Innflutningur á ferskum kjötvörum auki hættu á sýklalyfjaónæmi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 20:15 Karl Kristinsson, yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, segir það mikið áhyggjuefni verði innflutningur á ferskum kjötvörum leyfður hingað til lands. Það muni auka líkur á því að sýklalyfjaónæmi berist til landsins. Í ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins sem skilað var í gær kemur fram að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku ófrosnu kjöti til Íslands standist ekki ákvæði EES samningsins. Á Íslandi þarf erlent kjöt að hafi verið fryst í þrjátíu daga áður en það er selt. Það gæti breyst á næstunni. „Ég hef áhyggjur af því. Einkum vegna þess að það mun væntanlega auka líkurnar á því að sýklaónæmi berist til landsins. Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag,“ segir Karl. Hann segir að ónæmið geti vissulega smitast með mönnum og fersku grænmeti en með innflutningi kjöts aukist líkurnar töluvert. „Það eykur ógnina. Ógnin er vissulega til staðar nú þegar, meðal annars með innflutningi á grænmeti frá útlöndum, en áhættan er náttúrlega mismikil eftir því hvaðan þessi matvæli koma,“ segir hann. Karl telur að það ætti ekki að leyfa innflutning á hráu kjöti þar sem hér sé ekki skimað sérstaklega fyrir fjölónæmum bakteríum eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. „Út frá lýðheilsusjónarmiði ætti ekki að gera það en ég veit að það þarf að taka inn fleiri sjónarmið en það og óraunhæft að gera ráð fyrir því. Hins vegar ef það er óheftur innflutningur þá eigum við að gera eitthvað um leið til þess að hindra og varna því að við fáum mikið af sýklalyfjaónæmum bakteríum til landsins. Sem eru jafnvel ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum,“ segir Karl Kristinsson. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira
Karl Kristinsson, yfirlæknir sýklafræðideildar Landspítalans, segir það mikið áhyggjuefni verði innflutningur á ferskum kjötvörum leyfður hingað til lands. Það muni auka líkur á því að sýklalyfjaónæmi berist til landsins. Í ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins sem skilað var í gær kemur fram að innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku ófrosnu kjöti til Íslands standist ekki ákvæði EES samningsins. Á Íslandi þarf erlent kjöt að hafi verið fryst í þrjátíu daga áður en það er selt. Það gæti breyst á næstunni. „Ég hef áhyggjur af því. Einkum vegna þess að það mun væntanlega auka líkurnar á því að sýklaónæmi berist til landsins. Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag,“ segir Karl. Hann segir að ónæmið geti vissulega smitast með mönnum og fersku grænmeti en með innflutningi kjöts aukist líkurnar töluvert. „Það eykur ógnina. Ógnin er vissulega til staðar nú þegar, meðal annars með innflutningi á grænmeti frá útlöndum, en áhættan er náttúrlega mismikil eftir því hvaðan þessi matvæli koma,“ segir hann. Karl telur að það ætti ekki að leyfa innflutning á hráu kjöti þar sem hér sé ekki skimað sérstaklega fyrir fjölónæmum bakteríum eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. „Út frá lýðheilsusjónarmiði ætti ekki að gera það en ég veit að það þarf að taka inn fleiri sjónarmið en það og óraunhæft að gera ráð fyrir því. Hins vegar ef það er óheftur innflutningur þá eigum við að gera eitthvað um leið til þess að hindra og varna því að við fáum mikið af sýklalyfjaónæmum bakteríum til landsins. Sem eru jafnvel ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum,“ segir Karl Kristinsson.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira