Flóttabörnin örþreytt en glöð Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 20. janúar 2016 06:00 „Við erum þreytt. Þetta er langt ferðalag en við erum líka glöð,“ segir Ahlam nýkomin á Charles De Gaulle flugvöllinn eftir langt flug frá Beirút í Líbanon. Hún er með tæplega tveggja ára dóttur sína Zaki í fanginu og þrír synir hennar, fjögurra, fimm og sex ára, halda sig nærri en skima forvitnir í kringum sig. Ahlam hefur heyrt um gestrisni Íslendinga en að hópurinn geri sér annars litla grein fyrir hvað bíði þeirra. Þrátt fyrir að þau hafi fengið fræðslu um það sem koma skal, þá sé erfitt að átta sig á því sem maður hefur ekki áður kynnst. Flugið frá Beirút tók meira en fimm klukkutíma. Eftir það tók við amstur á flugvellinum í París. Sem betur fer fékk flóttafólkið dygga aðstoð tveggja íslenskra starfsmanna sendiráðsins í París. Þeir sáu til þess að allir færu saddir í flugið, gáfu börnunum glaðning og héldu utan um hópinn.Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn.Vísir/KGYngstu börnin eru sýnilega þreytt og mæður þeirra líka. Tíu mánaða stúlka hvílir í fangi móður sinnar og sefur vært þrátt fyrir lætin í flugstöðinni. Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tekur hana reglulega upp og spilar lög fyrir gesti flugstöðvarinnar. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars, sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Vísir/KGHann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar?“ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur. Hann segir frá fegurð Aleppo og er ánægður að heyra að Linda Rós hefur heimsótt heimkynni hans. „Er fallegt á Akureyri?“ spyr hann forvitinn. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Við komuna í Leifsstöð.Vísir/KGFlugið til Keflavíkur gekk greiðlega. Í Leifsstöð er flóttafólkinu fagnað og haldin móttaka. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og ættlandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Við erum þreytt. Þetta er langt ferðalag en við erum líka glöð,“ segir Ahlam nýkomin á Charles De Gaulle flugvöllinn eftir langt flug frá Beirút í Líbanon. Hún er með tæplega tveggja ára dóttur sína Zaki í fanginu og þrír synir hennar, fjögurra, fimm og sex ára, halda sig nærri en skima forvitnir í kringum sig. Ahlam hefur heyrt um gestrisni Íslendinga en að hópurinn geri sér annars litla grein fyrir hvað bíði þeirra. Þrátt fyrir að þau hafi fengið fræðslu um það sem koma skal, þá sé erfitt að átta sig á því sem maður hefur ekki áður kynnst. Flugið frá Beirút tók meira en fimm klukkutíma. Eftir það tók við amstur á flugvellinum í París. Sem betur fer fékk flóttafólkið dygga aðstoð tveggja íslenskra starfsmanna sendiráðsins í París. Þeir sáu til þess að allir færu saddir í flugið, gáfu börnunum glaðning og héldu utan um hópinn.Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn.Vísir/KGYngstu börnin eru sýnilega þreytt og mæður þeirra líka. Tíu mánaða stúlka hvílir í fangi móður sinnar og sefur vært þrátt fyrir lætin í flugstöðinni. Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tekur hana reglulega upp og spilar lög fyrir gesti flugstöðvarinnar. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars, sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Vísir/KGHann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar?“ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur. Hann segir frá fegurð Aleppo og er ánægður að heyra að Linda Rós hefur heimsótt heimkynni hans. „Er fallegt á Akureyri?“ spyr hann forvitinn. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Við komuna í Leifsstöð.Vísir/KGFlugið til Keflavíkur gekk greiðlega. Í Leifsstöð er flóttafólkinu fagnað og haldin móttaka. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og ættlandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira