Kjör á AdaM Hótel langt undir lágmarkslaunum Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2016 15:03 Enn dökknar myndin yfir starfseminni sem rekin er á AdaM hótel við Skólavörðustíg. visir/brink Enn dökknar myndin yfir starfseminni sem rekin er á AdaM Hótel við Skólavörðustíg. Inni á Facebook-hópi sem ætlaður er Tékkum á Íslandi er að finna atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel. Auglýsingin, sem er frá 21. maí 2014, er á ensku en þar er óskað eftir starfsfólki frá Tékklandi, til að starfa í móttökunni og til að annast þrif á herbergjum. Lágmark er að ráða sig til árs og er unnið fimm daga vikunnar, tíu tíma vaktir. Launin eru sögð 1.480 Evrur á mánuði. Sé miðað við gengi þess tíma er um að ræða um 240 þúsund krónur á mánuði í laun. Í auglýsingunni kemur svo fram að starfskrafturinn megi eiga von á að fá 1.030 Evrur á mánuði eftir skatta og gjöld. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að þar sé í boði tékkneskur bjór, þannig að svo virðist sem eigendur AdaM Hótel hafi góð tengsl við Tékkland.Atvinnuauglýsingin frá AdaM sem finna má á Facebookhópi Tékka á Íslandi.Samkvæmt kjarasamningum sem gerðir voru í janúar 2014 voru lágmarkslaun hjá fólki innan VR og SA 214 þúsund krónur á mánuði. Er þar miðað við 171,5 vinnustundir í mánuði eða 39,5 stundir á viku. Auglýsingin hljóðar hins vegar upp á starfskraft sem er tilbúinn að vinna tíu tíma á dag eða sem svarar fimmtíu stundum á viku. Aukatímana 10,5 þarf að greiða sem yfirvinnu samkvæmt kjarasamningum og er þá miðað við 0,875% af dagvinnukaupi, þ.e. 1873 krónur á tímann eða tæplega 79 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaunin sem viðkomandi starfskraftur ætti því að eiga von á fyrir fimmtíu vinnustundir á viku eru tæplega 293 þúsund krónur. Þar munar rúmlega 50 þúsund krónum á þeim 240 þúsund krónum sem boðnar voru mögulegum starfskrafti.Víða pottur brotinn Í samtali við tékkneskan mann, sem ekki vildi láta nafns síns getið, er víðar pottur brotinn í hótelgeiranum en á AdaM Hótel, hvað þetta varðar. Reyndar hló heimildarmaður Vísis og sagði þetta alsiða að greiða lág laun í ferðaþjónustunni. Þetta væri bara toppurinn á þeim ísjaka. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enn ekki tekist að ná tali af Ragnari Guðmundssyni hótelstjóra á AdaM Hótel.Uppfært klukkan 16:10Fréttin hefur verið uppfærð með nákvæmari útreikningi og samanburði á lágmarkslaunum og þeim kjörum sem mögulegum starfskrafti var boðið á hótelinu. Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Enn dökknar myndin yfir starfseminni sem rekin er á AdaM Hótel við Skólavörðustíg. Inni á Facebook-hópi sem ætlaður er Tékkum á Íslandi er að finna atvinnuauglýsingu frá AdaM Hótel. Auglýsingin, sem er frá 21. maí 2014, er á ensku en þar er óskað eftir starfsfólki frá Tékklandi, til að starfa í móttökunni og til að annast þrif á herbergjum. Lágmark er að ráða sig til árs og er unnið fimm daga vikunnar, tíu tíma vaktir. Launin eru sögð 1.480 Evrur á mánuði. Sé miðað við gengi þess tíma er um að ræða um 240 þúsund krónur á mánuði í laun. Í auglýsingunni kemur svo fram að starfskrafturinn megi eiga von á að fá 1.030 Evrur á mánuði eftir skatta og gjöld. Í frétt Vísis frá því fyrr í dag er greint frá því að þar sé í boði tékkneskur bjór, þannig að svo virðist sem eigendur AdaM Hótel hafi góð tengsl við Tékkland.Atvinnuauglýsingin frá AdaM sem finna má á Facebookhópi Tékka á Íslandi.Samkvæmt kjarasamningum sem gerðir voru í janúar 2014 voru lágmarkslaun hjá fólki innan VR og SA 214 þúsund krónur á mánuði. Er þar miðað við 171,5 vinnustundir í mánuði eða 39,5 stundir á viku. Auglýsingin hljóðar hins vegar upp á starfskraft sem er tilbúinn að vinna tíu tíma á dag eða sem svarar fimmtíu stundum á viku. Aukatímana 10,5 þarf að greiða sem yfirvinnu samkvæmt kjarasamningum og er þá miðað við 0,875% af dagvinnukaupi, þ.e. 1873 krónur á tímann eða tæplega 79 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaunin sem viðkomandi starfskraftur ætti því að eiga von á fyrir fimmtíu vinnustundir á viku eru tæplega 293 þúsund krónur. Þar munar rúmlega 50 þúsund krónum á þeim 240 þúsund krónum sem boðnar voru mögulegum starfskrafti.Víða pottur brotinn Í samtali við tékkneskan mann, sem ekki vildi láta nafns síns getið, er víðar pottur brotinn í hótelgeiranum en á AdaM Hótel, hvað þetta varðar. Reyndar hló heimildarmaður Vísis og sagði þetta alsiða að greiða lág laun í ferðaþjónustunni. Þetta væri bara toppurinn á þeim ísjaka. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enn ekki tekist að ná tali af Ragnari Guðmundssyni hótelstjóra á AdaM Hótel.Uppfært klukkan 16:10Fréttin hefur verið uppfærð með nákvæmari útreikningi og samanburði á lágmarkslaunum og þeim kjörum sem mögulegum starfskrafti var boðið á hótelinu.
Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 „Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Atli Steinn gefur AdaM hótel sín bestu meðmæli. 9. febrúar 2016 13:33
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08