Suu Kyi komin til valda í Mjanmar Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Aung San Suu Kyi Vísir/EPA Eitt fyrsta verk nýkjörins þings í Mjanmar, sem einnig hefur verið nefnt Búrma, verður að kjósa nýjan forseta til næstu fimm ára. Herinn hefur farið að mestu með öll völd í landinu frá árinu 1960 þangað til kosið var til þings í nóvember síðastliðnum. Þá vann Lýðræðisfylkingin, flokkur Nóbelsverðlaunahafns Aung San Suu Kyi, yfirburða sigur. Þetta tryggir að ekki verður hægt að velja forseta nema með stuðningi flokksins. Herinn fékk sjálfkrafa 25 prósent þingsæta, vegna stjórnarskrárákvæðis þar um, en Lýðræðisfylkingin er með öruggan meirihluta í báðum deildum þingsins. Aung San Suu Kyi getur hins vegar ekki orðið forseti vegna þess að hún á tvo fullorðna syni sem báðir eru breskir ríkisborgarar eins og faðir þeirra var, en hann lést árið 1999. Samkvæmt stjórnarskrá landsins mega forseti landsins, maki hans eða afkomendur, ekki vera erlendir ríkisborgarar. Suu Kyi ræddi ekkert við blaðamenn á fyrsta degi þingsins, en hún hefur áður sagt að sjálf muni hún fara með stjórn landsins í reynd á kjörtímabilinu þótt hún geti ekki orðið forseti. Vegna þingmeirihluta flokksins muni hún í reynd standa ofar forsetanum að völdum: „Ég mun taka allar ákvarðanirnar,” sagði hún í viðtali við breska útvarpið BBC í nóvember. Búist er við að á allra næstu vikum muni hún skýra frá því, hver verði forsetaefni flokksins. Herforinginn Thein Sein hefur verið forseti frá árinu 2011, en hann er talinn hafa átt stóran þátt í þeirri lýðræðisþróun sem orðið hefur eftir að hann tók við. Hann lætur formlega af embætti 1. mars næstkomandi. Suu Kyi vann stórsigur ásamt flokki sínum í þingkosningum árið 1990, en herforingjastjórnin tók ekki mark á niðurstöðum þeirra kosninga. Hún sat eftir það í stofufangelsi meira og minna til ársins 2010, með nokkrum hléum þó en samtals í fimmtán ár. Flestir þingmennirnir eru að setjast á þing í fyrsta sinn. AFP fréttastofan ræddi við einn þeirra, Nyein Thit, sem situr á þingi fyrir Lýðræðisfylkinguna: „Við munum vinna að mannréttum og lýðræði ásamt friði,” sagði hann. „Við höfum verið að berjast fyrir lýðræði frá árinu 1988,” hefur breska dagblaðið eftir U Win Htein, talsmanni flokksins. „Við höfum gengið í gegnum miklar þjáningar en nú sjáum við niðurstöðuna og ávöxtinn af þjáningum okkar. Þetta er falleg byrjun.” Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Eitt fyrsta verk nýkjörins þings í Mjanmar, sem einnig hefur verið nefnt Búrma, verður að kjósa nýjan forseta til næstu fimm ára. Herinn hefur farið að mestu með öll völd í landinu frá árinu 1960 þangað til kosið var til þings í nóvember síðastliðnum. Þá vann Lýðræðisfylkingin, flokkur Nóbelsverðlaunahafns Aung San Suu Kyi, yfirburða sigur. Þetta tryggir að ekki verður hægt að velja forseta nema með stuðningi flokksins. Herinn fékk sjálfkrafa 25 prósent þingsæta, vegna stjórnarskrárákvæðis þar um, en Lýðræðisfylkingin er með öruggan meirihluta í báðum deildum þingsins. Aung San Suu Kyi getur hins vegar ekki orðið forseti vegna þess að hún á tvo fullorðna syni sem báðir eru breskir ríkisborgarar eins og faðir þeirra var, en hann lést árið 1999. Samkvæmt stjórnarskrá landsins mega forseti landsins, maki hans eða afkomendur, ekki vera erlendir ríkisborgarar. Suu Kyi ræddi ekkert við blaðamenn á fyrsta degi þingsins, en hún hefur áður sagt að sjálf muni hún fara með stjórn landsins í reynd á kjörtímabilinu þótt hún geti ekki orðið forseti. Vegna þingmeirihluta flokksins muni hún í reynd standa ofar forsetanum að völdum: „Ég mun taka allar ákvarðanirnar,” sagði hún í viðtali við breska útvarpið BBC í nóvember. Búist er við að á allra næstu vikum muni hún skýra frá því, hver verði forsetaefni flokksins. Herforinginn Thein Sein hefur verið forseti frá árinu 2011, en hann er talinn hafa átt stóran þátt í þeirri lýðræðisþróun sem orðið hefur eftir að hann tók við. Hann lætur formlega af embætti 1. mars næstkomandi. Suu Kyi vann stórsigur ásamt flokki sínum í þingkosningum árið 1990, en herforingjastjórnin tók ekki mark á niðurstöðum þeirra kosninga. Hún sat eftir það í stofufangelsi meira og minna til ársins 2010, með nokkrum hléum þó en samtals í fimmtán ár. Flestir þingmennirnir eru að setjast á þing í fyrsta sinn. AFP fréttastofan ræddi við einn þeirra, Nyein Thit, sem situr á þingi fyrir Lýðræðisfylkinguna: „Við munum vinna að mannréttum og lýðræði ásamt friði,” sagði hann. „Við höfum verið að berjast fyrir lýðræði frá árinu 1988,” hefur breska dagblaðið eftir U Win Htein, talsmanni flokksins. „Við höfum gengið í gegnum miklar þjáningar en nú sjáum við niðurstöðuna og ávöxtinn af þjáningum okkar. Þetta er falleg byrjun.”
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira