„Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru“ Bjarki Ármannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. janúar 2016 17:25 Fyrsti hópur sýrlenskra flóttamanna sem boðin hefur verið búseta á Íslandi er kominn til landsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku á móti fólkinu í Leifsstöð en þau lentu á Keflavíkurflugvelli um klukkan hálffjögur í dag. Um er að ræða sex sýrlenskar fjölskyldur, þrettán fullorðna og 22 börn. Fólkið hefur fengið fylgd frá Líbanon en með þeim voru meðal annars starfsfólk utanríkisráðuneytisins og starfsmenn frá Rauða krossinum. Forsætisráðherra bauð fólkið velkomið í stuttu ávarpi og kynnti sig en sagði að ekki væri ætlast til þess að fólk lærði nafnið hans strax. Hann sagði mikinn áhuga meðal almennings hér á landi að fá að taka á móti flóttafólki og bætti við að þó að veðrið á Íslandi væri kalt um þessar mundir séu Íslendingar hlý þjóð. „Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru,“ sagði Sigmundur Davíð meðal annars.Vísir/Anton Brink23 úr hópnum eru á leið til Akureyrar og tólf í Kópavog. Fréttastofa ræddi við einn fjölskylduföður í hópnum, Khattab al Mohammed, en hann flúði ásamt konu sinni, börnum sínum sex og ömmu þeirra frá Sýrlandi árið 2012. Hann segir börn sín ekki hafa gengið í skóla frá þeim tíma. Viðtal við Khattab verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.Starfsfólk sendiráðsins okkar í París hitti í dag hóp sýrlenska flóttafólksins sem fær hæli á Akureyri og í Kópavogi. Hó...Posted by Utanríkisráðuneytið on 19. janúar 2016 Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Flóttamennirnir komnir til Parísar Sýrlensku flóttamennirnir 35 sem koma til landsins í dag voru þreytt en ánægð þegar þau komu til Parísar frá Beirút í morgun. 19. janúar 2016 11:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Fyrsti hópur sýrlenskra flóttamanna sem boðin hefur verið búseta á Íslandi er kominn til landsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku á móti fólkinu í Leifsstöð en þau lentu á Keflavíkurflugvelli um klukkan hálffjögur í dag. Um er að ræða sex sýrlenskar fjölskyldur, þrettán fullorðna og 22 börn. Fólkið hefur fengið fylgd frá Líbanon en með þeim voru meðal annars starfsfólk utanríkisráðuneytisins og starfsmenn frá Rauða krossinum. Forsætisráðherra bauð fólkið velkomið í stuttu ávarpi og kynnti sig en sagði að ekki væri ætlast til þess að fólk lærði nafnið hans strax. Hann sagði mikinn áhuga meðal almennings hér á landi að fá að taka á móti flóttafólki og bætti við að þó að veðrið á Íslandi væri kalt um þessar mundir séu Íslendingar hlý þjóð. „Við hlökkum til að fá ykkur í þennan litla en góða hóp sem Íslendingar eru,“ sagði Sigmundur Davíð meðal annars.Vísir/Anton Brink23 úr hópnum eru á leið til Akureyrar og tólf í Kópavog. Fréttastofa ræddi við einn fjölskylduföður í hópnum, Khattab al Mohammed, en hann flúði ásamt konu sinni, börnum sínum sex og ömmu þeirra frá Sýrlandi árið 2012. Hann segir börn sín ekki hafa gengið í skóla frá þeim tíma. Viðtal við Khattab verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.Starfsfólk sendiráðsins okkar í París hitti í dag hóp sýrlenska flóttafólksins sem fær hæli á Akureyri og í Kópavogi. Hó...Posted by Utanríkisráðuneytið on 19. janúar 2016
Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Flóttamennirnir komnir til Parísar Sýrlensku flóttamennirnir 35 sem koma til landsins í dag voru þreytt en ánægð þegar þau komu til Parísar frá Beirút í morgun. 19. janúar 2016 11:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30
Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45
Flóttamennirnir komnir til Parísar Sýrlensku flóttamennirnir 35 sem koma til landsins í dag voru þreytt en ánægð þegar þau komu til Parísar frá Beirút í morgun. 19. janúar 2016 11:30