Innlent

Sýrlensku börnin kát í snjónum á Akureyri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Börnin renndu sér á sleða í snjónum á Akureyri í gær.
Börnin renndu sér á sleða í snjónum á Akureyri í gær. mynd/rauði krossinn

Það ríkti kátína og gleði hjá sýrlensku börnunum sem léku sér í snjónum á Akureyri í gær en þau eru hluti af hópi flóttamanna sem kom hingað til lands í vikunni.

Meðfylgjandi mynd birti Rauði krossinn á Facebook-síðu sinni í dag en þar segir að Rauði krossinn í Eyjafirði hafi boðið flóttafólkið frá Sýrlandi í mat í húsnæði sínu í gær, ásamt sjálfboðaliðum frá Rauða krossinum og fulltrúm Akureyrarbæjar. Þá voru einnig stuðningsfjölskyldur flóttafólksins á staðnum.

Alls voru 35 flóttamenn í hópnum sem kom hingað á þriðjudag. Um sex fjölskyldur er að ræða og setjast fjórar þeirra að á Akureyri og tvær í Kópavogi.

Rauði krossinn í Eyjafirði bauð flóttafólkið frá Sýrlandi í mat í húsnæði sínu í gær ásamt sjálfboðaliðum Rauða krossins...

Posted by Rauði krossinn on Thursday, 21 January 2016

Tengdar fréttir

Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna

Flóttafólk sem hingað er komið bjó í Beirút við ótryggar og erfiðar aðstæður. Börn á skólaaldri setjast í vetur í fyrsta sinn á skólabekk eftir langt hlé og eru óþreyjufull að hefja skólavistina.

Flóttabörnin örþreytt en glöð

Sex sýrlenskar fjölskyldur komu til Íslands í gær. Blaðamaður hitti fólkið í París og flaug með þeim til landsins. Þau voru glöð en óviss um hvað biði þeirra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.