Aldís færð tímabundið til í starfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2016 17:39 Aldís Hilmarsdóttir vísir Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður fíkniefnadeildar, hefur verið færð tímabundið til í starfi innan lögreglunnar. Var henni tilkynnt um flutninginn í dag sem gildir í sex mánuði. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Er Aldís flutt til í starfi á grundvelli 19. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Mun Aldís vera flutt í hóp sem sér um að vinna að mótun nýrrar deildar um skipulagða brotastarfsemi en hún hefur áður komið að vinnu hópsins sem er undir stjórn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir greindi frá því á mánudag að Aldís hefði afþakkað boð um flutning til héraðssaksóknara. Sigríður Björk staðfestir að Aldísi hafi verið boðinn flutningur til þess embættis en kveðst ekki vita hvort að hún hafi afþakkað það boð þar sem Sigríði hafi ekki borist upplýsingar um það. Í frétt RÚV kemur fram að Aldís hafi leitað til lögfræðings vegna flutningsins og að hún muni krefja lögreglustjórann um rökstuðning vegna málsins. Aðspurð um þetta segir Sigríður Björk að Aldís eigi rétt á slíkum rökstuðningi og fái hann þegar hann verður tilbúinn. Nýr yfirmaður fíkniefnadeildar verður Runólfur Þórhallsson, aðalvarðstjóri hjá ríkislögreglustjóra, en hann hefur einnig starfað hjá sérstökum saksóknara sem og hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Sigríður Björk segist hafa metið það sem svo að gott yrði að fá utanaðkomandi aðila sem yfirmann fíkniefnadeildar í sex mánuði en eins og kunnugt er sæta tveir starfsmenn deildarinnar nú rannsókn annars vegar ríkissaksóknara og hins vegar héraðssaksóknara vegna gruns um brot í starfi. Þeir hafa báðir verið leystir frá störfum á meðan rannsókn á málum þeirra fer fram. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Afþakkaði flutning til héraðssaksóknara Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður að öllum líkindum færður til í starfi á næstu dögum. Henni hefur staðið til boða að flytja sig nú þegar en lagst gegn því. 18. janúar 2016 12:30 Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var. 15. janúar 2016 18:29 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður fíkniefnadeildar, hefur verið færð tímabundið til í starfi innan lögreglunnar. Var henni tilkynnt um flutninginn í dag sem gildir í sex mánuði. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Er Aldís flutt til í starfi á grundvelli 19. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Mun Aldís vera flutt í hóp sem sér um að vinna að mótun nýrrar deildar um skipulagða brotastarfsemi en hún hefur áður komið að vinnu hópsins sem er undir stjórn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir greindi frá því á mánudag að Aldís hefði afþakkað boð um flutning til héraðssaksóknara. Sigríður Björk staðfestir að Aldísi hafi verið boðinn flutningur til þess embættis en kveðst ekki vita hvort að hún hafi afþakkað það boð þar sem Sigríði hafi ekki borist upplýsingar um það. Í frétt RÚV kemur fram að Aldís hafi leitað til lögfræðings vegna flutningsins og að hún muni krefja lögreglustjórann um rökstuðning vegna málsins. Aðspurð um þetta segir Sigríður Björk að Aldís eigi rétt á slíkum rökstuðningi og fái hann þegar hann verður tilbúinn. Nýr yfirmaður fíkniefnadeildar verður Runólfur Þórhallsson, aðalvarðstjóri hjá ríkislögreglustjóra, en hann hefur einnig starfað hjá sérstökum saksóknara sem og hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Sigríður Björk segist hafa metið það sem svo að gott yrði að fá utanaðkomandi aðila sem yfirmann fíkniefnadeildar í sex mánuði en eins og kunnugt er sæta tveir starfsmenn deildarinnar nú rannsókn annars vegar ríkissaksóknara og hins vegar héraðssaksóknara vegna gruns um brot í starfi. Þeir hafa báðir verið leystir frá störfum á meðan rannsókn á málum þeirra fer fram.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Afþakkaði flutning til héraðssaksóknara Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður að öllum líkindum færður til í starfi á næstu dögum. Henni hefur staðið til boða að flytja sig nú þegar en lagst gegn því. 18. janúar 2016 12:30 Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var. 15. janúar 2016 18:29 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Afþakkaði flutning til héraðssaksóknara Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður að öllum líkindum færður til í starfi á næstu dögum. Henni hefur staðið til boða að flytja sig nú þegar en lagst gegn því. 18. janúar 2016 12:30
Lögreglufulltrúanum vísað frá störfum Héraðssaksóknari hóf formlega rannsókn á mánudaginn og í dag var fulltrúanum vísað frá störfum. 14. janúar 2016 15:23
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30
Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Aldís Hilmarsdóttir óskaði sjálf eftir fundinum en ekki fæst uppgefið hvert efni hans var. 15. janúar 2016 18:29