Flóttabörnin örþreytt en glöð Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 20. janúar 2016 06:00 „Við erum þreytt. Þetta er langt ferðalag en við erum líka glöð,“ segir Ahlam nýkomin á Charles De Gaulle flugvöllinn eftir langt flug frá Beirút í Líbanon. Hún er með tæplega tveggja ára dóttur sína Zaki í fanginu og þrír synir hennar, fjögurra, fimm og sex ára, halda sig nærri en skima forvitnir í kringum sig. Ahlam hefur heyrt um gestrisni Íslendinga en að hópurinn geri sér annars litla grein fyrir hvað bíði þeirra. Þrátt fyrir að þau hafi fengið fræðslu um það sem koma skal, þá sé erfitt að átta sig á því sem maður hefur ekki áður kynnst. Flugið frá Beirút tók meira en fimm klukkutíma. Eftir það tók við amstur á flugvellinum í París. Sem betur fer fékk flóttafólkið dygga aðstoð tveggja íslenskra starfsmanna sendiráðsins í París. Þeir sáu til þess að allir færu saddir í flugið, gáfu börnunum glaðning og héldu utan um hópinn.Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn.Vísir/KGYngstu börnin eru sýnilega þreytt og mæður þeirra líka. Tíu mánaða stúlka hvílir í fangi móður sinnar og sefur vært þrátt fyrir lætin í flugstöðinni. Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tekur hana reglulega upp og spilar lög fyrir gesti flugstöðvarinnar. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars, sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Vísir/KGHann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar?“ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur. Hann segir frá fegurð Aleppo og er ánægður að heyra að Linda Rós hefur heimsótt heimkynni hans. „Er fallegt á Akureyri?“ spyr hann forvitinn. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Við komuna í Leifsstöð.Vísir/KGFlugið til Keflavíkur gekk greiðlega. Í Leifsstöð er flóttafólkinu fagnað og haldin móttaka. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og ættlandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
„Við erum þreytt. Þetta er langt ferðalag en við erum líka glöð,“ segir Ahlam nýkomin á Charles De Gaulle flugvöllinn eftir langt flug frá Beirút í Líbanon. Hún er með tæplega tveggja ára dóttur sína Zaki í fanginu og þrír synir hennar, fjögurra, fimm og sex ára, halda sig nærri en skima forvitnir í kringum sig. Ahlam hefur heyrt um gestrisni Íslendinga en að hópurinn geri sér annars litla grein fyrir hvað bíði þeirra. Þrátt fyrir að þau hafi fengið fræðslu um það sem koma skal, þá sé erfitt að átta sig á því sem maður hefur ekki áður kynnst. Flugið frá Beirút tók meira en fimm klukkutíma. Eftir það tók við amstur á flugvellinum í París. Sem betur fer fékk flóttafólkið dygga aðstoð tveggja íslenskra starfsmanna sendiráðsins í París. Þeir sáu til þess að allir færu saddir í flugið, gáfu börnunum glaðning og héldu utan um hópinn.Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn.Vísir/KGYngstu börnin eru sýnilega þreytt og mæður þeirra líka. Tíu mánaða stúlka hvílir í fangi móður sinnar og sefur vært þrátt fyrir lætin í flugstöðinni. Glaðleg börn setja sterkan svip á hópinn. Þau eru alls þrettán, meirihlutinn strákar. Einn þeirra, Omar al Khattab Mohammad, ferðast með fiðlu í handfarangri og tekur hana reglulega upp og spilar lög fyrir gesti flugstöðvarinnar. Í hvert skipti sem hann spilar lítið lag, fær hann góðar undirtektir gesta sem bíða eftir flugi og hann brosir út að eyrum afar stoltur. Nokkrir flóttamannanna tala góða ensku. Faðir Omars, sem spilar svo laglega á fiðlu, Khattab al Mohammad, starfaði sem enskukennari og fararstjóri áður en hann flúði Aleppo fyrir fjórum árum. Hann hefur þurft að dvelja í flóttamannabúðum í Beirút þar til nú. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Vísir/KGHann á stóra fjölskyldu. Hann, eiginkona hans Halima, sex börn og móðir hans munu búa á Akureyri. „Er mjög kalt þar?“ spyr hann. „Það er reyndar kaldara í París í dag en á Íslandi,“ svarar Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu sem er komin til Parísar til að fylgja flóttafólkinu í fluginu til Keflavíkur. Hann segir frá fegurð Aleppo og er ánægður að heyra að Linda Rós hefur heimsótt heimkynni hans. „Er fallegt á Akureyri?“ spyr hann forvitinn. Sex fjölskyldur ferðast til Akureyrar eða 23 einstaklingar. Tvær fjölskyldur munu setjast að í Kópavogi, tólf manns.Við komuna í Leifsstöð.Vísir/KGFlugið til Keflavíkur gekk greiðlega. Í Leifsstöð er flóttafólkinu fagnað og haldin móttaka. Þar hélt Khattab stutta ræðu, sýndi teikningar sem börnin höfðu teiknað af fána Íslands og ættlandsins og þakkaði móttökurnar. „Ég hlakka til að kynnast ykkur,“ sagði hann að lokum áður en hann hélt af stað úr Leifsstöð með fjölskyldu sinni á vit nýs lífs á Íslandi.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira