Erlent

Fórnarlömb styðja FBI gegn Apple

Samúel Karl Ólason skrifar
FBI segist vilja að Apple opni einungis þennan eina síma, en Apple segir að það myndi ógna öryggi allra.
FBI segist vilja að Apple opni einungis þennan eina síma, en Apple segir að það myndi ógna öryggi allra. Vísir/EPA
Hluti fórnarlamba í skotárásinni í San Bernardino ætla að styðja alríkislögreglu Bandaríkjanna gegn Apple. Þau vilja að tæknirisinn opni síma annars árásarmannanna, Syed Rizwan Farook. Lagabarátta stendur nú yfir þar sem Apple neitar að gera FBI kleift að opna símann og segja það ógna öryggi allra síma fyrirtækisins.

Fjórtán manns létu lífið í árásinni og 22 særðust í árás hjóna sem felld voru af lögreglu skömmu seinna.

Lögmaður þeirra fórnarlamba sem styðja FBI, vill ekki segja Reuters, hve mörg þeirra hann starfar fyrir. Hann segir skjólstæðinga sína hafa verið skotmörk hryðjuverkamanna og að þau verði að fá að vita hvers vegna og hvernig.

Sjá einnig: Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja

FBI segist vilja að Apple opni einungis þennan eina síma. Apple segir hins vegar að það sé ómögulegt að útbúa leið til að opna einn síma. Geri þeir yfirvöldum kleyft að opna einn, muni aðferðin leka og að það myndi setja „hættulegt“ fordæmi. Yfirvöld notast við 227 ára gömul lög, til að reyna að þvinga Apple til samstarfs.

Þegar hefur Apple afhent rafræn gögn úr síma Farook til FBI, en hann hætti að setja gögn úr símanum á netið um einum og hálfum mánuði fyrir árásina. FBI vill komast í þau gögn með því að opna símann. Síminn er læstur með fjögurra stafa lykilorði, en ef vitlaust lykilorð er slegið inn tíu sinnum læsist síminn og gögnin verða óaðgengileg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×