Flóttamenn styrkja efnahag þeirra sem taka við flestum Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. janúar 2016 06:00 Aeham Ahmad er Palestínumaður frá Sýrlandi, verðlaunaður píanóleikari og tekur þarna þátt í mótmælum við aðallestarstöðina í Köln, sem efnt var til 16. janúar undir yfirskriftinni: Sýrlenskir flóttamenn andmæla árásunum í Köln. Fréttablaðið/EPA Flóttamannastraumurinn til Evrópu mun að öllum líkindum styrkja efnahag Evrópuríkjanna, einkum þeirra sem taka við flestum flóttamönnum: Þýskalands, Svíþjóðar og Austurríkis. Þetta er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefur tekið saman ítarlega skýrslu um áhrif innflytjenda á efnahag Evrópuríkja. „Til skemmri tíma hafa aukin ríkisútgjöld lítillega jákvæð áhrif á þjóðarframleiðsluna, einkum í helstu áfangalöndunum, Þýskalandi, Svíþjóð og Austurríki,“ segir í samantekt skýrslunnar. „Til lengri tíma litið getur fjölgun í vinnuafli haft varanlegri áhrif á hagvöxt og opinber fjármál, en það fer eftir því hve hratt og með hve árangursríkum hætti flóttamenn aðlagast vinnumarkaðnum.“ Lykillinn að góðri aðlögun felst, að mati sjóðsins, í því að auðvelda flóttafólkinu aðgang að vinnumarkaðnum, til dæmis með því að ríkið greiði atvinnurekendum launagreiðslustyrki og með því að gera flóttafólki kleift að vinna á meðan beðið er eftir afgreiðslu hælisumsókna. „Þótt innlent launafólk hafi oft réttmætar áhyggjur af áhrifum innflytjenda á laun og atvinnu, þá sýnir fyrri reynsla að öll neikvæð áhrif eru bæði takmörkuð og tímabundin,“ segir í skýrslunni. Fyrstu tíu mánuði ársins 2015 sóttu nærri milljón flóttamenn um hæli í Evrópusambandslöndunum, sem er helmingi meira en árið 2014. Þá kom meira en 1,1 milljón flóttamanna til Þýskalands á árinu 2015. Í skýrslunni kemur fram að ríkisútgjöld vegna flóttafólks hafi verið að meðaltali um 0,14 prósent af þjóðarframleiðslu í ríkjum Evrópusambandsins á árinu 2015, og muni líklega verða um 0,22 prósent árið 2016. Mest eru útgjöldin úr ríkissjóði Svíþjóðar, hálft prósent á árinu 2015 og líklega eitt prósent á árinu 2016. Í skýrslunni segir að starfsmenn AGS hafi gert sérstaka úttekt á því hvernig innflytjendum hafi farnast á vinnumarkaði í Þýskalandi undanfarin 40 ár. Þar kemur í ljós að verulegur launamunur er á fólki eftir því hvort það er innfæddir Þjóðverjar eða innflytjendur. Munurinn er mestur, eða um 20 prósent, fyrst eftir að innflytjendurnir koma til Þýskalands en fer svo jafnt og þétt minnkandi, um eitt prósent á ári, en hverfur aldrei alveg. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Flóttamannastraumurinn til Evrópu mun að öllum líkindum styrkja efnahag Evrópuríkjanna, einkum þeirra sem taka við flestum flóttamönnum: Þýskalands, Svíþjóðar og Austurríkis. Þetta er mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefur tekið saman ítarlega skýrslu um áhrif innflytjenda á efnahag Evrópuríkja. „Til skemmri tíma hafa aukin ríkisútgjöld lítillega jákvæð áhrif á þjóðarframleiðsluna, einkum í helstu áfangalöndunum, Þýskalandi, Svíþjóð og Austurríki,“ segir í samantekt skýrslunnar. „Til lengri tíma litið getur fjölgun í vinnuafli haft varanlegri áhrif á hagvöxt og opinber fjármál, en það fer eftir því hve hratt og með hve árangursríkum hætti flóttamenn aðlagast vinnumarkaðnum.“ Lykillinn að góðri aðlögun felst, að mati sjóðsins, í því að auðvelda flóttafólkinu aðgang að vinnumarkaðnum, til dæmis með því að ríkið greiði atvinnurekendum launagreiðslustyrki og með því að gera flóttafólki kleift að vinna á meðan beðið er eftir afgreiðslu hælisumsókna. „Þótt innlent launafólk hafi oft réttmætar áhyggjur af áhrifum innflytjenda á laun og atvinnu, þá sýnir fyrri reynsla að öll neikvæð áhrif eru bæði takmörkuð og tímabundin,“ segir í skýrslunni. Fyrstu tíu mánuði ársins 2015 sóttu nærri milljón flóttamenn um hæli í Evrópusambandslöndunum, sem er helmingi meira en árið 2014. Þá kom meira en 1,1 milljón flóttamanna til Þýskalands á árinu 2015. Í skýrslunni kemur fram að ríkisútgjöld vegna flóttafólks hafi verið að meðaltali um 0,14 prósent af þjóðarframleiðslu í ríkjum Evrópusambandsins á árinu 2015, og muni líklega verða um 0,22 prósent árið 2016. Mest eru útgjöldin úr ríkissjóði Svíþjóðar, hálft prósent á árinu 2015 og líklega eitt prósent á árinu 2016. Í skýrslunni segir að starfsmenn AGS hafi gert sérstaka úttekt á því hvernig innflytjendum hafi farnast á vinnumarkaði í Þýskalandi undanfarin 40 ár. Þar kemur í ljós að verulegur launamunur er á fólki eftir því hvort það er innfæddir Þjóðverjar eða innflytjendur. Munurinn er mestur, eða um 20 prósent, fyrst eftir að innflytjendurnir koma til Þýskalands en fer svo jafnt og þétt minnkandi, um eitt prósent á ári, en hverfur aldrei alveg.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila