Fótbolti

Neymar: Ég átti að fá boltann en ekki Suárez

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
MSN-tríóið ógurlega.
MSN-tríóið ógurlega. vísir/getty
Barcelona rústaði Celta Vigo, 6-1, þegar liðin mættust í spænsku 1. deildinni í gær.



Staðan var 1-1 í hálfleik en í seinni hálfleik fóru Börsungar á kostum og skoruðu fimm mörk.

Fjórða mark mark Barcelona í leiknum verður lengi í minnum haft. Á 81. mínútu fengu Spánarmeistararnir vítaspyrnu en í stað þess að skjóta renndi Lionel Messi boltanum til hliðar á Luis Suárez sem skoraði sitt þriðja mark.

Að sögn Neymars var sendingin hins vegar ætluð honum en ekki Suárez.

„Ég átti að fá boltann, við vorum búnir að æfa þetta fyrirfram. Við Messi æfðum þetta en Suárez var nær og hann skoraði,“ sagði Neymar eftir leikinn en hann skoraði sjötta og síðasta mark Barcelona í uppbótartíma.

„Vinátta okkar er aðalatriðið. Það skiptir ekki máli hver skorar svo lengi sem við vinnum leikina,“ bætti Brasilíumaðurinn við.

Markið ótrúlega má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×