Flóttamenn styrkja efnahag þeirra sem taka við flestum Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. janúar 2016 06:00 Aeham Ahmad er Palestínumaður frá Sýrlandi, verðlaunaður píanóleikari og tekur þarna þátt í mótmælum við aðallestarstöðina í Köln, sem efnt var til 16. janúar undir yfirskriftinni: Sýrlenskir flóttamenn andmæla árásunum í Köln. Fréttablaðið/EPA Flóttamannastraumurinn til Evrópu mun að öllum líkindum styrkja efnahag Evrópuríkjanna, einkum þeirra sem taka við flestum flóttamönnum: Þýskalands, Svíþjóðar og Austurríkis. Þetta er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefur tekið saman ítarlega skýrslu um áhrif innflytjenda á efnahag Evrópuríkja. „Til skemmri tíma hafa aukin ríkisútgjöld lítillega jákvæð áhrif á þjóðarframleiðsluna, einkum í helstu áfangalöndunum, Þýskalandi, Svíþjóð og Austurríki,“ segir í samantekt skýrslunnar. „Til lengri tíma litið getur fjölgun í vinnuafli haft varanlegri áhrif á hagvöxt og opinber fjármál, en það fer eftir því hve hratt og með hve árangursríkum hætti flóttamenn aðlagast vinnumarkaðnum.“ Lykillinn að góðri aðlögun felst, að mati sjóðsins, í því að auðvelda flóttafólkinu aðgang að vinnumarkaðnum, til dæmis með því að ríkið greiði atvinnurekendum launagreiðslustyrki og með því að gera flóttafólki kleift að vinna á meðan beðið er eftir afgreiðslu hælisumsókna. „Þótt innlent launafólk hafi oft réttmætar áhyggjur af áhrifum innflytjenda á laun og atvinnu, þá sýnir fyrri reynsla að öll neikvæð áhrif eru bæði takmörkuð og tímabundin,“ segir í skýrslunni. Fyrstu tíu mánuði ársins 2015 sóttu nærri milljón flóttamenn um hæli í Evrópusambandslöndunum, sem er helmingi meira en árið 2014. Þá kom meira en 1,1 milljón flóttamanna til Þýskalands á árinu 2015. Í skýrslunni kemur fram að ríkisútgjöld vegna flóttafólks hafi verið að meðaltali um 0,14 prósent af þjóðarframleiðslu í ríkjum Evrópusambandsins á árinu 2015, og muni líklega verða um 0,22 prósent árið 2016. Mest eru útgjöldin úr ríkissjóði Svíþjóðar, hálft prósent á árinu 2015 og líklega eitt prósent á árinu 2016. Í skýrslunni segir að starfsmenn AGS hafi gert sérstaka úttekt á því hvernig innflytjendum hafi farnast á vinnumarkaði í Þýskalandi undanfarin 40 ár. Þar kemur í ljós að verulegur launamunur er á fólki eftir því hvort það er innfæddir Þjóðverjar eða innflytjendur. Munurinn er mestur, eða um 20 prósent, fyrst eftir að innflytjendurnir koma til Þýskalands en fer svo jafnt og þétt minnkandi, um eitt prósent á ári, en hverfur aldrei alveg. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Flóttamannastraumurinn til Evrópu mun að öllum líkindum styrkja efnahag Evrópuríkjanna, einkum þeirra sem taka við flestum flóttamönnum: Þýskalands, Svíþjóðar og Austurríkis. Þetta er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefur tekið saman ítarlega skýrslu um áhrif innflytjenda á efnahag Evrópuríkja. „Til skemmri tíma hafa aukin ríkisútgjöld lítillega jákvæð áhrif á þjóðarframleiðsluna, einkum í helstu áfangalöndunum, Þýskalandi, Svíþjóð og Austurríki,“ segir í samantekt skýrslunnar. „Til lengri tíma litið getur fjölgun í vinnuafli haft varanlegri áhrif á hagvöxt og opinber fjármál, en það fer eftir því hve hratt og með hve árangursríkum hætti flóttamenn aðlagast vinnumarkaðnum.“ Lykillinn að góðri aðlögun felst, að mati sjóðsins, í því að auðvelda flóttafólkinu aðgang að vinnumarkaðnum, til dæmis með því að ríkið greiði atvinnurekendum launagreiðslustyrki og með því að gera flóttafólki kleift að vinna á meðan beðið er eftir afgreiðslu hælisumsókna. „Þótt innlent launafólk hafi oft réttmætar áhyggjur af áhrifum innflytjenda á laun og atvinnu, þá sýnir fyrri reynsla að öll neikvæð áhrif eru bæði takmörkuð og tímabundin,“ segir í skýrslunni. Fyrstu tíu mánuði ársins 2015 sóttu nærri milljón flóttamenn um hæli í Evrópusambandslöndunum, sem er helmingi meira en árið 2014. Þá kom meira en 1,1 milljón flóttamanna til Þýskalands á árinu 2015. Í skýrslunni kemur fram að ríkisútgjöld vegna flóttafólks hafi verið að meðaltali um 0,14 prósent af þjóðarframleiðslu í ríkjum Evrópusambandsins á árinu 2015, og muni líklega verða um 0,22 prósent árið 2016. Mest eru útgjöldin úr ríkissjóði Svíþjóðar, hálft prósent á árinu 2015 og líklega eitt prósent á árinu 2016. Í skýrslunni segir að starfsmenn AGS hafi gert sérstaka úttekt á því hvernig innflytjendum hafi farnast á vinnumarkaði í Þýskalandi undanfarin 40 ár. Þar kemur í ljós að verulegur launamunur er á fólki eftir því hvort það er innfæddir Þjóðverjar eða innflytjendur. Munurinn er mestur, eða um 20 prósent, fyrst eftir að innflytjendurnir koma til Þýskalands en fer svo jafnt og þétt minnkandi, um eitt prósent á ári, en hverfur aldrei alveg.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira