Suu Kyi komin til valda í Mjanmar Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Aung San Suu Kyi Vísir/EPA Eitt fyrsta verk nýkjörins þings í Mjanmar, sem einnig hefur verið nefnt Búrma, verður að kjósa nýjan forseta til næstu fimm ára. Herinn hefur farið að mestu með öll völd í landinu frá árinu 1960 þangað til kosið var til þings í nóvember síðastliðnum. Þá vann Lýðræðisfylkingin, flokkur Nóbelsverðlaunahafns Aung San Suu Kyi, yfirburða sigur. Þetta tryggir að ekki verður hægt að velja forseta nema með stuðningi flokksins. Herinn fékk sjálfkrafa 25 prósent þingsæta, vegna stjórnarskrárákvæðis þar um, en Lýðræðisfylkingin er með öruggan meirihluta í báðum deildum þingsins. Aung San Suu Kyi getur hins vegar ekki orðið forseti vegna þess að hún á tvo fullorðna syni sem báðir eru breskir ríkisborgarar eins og faðir þeirra var, en hann lést árið 1999. Samkvæmt stjórnarskrá landsins mega forseti landsins, maki hans eða afkomendur, ekki vera erlendir ríkisborgarar. Suu Kyi ræddi ekkert við blaðamenn á fyrsta degi þingsins, en hún hefur áður sagt að sjálf muni hún fara með stjórn landsins í reynd á kjörtímabilinu þótt hún geti ekki orðið forseti. Vegna þingmeirihluta flokksins muni hún í reynd standa ofar forsetanum að völdum: „Ég mun taka allar ákvarðanirnar,” sagði hún í viðtali við breska útvarpið BBC í nóvember. Búist er við að á allra næstu vikum muni hún skýra frá því, hver verði forsetaefni flokksins. Herforinginn Thein Sein hefur verið forseti frá árinu 2011, en hann er talinn hafa átt stóran þátt í þeirri lýðræðisþróun sem orðið hefur eftir að hann tók við. Hann lætur formlega af embætti 1. mars næstkomandi. Suu Kyi vann stórsigur ásamt flokki sínum í þingkosningum árið 1990, en herforingjastjórnin tók ekki mark á niðurstöðum þeirra kosninga. Hún sat eftir það í stofufangelsi meira og minna til ársins 2010, með nokkrum hléum þó en samtals í fimmtán ár. Flestir þingmennirnir eru að setjast á þing í fyrsta sinn. AFP fréttastofan ræddi við einn þeirra, Nyein Thit, sem situr á þingi fyrir Lýðræðisfylkinguna: „Við munum vinna að mannréttum og lýðræði ásamt friði,” sagði hann. „Við höfum verið að berjast fyrir lýðræði frá árinu 1988,” hefur breska dagblaðið eftir U Win Htein, talsmanni flokksins. „Við höfum gengið í gegnum miklar þjáningar en nú sjáum við niðurstöðuna og ávöxtinn af þjáningum okkar. Þetta er falleg byrjun.” Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Eitt fyrsta verk nýkjörins þings í Mjanmar, sem einnig hefur verið nefnt Búrma, verður að kjósa nýjan forseta til næstu fimm ára. Herinn hefur farið að mestu með öll völd í landinu frá árinu 1960 þangað til kosið var til þings í nóvember síðastliðnum. Þá vann Lýðræðisfylkingin, flokkur Nóbelsverðlaunahafns Aung San Suu Kyi, yfirburða sigur. Þetta tryggir að ekki verður hægt að velja forseta nema með stuðningi flokksins. Herinn fékk sjálfkrafa 25 prósent þingsæta, vegna stjórnarskrárákvæðis þar um, en Lýðræðisfylkingin er með öruggan meirihluta í báðum deildum þingsins. Aung San Suu Kyi getur hins vegar ekki orðið forseti vegna þess að hún á tvo fullorðna syni sem báðir eru breskir ríkisborgarar eins og faðir þeirra var, en hann lést árið 1999. Samkvæmt stjórnarskrá landsins mega forseti landsins, maki hans eða afkomendur, ekki vera erlendir ríkisborgarar. Suu Kyi ræddi ekkert við blaðamenn á fyrsta degi þingsins, en hún hefur áður sagt að sjálf muni hún fara með stjórn landsins í reynd á kjörtímabilinu þótt hún geti ekki orðið forseti. Vegna þingmeirihluta flokksins muni hún í reynd standa ofar forsetanum að völdum: „Ég mun taka allar ákvarðanirnar,” sagði hún í viðtali við breska útvarpið BBC í nóvember. Búist er við að á allra næstu vikum muni hún skýra frá því, hver verði forsetaefni flokksins. Herforinginn Thein Sein hefur verið forseti frá árinu 2011, en hann er talinn hafa átt stóran þátt í þeirri lýðræðisþróun sem orðið hefur eftir að hann tók við. Hann lætur formlega af embætti 1. mars næstkomandi. Suu Kyi vann stórsigur ásamt flokki sínum í þingkosningum árið 1990, en herforingjastjórnin tók ekki mark á niðurstöðum þeirra kosninga. Hún sat eftir það í stofufangelsi meira og minna til ársins 2010, með nokkrum hléum þó en samtals í fimmtán ár. Flestir þingmennirnir eru að setjast á þing í fyrsta sinn. AFP fréttastofan ræddi við einn þeirra, Nyein Thit, sem situr á þingi fyrir Lýðræðisfylkinguna: „Við munum vinna að mannréttum og lýðræði ásamt friði,” sagði hann. „Við höfum verið að berjast fyrir lýðræði frá árinu 1988,” hefur breska dagblaðið eftir U Win Htein, talsmanni flokksins. „Við höfum gengið í gegnum miklar þjáningar en nú sjáum við niðurstöðuna og ávöxtinn af þjáningum okkar. Þetta er falleg byrjun.”
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila