Börnin óþreyjufull að hefja í skólagönguna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. janúar 2016 10:21 Omar spilar fyrir gesti flugstöðvarinnar í París. Hann hlakkar til að hefja nám á Akureyri og langar að verða tónlistarmaður. Mynd/Kristjana Sýrlenskt flóttafólk kom sér fyrir í íbúðum sínum í Kópavogi og á Akureyri á þriðjudagskvöld og fékk stuðningsfjölskyldur sínar í heimsókn í gær. „Fyrsti dagurinn fór bara í það að ná áttum. Stuðningsfjölskyldurnar komu í heimsókn og fóru með þau í gönguferð um nágrennið,“ segir Hrafnhildur Kvaran, tengiliður fjölskyldnanna í Kópavogi hjá Rauða krossinum. „Þau spyrja spurninga um verslanir. Hvar fæ ég þetta? Hvenær fáum við að læra íslensku? Hvenær byrjar skólinn? Þau vilja verða virk í samfélaginu sem fyrst.“ Hrafnhildur segir þau hefja skólagöngu sína þegar þau eru tilbúin. „Það eru ákveðin atriði sem þarf að klára fyrst. Þau þurfa að fara í heilsufarsskoðun og fá kennitölu og ýmislegt fleira. Það tekur um það bil tvær til þrjár vikur. Núna horfa þau út um gluggann að skólanum, spennt að fá að byrja,“ segir Hrafnhildur. Eitt barnanna er sérlega spennt fyrir því að hefja skólagönguna, Omar Al Khattab, sem er kominn til Akureyrar og ferðaðist með fiðlu í handfarangri sem honum var gefin í Beirút. Hann kann að spila nokkur vel valin lög og vonast til þess að á Íslandi fái hann að læra á fiðluna. Þegar honum er sagt af Sinfóníuhljómsveit á Akureyri ljómar hann. Aðstæður flóttafólks sem hingað er komið voru misgóðar í Beirút og í mörgum tilfellum hefur það búið við afar ótryggar og erfiðar aðstæður. Konur og börn verst sett, ekkert barnanna sem kom til landsins hefur gengið í skóla síðan fjölskyldur þeirra flúðu Sýrland þótt mörg hafi fengið einhvers konar kennslu og aðstoð frá alþjóðlegu flóttamannasamtökunum IOM. Þá hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir nú undirbúning hafinn að komu næsta hóps. „Við undirbúum komu tuttugu manna hóps í febrúar, þar á meðal er einn ófæddur einstaklingur.“ Eygló segir mikilvægt að vanda vel til verka og læra af reynslu hverrar fjölskyldu sem hingað kemur. Blaðamaður ferðaðist með flóttafólkinu frá París og tók eftir atriði sem ef til vill þarf að taka betur til greina. Ferðalagið reyndi svo mjög á yngstu börnin að þau tóku að kasta upp í flugvélinni á leið til Íslands. Yngsti sonur Khattabs veiktist mest. Þegar komið var til Íslands hugaði starfsfólk Rauða krossins að líðan sonar Khattabs, gaf honum að drekka og leitaði ráða hjá heilbrigðisstarfsfólki. Hann braggast nú á nýju heimili sínu á Akureyri. Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 Flóttamönnunum fylgt til Íslands: Omar gladdi flugfarþega í París með fiðluleik Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. 19. janúar 2016 23:15 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Sýrlenskt flóttafólk kom sér fyrir í íbúðum sínum í Kópavogi og á Akureyri á þriðjudagskvöld og fékk stuðningsfjölskyldur sínar í heimsókn í gær. „Fyrsti dagurinn fór bara í það að ná áttum. Stuðningsfjölskyldurnar komu í heimsókn og fóru með þau í gönguferð um nágrennið,“ segir Hrafnhildur Kvaran, tengiliður fjölskyldnanna í Kópavogi hjá Rauða krossinum. „Þau spyrja spurninga um verslanir. Hvar fæ ég þetta? Hvenær fáum við að læra íslensku? Hvenær byrjar skólinn? Þau vilja verða virk í samfélaginu sem fyrst.“ Hrafnhildur segir þau hefja skólagöngu sína þegar þau eru tilbúin. „Það eru ákveðin atriði sem þarf að klára fyrst. Þau þurfa að fara í heilsufarsskoðun og fá kennitölu og ýmislegt fleira. Það tekur um það bil tvær til þrjár vikur. Núna horfa þau út um gluggann að skólanum, spennt að fá að byrja,“ segir Hrafnhildur. Eitt barnanna er sérlega spennt fyrir því að hefja skólagönguna, Omar Al Khattab, sem er kominn til Akureyrar og ferðaðist með fiðlu í handfarangri sem honum var gefin í Beirút. Hann kann að spila nokkur vel valin lög og vonast til þess að á Íslandi fái hann að læra á fiðluna. Þegar honum er sagt af Sinfóníuhljómsveit á Akureyri ljómar hann. Aðstæður flóttafólks sem hingað er komið voru misgóðar í Beirút og í mörgum tilfellum hefur það búið við afar ótryggar og erfiðar aðstæður. Konur og börn verst sett, ekkert barnanna sem kom til landsins hefur gengið í skóla síðan fjölskyldur þeirra flúðu Sýrland þótt mörg hafi fengið einhvers konar kennslu og aðstoð frá alþjóðlegu flóttamannasamtökunum IOM. Þá hafa alls ekki allir flóttamenn almennan aðgang að heilbrigðiskerfi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir nú undirbúning hafinn að komu næsta hóps. „Við undirbúum komu tuttugu manna hóps í febrúar, þar á meðal er einn ófæddur einstaklingur.“ Eygló segir mikilvægt að vanda vel til verka og læra af reynslu hverrar fjölskyldu sem hingað kemur. Blaðamaður ferðaðist með flóttafólkinu frá París og tók eftir atriði sem ef til vill þarf að taka betur til greina. Ferðalagið reyndi svo mjög á yngstu börnin að þau tóku að kasta upp í flugvélinni á leið til Íslands. Yngsti sonur Khattabs veiktist mest. Þegar komið var til Íslands hugaði starfsfólk Rauða krossins að líðan sonar Khattabs, gaf honum að drekka og leitaði ráða hjá heilbrigðisstarfsfólki. Hann braggast nú á nýju heimili sínu á Akureyri.
Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45 Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45 Flóttamönnunum fylgt til Íslands: Omar gladdi flugfarþega í París með fiðluleik Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. 19. janúar 2016 23:15 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30
Hlakka til að taka á móti flóttafjölskyldunum Fyrstu sýrlensku kvótaflóttamennirnir koma hingað til lands á þriðjudaginn. Íslenskar stuðningsfjölskyldur hafa verið að búa sig undir það síðustu vikur og vonast til að geta veitt þeim sem bestan stuðning. 17. janúar 2016 19:45
Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á sex sýrlenskum fjölskyldum. 19. janúar 2016 20:45
Flóttamönnunum fylgt til Íslands: Omar gladdi flugfarþega í París með fiðluleik Glaðlegir krakkar settu sterkan svip á sýrlenska flóttamannahópinn sem ferðaðist í dag frá Líbanon til Íslands. 19. janúar 2016 23:15