Faðir Einars Arnar: „Gætir þú fyrirgefið einhverjum manni sem hefði myrt barnið þitt?“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. janúar 2016 18:30 Faðir Einars Arnar Birgissonar segir ekki tímabært að morðingi sonar hans endurheimti málflutningsréttindi sín. Gera þurfi greinarmun á alvarleika brota í því samhengi. Fjölskylda Einars mun á næstunni senda yfirlýsingu til lögmannafélagsins þar sem þau ætla að lýsa áhyggjum sínum af málinu. Kastljós greindi frá því í gærkvöldi að Atla Helgasyni hefði verið veitt uppreist æru af innanríkisráðuneytinu. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni og sat inni í tíu ár. Hann hefur síðan þá starfað á lögmannstofu í Kópavogi en sækir nú um að fá málfutningsréttindi sín aftur. „Maður skilur það vel að sumir ná að fara í fangelsi og ná að verða betri menn og til þess er ætlast,“ segir Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar. „En ég sé ekki að það sé kominn tími á að hann fái þessi réttindi nú þegar. Mér finnst þetta ekki tímabært. Þó ég sé ekki kunnugur lögum í þessum málum, þá finnst mér að það þurfi að gera greinarmun á alvarleika málanna.“Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar.VísirFjölskyldan efast um að Atli uppfylli kröfur til að endurheimta málflutningsréttindi. Þau munu á næstu dögum senda bréf til lögmannafélagsins vegna málsins. „Þegar við heyrðum viðtal við formann Lögmannafélagsins í gær, þá kom fram að Atli hefði þurft að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að þeir myndu samþykkja hann aftur,“ segir Birgir Örn. „Við teljum að enginn þeirra punkta sem þar komu fram eigi við. Við sjáum ekki í fljótu bragði að þetta sé að fara að ganga einn, tveir og þrír.“ Málið er eitt umtalaðasta sakamál síðari ára og vakti mikinn óhug, meðal annars vegna þess að Atli tók virkan þátt í leitinni að Einari og mætti í minningarathöfn um hann áður en hann játaði að hafa orðið honum að bana.Hafið þið fyrirgefið honum?„Ekki ég og ég á ekki von á því að börnin mín hafi fyrirgefið honum neitt,“ segir Birgir Örn. „Ég vil samt taka það skýrt fram að við erum ekki að þjást af verulegri heift eða reiði. Við erum að reyna að horfa skynsamlega á málin en ég myndi bara spyrja til baka, gætir þú fyrirgefið einhverjum manni sem hefði myrt barnið þitt?“ Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Faðir Einars Arnar Birgissonar segir ekki tímabært að morðingi sonar hans endurheimti málflutningsréttindi sín. Gera þurfi greinarmun á alvarleika brota í því samhengi. Fjölskylda Einars mun á næstunni senda yfirlýsingu til lögmannafélagsins þar sem þau ætla að lýsa áhyggjum sínum af málinu. Kastljós greindi frá því í gærkvöldi að Atla Helgasyni hefði verið veitt uppreist æru af innanríkisráðuneytinu. Hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir morðið á Einari Erni Birgissyni og sat inni í tíu ár. Hann hefur síðan þá starfað á lögmannstofu í Kópavogi en sækir nú um að fá málfutningsréttindi sín aftur. „Maður skilur það vel að sumir ná að fara í fangelsi og ná að verða betri menn og til þess er ætlast,“ segir Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar. „En ég sé ekki að það sé kominn tími á að hann fái þessi réttindi nú þegar. Mér finnst þetta ekki tímabært. Þó ég sé ekki kunnugur lögum í þessum málum, þá finnst mér að það þurfi að gera greinarmun á alvarleika málanna.“Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar.VísirFjölskyldan efast um að Atli uppfylli kröfur til að endurheimta málflutningsréttindi. Þau munu á næstu dögum senda bréf til lögmannafélagsins vegna málsins. „Þegar við heyrðum viðtal við formann Lögmannafélagsins í gær, þá kom fram að Atli hefði þurft að uppfylla ákveðin skilyrði til þess að þeir myndu samþykkja hann aftur,“ segir Birgir Örn. „Við teljum að enginn þeirra punkta sem þar komu fram eigi við. Við sjáum ekki í fljótu bragði að þetta sé að fara að ganga einn, tveir og þrír.“ Málið er eitt umtalaðasta sakamál síðari ára og vakti mikinn óhug, meðal annars vegna þess að Atli tók virkan þátt í leitinni að Einari og mætti í minningarathöfn um hann áður en hann játaði að hafa orðið honum að bana.Hafið þið fyrirgefið honum?„Ekki ég og ég á ekki von á því að börnin mín hafi fyrirgefið honum neitt,“ segir Birgir Örn. „Ég vil samt taka það skýrt fram að við erum ekki að þjást af verulegri heift eða reiði. Við erum að reyna að horfa skynsamlega á málin en ég myndi bara spyrja til baka, gætir þú fyrirgefið einhverjum manni sem hefði myrt barnið þitt?“
Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19 Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55 Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48
Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19
Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Í kjölfar þess að Atli Helgason fékk uppreist æru lagði hann inn beiðni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi að nýju. Ekkert er þó fast í hendi varðandi það hvort fallist verði á beiðnina. 19. janúar 2016 13:55
Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00