Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Jakob Bjarnar og Erla Björk Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 12:08 Ýmsar athugasemdir hafa komið upp á yfirborðið hvað varðar reksturinn á Adam Hótel. visir/Anton Brink Skömmu áður en forvígismenn Hótel AdaM við Skólavörðustíg tóku Facebooksíðu sína niður mátti finna þar athyglisvert bjórtilboð, þar sem 50CL tékkneskur bjór var auglýstur á aðeins 1.200 krónur tvær dósir: „!! WE HAVE SPECIAL OFFER OF CZECH BEERS in our new coffee shop Coffee 4 You !! HAPPY HOUR 17:00 – 20:00 1 CZECH BEERS 50CL. for 1200 ISK only“ Og með fylgir broskall.Svarar ekki fyrirspurnumVið þessa athugasemd, sem er frá í október hefur einn maður skrifað: „Cool“, en sá heitir Ragnar Guðmundsson, sem er einmitt maðurinn sem Vísir hefur verið að ná í vegna frétta af tilkynningar til hótelgesta þar sem varað er við kranavatninu og gestum bent á að til sé vatn á plastflöskum, merktar hótelinu, á 400 krónur.Vísir greindi frá málinu í gær og vakti það mikla athygli. En, fyrir liggur að Tékkar framleiða einhvern besta bjór sem um getur. Ef rýnt er í myndina er um að ræða bjórtegundir sem ekki eru vel þekktar hér á landi: Zubr, Holba og [?] itovel, samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR eru þetta ekki bjórtegundir sem áfengisverslun ríkisins flytur inn. Svo virðist sem þetta sé þá bjór sem hótelið hefur keypt af sjálfstæðum byrgjum eða flutt inn sjálft.Bjórtegundirnar eru ekki mjög kunnuglegar, sem í boði eru á Hótel AdaM, á sérstöku tilboði. Sex hundruð krónur fyrir baukinn, aðeins.Um allt þetta er erfitt að segja því Ragnar hefur ekki svarað fyrirspurnum, en samkvæmt upplýsingum úr móttöku hótelsins í gær er hann staddur erlendis og ekki með síma. Var bent á að hafa mætti samband við hann í gegnum tölvupóst.Neytendastofa komin með málið á sitt borð Þórunn Anna Árnadóttir, sviðstjóri neytendaréttarsviðs hjá neytendastofu, segir málið vera komið á sitt borð. „Við erum búin að fá ábendingu um þetta mál og höfum sent fyrirspurn til hótelsins þar sem við óskum eftir upplýsingum um hvernig standi á þessum merkingum.Neytendastofa hefur áhuga á að vita hvað sé í gangi með vatnið á Hótel AdaM, en frétt Vísis í gær um að gestir væru varaðir við kranavatninu á Skólavörðustíg, vakti mikla athygli.?Þegar grunur er um að það séu villandi eða rangar upplýsingar, þá óskum við eftir svörum frá þeim sem gefa upplýsingarnar. Allar upplýsingar eiga að vera réttar sem er verið að gefa neytendum. Sérstaklega þegar verið er að hafa áhrif á þá til að kaupa vöru eða þjónustu.“ Þórunn segist ekki hafa fundið fyrir fjölgun mála sem snúa að ferðamönnum - þar sem reynt er að svindla á þeim eða plata þá. „Við höfum ekki fengið mikið af ábendingum. Það er þá helst ábendingar um að verð sé að hækka óeðlilega mikið – en það í sjálfu sér fellur ekki undir okkar valdsvíð svo við höfum lítið getað gert í því.“ Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Skömmu áður en forvígismenn Hótel AdaM við Skólavörðustíg tóku Facebooksíðu sína niður mátti finna þar athyglisvert bjórtilboð, þar sem 50CL tékkneskur bjór var auglýstur á aðeins 1.200 krónur tvær dósir: „!! WE HAVE SPECIAL OFFER OF CZECH BEERS in our new coffee shop Coffee 4 You !! HAPPY HOUR 17:00 – 20:00 1 CZECH BEERS 50CL. for 1200 ISK only“ Og með fylgir broskall.Svarar ekki fyrirspurnumVið þessa athugasemd, sem er frá í október hefur einn maður skrifað: „Cool“, en sá heitir Ragnar Guðmundsson, sem er einmitt maðurinn sem Vísir hefur verið að ná í vegna frétta af tilkynningar til hótelgesta þar sem varað er við kranavatninu og gestum bent á að til sé vatn á plastflöskum, merktar hótelinu, á 400 krónur.Vísir greindi frá málinu í gær og vakti það mikla athygli. En, fyrir liggur að Tékkar framleiða einhvern besta bjór sem um getur. Ef rýnt er í myndina er um að ræða bjórtegundir sem ekki eru vel þekktar hér á landi: Zubr, Holba og [?] itovel, samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR eru þetta ekki bjórtegundir sem áfengisverslun ríkisins flytur inn. Svo virðist sem þetta sé þá bjór sem hótelið hefur keypt af sjálfstæðum byrgjum eða flutt inn sjálft.Bjórtegundirnar eru ekki mjög kunnuglegar, sem í boði eru á Hótel AdaM, á sérstöku tilboði. Sex hundruð krónur fyrir baukinn, aðeins.Um allt þetta er erfitt að segja því Ragnar hefur ekki svarað fyrirspurnum, en samkvæmt upplýsingum úr móttöku hótelsins í gær er hann staddur erlendis og ekki með síma. Var bent á að hafa mætti samband við hann í gegnum tölvupóst.Neytendastofa komin með málið á sitt borð Þórunn Anna Árnadóttir, sviðstjóri neytendaréttarsviðs hjá neytendastofu, segir málið vera komið á sitt borð. „Við erum búin að fá ábendingu um þetta mál og höfum sent fyrirspurn til hótelsins þar sem við óskum eftir upplýsingum um hvernig standi á þessum merkingum.Neytendastofa hefur áhuga á að vita hvað sé í gangi með vatnið á Hótel AdaM, en frétt Vísis í gær um að gestir væru varaðir við kranavatninu á Skólavörðustíg, vakti mikla athygli.?Þegar grunur er um að það séu villandi eða rangar upplýsingar, þá óskum við eftir svörum frá þeim sem gefa upplýsingarnar. Allar upplýsingar eiga að vera réttar sem er verið að gefa neytendum. Sérstaklega þegar verið er að hafa áhrif á þá til að kaupa vöru eða þjónustu.“ Þórunn segist ekki hafa fundið fyrir fjölgun mála sem snúa að ferðamönnum - þar sem reynt er að svindla á þeim eða plata þá. „Við höfum ekki fengið mikið af ábendingum. Það er þá helst ábendingar um að verð sé að hækka óeðlilega mikið – en það í sjálfu sér fellur ekki undir okkar valdsvíð svo við höfum lítið getað gert í því.“
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54