Flóttabörnin örþreytt en glöð Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 20. janúar 2016 06:00 „Við erum þreytt. Þetta er langt ferðalag en við erum líka glöð,“ segir Ahlam nýkomin á Charles De Gaulle flugvöllinn eftir langt flug frá Beirút í Líbanon. Hún er með tæplega tveggja ára dóttur sína Zaki í fanginu og þrír synir hennar, fjögurra, fimm og sex ára, halda sig nærri en skima forvitnir í kringum sig. Ahlam hefur heyrt um gestrisni Íslendinga en að hópurinn geri sér annars litla grein fyrir hvað bíði þeirra. Þrátt fyrir að þau hafi fengið fræðslu um það sem koma skal, þá sé erfitt að átta sig á því sem maður hefur ekki áður kynnst. Flugið frá Beirút tók meira en fimm klukkutíma. Eftir það tók við amstur á flugvellinum í París. Sem betur fer fékk flóttafólkið dygga aðstoð tveggja íslenskra starfsmanna sendiráðsins í París. Þeir sáu til þess að allir færu saddir í flugið, gáfu börnunum glaðning og héldu utan um hópinn.Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn.Vísir/KGYngstu börnin eru sýnilega þreytt og mæður þeirra líka. Tíu mánaða stúlka hvílir í fangi móður sinnar og sefur vært þrátt fyrir lætin í flugstöðinni. Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tekur hana reglulega upp og spilar lög fyrir gesti flugstöðvarinnar. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars, sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Vísir/KGHann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar?“ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur. Hann segir frá fegurð Aleppo og er ánægður að heyra að Linda Rós hefur heimsótt heimkynni hans. „Er fallegt á Akureyri?“ spyr hann forvitinn. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Við komuna í Leifsstöð.Vísir/KGFlugið til Keflavíkur gekk greiðlega. Í Leifsstöð er flóttafólkinu fagnað og haldin móttaka. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og ættlandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
„Við erum þreytt. Þetta er langt ferðalag en við erum líka glöð,“ segir Ahlam nýkomin á Charles De Gaulle flugvöllinn eftir langt flug frá Beirút í Líbanon. Hún er með tæplega tveggja ára dóttur sína Zaki í fanginu og þrír synir hennar, fjögurra, fimm og sex ára, halda sig nærri en skima forvitnir í kringum sig. Ahlam hefur heyrt um gestrisni Íslendinga en að hópurinn geri sér annars litla grein fyrir hvað bíði þeirra. Þrátt fyrir að þau hafi fengið fræðslu um það sem koma skal, þá sé erfitt að átta sig á því sem maður hefur ekki áður kynnst. Flugið frá Beirút tók meira en fimm klukkutíma. Eftir það tók við amstur á flugvellinum í París. Sem betur fer fékk flóttafólkið dygga aðstoð tveggja íslenskra starfsmanna sendiráðsins í París. Þeir sáu til þess að allir færu saddir í flugið, gáfu börnunum glaðning og héldu utan um hópinn.Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn.Vísir/KGYngstu börnin eru sýnilega þreytt og mæður þeirra líka. Tíu mánaða stúlka hvílir í fangi móður sinnar og sefur vært þrátt fyrir lætin í flugstöðinni. Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tekur hana reglulega upp og spilar lög fyrir gesti flugstöðvarinnar. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars, sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Vísir/KGHann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar?“ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur. Hann segir frá fegurð Aleppo og er ánægður að heyra að Linda Rós hefur heimsótt heimkynni hans. „Er fallegt á Akureyri?“ spyr hann forvitinn. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Við komuna í Leifsstöð.Vísir/KGFlugið til Keflavíkur gekk greiðlega. Í Leifsstöð er flóttafólkinu fagnað og haldin móttaka. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og ættlandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira