað stjórnvöld við að aflæsa minnst sjötíu símum en hætti samvinnu við yfirvöld á síðasta ári. Í bréfi Tim Cook, sem áður hefur verið nefnt, kemur fram að kröfur yfirvalda séu árás á friðhelgi einkalífs þeirra sem eiga vörur frá Apple. Málið, sem niðurstaða fékkst í í dag, er eitt af tólf málum þar sem Apple hefur neitað að fara að tilmælum stjórnvalda. Talið er næsta víst að málin muni enda fyrir hæstarétti Bandaríkjanna og að niðurstaða hans muni hafa gífurleg áhrif í persónurétti.This may be the most important line in today's Apple order. The stakes are total surveillance by Internet of Things. pic.twitter.com/IaEyLq5kHc— Parker Higgins (@xor) February 29, 2016
Tengdar fréttir Tæknirisar styðja við bakið á Apple Facebook, Twitter og Google hafa lýst fyri stuðningin við Apple í baráttu þeirra við Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 19. febrúar 2016 10:55 Fórnarlömb styðja FBI gegn Apple Vilja að tæknirisinn opni síma annars árásarmannanna í San Bernardino. 22. febrúar 2016 10:49 Bill Gates styður við bakið á FBI Vill að Apple hjálpi FBI að opna síma árásarmanns í San Bernardino. 23. febrúar 2016 09:48 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Tæknirisar styðja við bakið á Apple Facebook, Twitter og Google hafa lýst fyri stuðningin við Apple í baráttu þeirra við Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 19. febrúar 2016 10:55
Fórnarlömb styðja FBI gegn Apple Vilja að tæknirisinn opni síma annars árásarmannanna í San Bernardino. 22. febrúar 2016 10:49
Bill Gates styður við bakið á FBI Vill að Apple hjálpi FBI að opna síma árásarmanns í San Bernardino. 23. febrúar 2016 09:48