Námu þyngdarbylgjur frá samruna tveggja svarthola Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. febrúar 2016 07:00 Vísindamenn hafa í fyrsta sinn greint þyngdarbylgjur í alheiminum og þar með staðfest einn mikilvægasta þáttinn í hinni almennu afstæðiskenningu Alberts Einstein frá árinu 1916. „Það hefði verið yndislegt að fylgjast með svipbrigðum Einsteins ef við hefðum getað sagt honum frá þessu,“ sagði eðlisfræðingurinn Rainer Weiss, einn vísindamannanna sem kynntu uppgötvunina á blaðamannafundi í Washington í gær. Það voru vísindamenn við LIGO-rannsóknarstöðina í Bandaríkjunum sem fyrstir allra sáu ótvíræð merki um þyngdarbylgjur. Heiti stöðvarinnar, LIGO, stendur fyrir Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory. Hún var sett upp árið 1992 í þeim tilgangi að greina þyngdarbylgjur og er með greiningarstöðvar á tveimur stöðum í Bandaríkjunum, í Hanford í Washingtonríki og Livingston í Louisiana.Sjá einnig: Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Þrjú þúsund kílómetrar eru á milli greiningarstöðvanna, en fjarlægðin er nauðsynleg til að greina þyngdarbylgjur. Í undirbúningi eru fleiri greiningarstöðvar, ein í Evrópu, önnur í Japan og sú þriðja á Indlandi, sem eiga að gera greininguna nákvæmari. Þyngdarbylgjunemarnir í Hanford og Livingston voru settir í gang í september síðastliðnum. Stuttu síðar greindust fyrstu merkin um þyngdarbylgjur, sem vísindamennirnir segja að hafi borist frá tveimur svartholum sem snerust hvort um annað og enduðu á því að sogast saman í eitt svarthol. Þetta er þar með líka í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa séð merki um að tvö svarthol sameinist í eitt. Sá atburður, sem stóð yfir aðeins í brot af sekúndu, varð svo öflugur að orkan frá honum varð meiri en orkan af ljósi allra stjarna alheimsins samtímis, á sama tíma og svartholin soguðust saman í eitt. „Þessi orka sendir frá sér lokakipp af þyngdarbylgjum. Það eru þessar þyngdarbylgjur sem LIGO hefur numið,“ segir í fréttatilkynningu frá LIGO. Á blaðamannafundinum í Washington í gær spiluðu vísindamennirnir jafnframt hljóðupptöku, þar sem heyra mátti hvernig þyngdarbylgjurnar frá svartholunum sem sameinast hljóma þegar þeim hefur verið breytt í hljóðbylgjur. „Það fallega við þetta er að við getum ekki bara séð alheiminn heldur getum við heyrt í honum,“ sagði Gaby Gonzalez, eðlisfræðingur og talsmaður LIGO, á blaðamannafundinum í gær. „Þyngdarbylgjur gera okkur kleift að horfa á heiminn í algerlega nýju ljósi. Möguleikinn á því að greina þær getur valdið byltingu í stjarnvísindum,“ hefur BBC eftir stjarneðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem meðal annars er einn helsti höfundur hugmyndarinnar um svarthol. Tengdar fréttir Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Sáu þyngdarbylgjurnar á meðan þeir fylgdust með samruna tveggja svarthola sem átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. 11. febrúar 2016 16:28 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Vísindamenn hafa í fyrsta sinn greint þyngdarbylgjur í alheiminum og þar með staðfest einn mikilvægasta þáttinn í hinni almennu afstæðiskenningu Alberts Einstein frá árinu 1916. „Það hefði verið yndislegt að fylgjast með svipbrigðum Einsteins ef við hefðum getað sagt honum frá þessu,“ sagði eðlisfræðingurinn Rainer Weiss, einn vísindamannanna sem kynntu uppgötvunina á blaðamannafundi í Washington í gær. Það voru vísindamenn við LIGO-rannsóknarstöðina í Bandaríkjunum sem fyrstir allra sáu ótvíræð merki um þyngdarbylgjur. Heiti stöðvarinnar, LIGO, stendur fyrir Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory. Hún var sett upp árið 1992 í þeim tilgangi að greina þyngdarbylgjur og er með greiningarstöðvar á tveimur stöðum í Bandaríkjunum, í Hanford í Washingtonríki og Livingston í Louisiana.Sjá einnig: Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Þrjú þúsund kílómetrar eru á milli greiningarstöðvanna, en fjarlægðin er nauðsynleg til að greina þyngdarbylgjur. Í undirbúningi eru fleiri greiningarstöðvar, ein í Evrópu, önnur í Japan og sú þriðja á Indlandi, sem eiga að gera greininguna nákvæmari. Þyngdarbylgjunemarnir í Hanford og Livingston voru settir í gang í september síðastliðnum. Stuttu síðar greindust fyrstu merkin um þyngdarbylgjur, sem vísindamennirnir segja að hafi borist frá tveimur svartholum sem snerust hvort um annað og enduðu á því að sogast saman í eitt svarthol. Þetta er þar með líka í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa séð merki um að tvö svarthol sameinist í eitt. Sá atburður, sem stóð yfir aðeins í brot af sekúndu, varð svo öflugur að orkan frá honum varð meiri en orkan af ljósi allra stjarna alheimsins samtímis, á sama tíma og svartholin soguðust saman í eitt. „Þessi orka sendir frá sér lokakipp af þyngdarbylgjum. Það eru þessar þyngdarbylgjur sem LIGO hefur numið,“ segir í fréttatilkynningu frá LIGO. Á blaðamannafundinum í Washington í gær spiluðu vísindamennirnir jafnframt hljóðupptöku, þar sem heyra mátti hvernig þyngdarbylgjurnar frá svartholunum sem sameinast hljóma þegar þeim hefur verið breytt í hljóðbylgjur. „Það fallega við þetta er að við getum ekki bara séð alheiminn heldur getum við heyrt í honum,“ sagði Gaby Gonzalez, eðlisfræðingur og talsmaður LIGO, á blaðamannafundinum í gær. „Þyngdarbylgjur gera okkur kleift að horfa á heiminn í algerlega nýju ljósi. Möguleikinn á því að greina þær getur valdið byltingu í stjarnvísindum,“ hefur BBC eftir stjarneðlisfræðingnum Stephen Hawking, sem meðal annars er einn helsti höfundur hugmyndarinnar um svarthol.
Tengdar fréttir Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Sáu þyngdarbylgjurnar á meðan þeir fylgdust með samruna tveggja svarthola sem átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. 11. febrúar 2016 16:28 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Sáu þyngdarbylgjurnar á meðan þeir fylgdust með samruna tveggja svarthola sem átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. 11. febrúar 2016 16:28