Flóttabörnin örþreytt en glöð Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 20. janúar 2016 06:00 „Við erum þreytt. Þetta er langt ferðalag en við erum líka glöð,“ segir Ahlam nýkomin á Charles De Gaulle flugvöllinn eftir langt flug frá Beirút í Líbanon. Hún er með tæplega tveggja ára dóttur sína Zaki í fanginu og þrír synir hennar, fjögurra, fimm og sex ára, halda sig nærri en skima forvitnir í kringum sig. Ahlam hefur heyrt um gestrisni Íslendinga en að hópurinn geri sér annars litla grein fyrir hvað bíði þeirra. Þrátt fyrir að þau hafi fengið fræðslu um það sem koma skal, þá sé erfitt að átta sig á því sem maður hefur ekki áður kynnst. Flugið frá Beirút tók meira en fimm klukkutíma. Eftir það tók við amstur á flugvellinum í París. Sem betur fer fékk flóttafólkið dygga aðstoð tveggja íslenskra starfsmanna sendiráðsins í París. Þeir sáu til þess að allir færu saddir í flugið, gáfu börnunum glaðning og héldu utan um hópinn.Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn.Vísir/KGYngstu börnin eru sýnilega þreytt og mæður þeirra líka. Tíu mánaða stúlka hvílir í fangi móður sinnar og sefur vært þrátt fyrir lætin í flugstöðinni. Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tekur hana reglulega upp og spilar lög fyrir gesti flugstöðvarinnar. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars, sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Vísir/KGHann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar?“ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur. Hann segir frá fegurð Aleppo og er ánægður að heyra að Linda Rós hefur heimsótt heimkynni hans. „Er fallegt á Akureyri?“ spyr hann forvitinn. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Við komuna í Leifsstöð.Vísir/KGFlugið til Keflavíkur gekk greiðlega. Í Leifsstöð er flóttafólkinu fagnað og haldin móttaka. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og ættlandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi. Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
„Við erum þreytt. Þetta er langt ferðalag en við erum líka glöð,“ segir Ahlam nýkomin á Charles De Gaulle flugvöllinn eftir langt flug frá Beirút í Líbanon. Hún er með tæplega tveggja ára dóttur sína Zaki í fanginu og þrír synir hennar, fjögurra, fimm og sex ára, halda sig nærri en skima forvitnir í kringum sig. Ahlam hefur heyrt um gestrisni Íslendinga en að hópurinn geri sér annars litla grein fyrir hvað bíði þeirra. Þrátt fyrir að þau hafi fengið fræðslu um það sem koma skal, þá sé erfitt að átta sig á því sem maður hefur ekki áður kynnst. Flugið frá Beirút tók meira en fimm klukkutíma. Eftir það tók við amstur á flugvellinum í París. Sem betur fer fékk flóttafólkið dygga aðstoð tveggja íslenskra starfsmanna sendiráðsins í París. Þeir sáu til þess að allir færu saddir í flugið, gáfu börnunum glaðning og héldu utan um hópinn.Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn.Vísir/KGYngstu börnin eru sýnilega þreytt og mæður þeirra líka. Tíu mánaða stúlka hvílir í fangi móður sinnar og sefur vært þrátt fyrir lætin í flugstöðinni. Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tekur hana reglulega upp og spilar lög fyrir gesti flugstöðvarinnar. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars, sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Vísir/KGHann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar?“ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur. Hann segir frá fegurð Aleppo og er ánægður að heyra að Linda Rós hefur heimsótt heimkynni hans. „Er fallegt á Akureyri?“ spyr hann forvitinn. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Við komuna í Leifsstöð.Vísir/KGFlugið til Keflavíkur gekk greiðlega. Í Leifsstöð er flóttafólkinu fagnað og haldin móttaka. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og ættlandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi.
Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira