Verkfall flugvirkja geti haft alvarleg áhrif á starfsemi og framtíðarplön WOW sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2016 13:12 "Verkfallið getur haft grafalvarleg áhrif á starfsemi WOW air og framtíðarplön félagsins,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. vísir/gva Tímaspursmál er hvenær verkfall flugvirkja hjá Samgöngustofu mun hafa áhrif á áætlunarflug flugfélagsins WOW air, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúa félagsins. Verkfall flugvirkja hefur nú staðið yfir í að verða tvær vikur. „Verkfallið getur haft grafalvarleg áhrif á starfsemi WOW air og framtíðarplön félagsins árið 2016. Á þessu ári þarf WOW air að skrá fimm nýjar vélar og eru þrjár í raun komnar á tímapressu þar sem margir nýir áfangastaðir munu bætast við áætlunina núna í vor,“ segir Svanhvít. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir verkfallið ekki hafa haft áhrif enn sem komið er. „Þetta hefur ekki haft nein áhrif á okkur og ekki ljóst hver þau yrðu. Það er ekkert sem er fyrirséð, engar truflanir eða röskun á flugi. En auðvitað er vinna þessara manna nauðsynleg til þess að halda eðlilegri flugstarfsemi gangandi,“ segir hann. Flugvirkjar Samgöngustofu, sem eru sex talsins, lögðu niður störf 11. janúar síðastliðinn. Um er að ræða ótímabundið verkfall en þeir hafa verið samningslausir í tæp 27 ár. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær lítið hafa miðað í samningsátt. Síðasti fundur í deilunni var á þriðjudag og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Á vef Samgöngustofu segir að verkfallið hafi ekki áhrif á starfsemi íslenskra flugrekenda innanlands eða utan, en dragist það á langinn geti það skert afmarkaða þjónustu stofnunarinnar við þá. Að öðru leyti sé öll starfsemi og afgreiðsla Samgöngustofu með venjubundnum hætti. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugvirkjar farnir í verkfall Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu hófst klukkan sex í morgun. 11. janúar 2016 15:40 Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. 21. janúar 2016 10:37 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Tímaspursmál er hvenær verkfall flugvirkja hjá Samgöngustofu mun hafa áhrif á áætlunarflug flugfélagsins WOW air, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúa félagsins. Verkfall flugvirkja hefur nú staðið yfir í að verða tvær vikur. „Verkfallið getur haft grafalvarleg áhrif á starfsemi WOW air og framtíðarplön félagsins árið 2016. Á þessu ári þarf WOW air að skrá fimm nýjar vélar og eru þrjár í raun komnar á tímapressu þar sem margir nýir áfangastaðir munu bætast við áætlunina núna í vor,“ segir Svanhvít. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir verkfallið ekki hafa haft áhrif enn sem komið er. „Þetta hefur ekki haft nein áhrif á okkur og ekki ljóst hver þau yrðu. Það er ekkert sem er fyrirséð, engar truflanir eða röskun á flugi. En auðvitað er vinna þessara manna nauðsynleg til þess að halda eðlilegri flugstarfsemi gangandi,“ segir hann. Flugvirkjar Samgöngustofu, sem eru sex talsins, lögðu niður störf 11. janúar síðastliðinn. Um er að ræða ótímabundið verkfall en þeir hafa verið samningslausir í tæp 27 ár. Birkir Halldórsson, formaður samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær lítið hafa miðað í samningsátt. Síðasti fundur í deilunni var á þriðjudag og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Á vef Samgöngustofu segir að verkfallið hafi ekki áhrif á starfsemi íslenskra flugrekenda innanlands eða utan, en dragist það á langinn geti það skert afmarkaða þjónustu stofnunarinnar við þá. Að öðru leyti sé öll starfsemi og afgreiðsla Samgöngustofu með venjubundnum hætti.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugvirkjar farnir í verkfall Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu hófst klukkan sex í morgun. 11. janúar 2016 15:40 Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. 21. janúar 2016 10:37 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Flugvirkjar farnir í verkfall Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa sem eftirlitsmenn hjá Samgöngustofu hófst klukkan sex í morgun. 11. janúar 2016 15:40
Telur verkfall flugvirkja eiga eftir að standa yfir í nokkurn tíma Lítið miðar í samningsátt i kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Samgöngustofu. 21. janúar 2016 10:37