Skotárásin í Kanada: „Versta martröð foreldra“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2016 12:00 Dene High School í bænum La Loche. Mynd/ Google street view Fjórir eru látnir og að minnsta kosti tveir eru særðir eftir skotárás í gærkvöldi á tveimur stöðum í smábæ í Norður-Kanada. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur lýst skotárásinni sem verstu martöð hvers foreldris. Árásarmaðurinn er grunaður um að hafa í fyrstu skotið tvo bræður sína til bana á heimili þeirra áður en hann hélt í skóla í bænum La Loche í Saskatchewan-héraði þar sem hann skaut tvo til bana. Lögreglan hefur árásarmanninn í haldi en bæjarstjóri La Loche, Kevin Janvier, staðfesti við blaðamenn að 23 ára gömul dóttir hans, kennari í skólanum, hefði látist í skotárásinni. „Hann skaut tvo bræður sína heima hjá sér áður en hann fór í skólann,“ sagði Janvier. „Ég er svo sorgmæddur.“Marie Janvier, 23, victim in #LaLoche shooting. "I really can't believe it," says cousin. https://t.co/yFSyRmuvqh pic.twitter.com/IRFJRBreJ5— TheStarPhoenix.com (@TheStarPhoenix) January 23, 2016 Nemandi við skólann sagði að hann hefði heyrt marga skothvelli þegar árásin átti sér stað. Í fyrstu var talið að fimm hefðu látist en yfirmaður kanadísku lögreglunnar staðfesti að fjórir hefðu látist og nokkrir særst. Gat hann ekki gefið upp hversu margir hefðu særst í árásinni eða hversu alvarlega þeir hefðu særst. Dene High School er hluti af La Loche Community School og búa um 2.600 manns í bænum. Nemendur skólans eru alls um níu hundruð talsins og átti árásin sér stað í þeim hluta skólans sem er með nemendur í sjöunda bekk og upp í tólfta. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau er staddur í Davos í Sviss en hann ávarpaði fjölmiðlamenn. „Þetta er versta martröð foreldra og það standa allir með íbúum La Loche og Saskatchewan-héraði á þessum erfiða degi,“ sagði Trudeau.Our country's heart is breaking. We grieve with - and stand with - the people of La Loche today. Full statement: https://t.co/tWQAaewlX1— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 23, 2016 Árásin er versta skotárásin í áraraðir í Kanada. Árið 1989 létust 14 manns í skotárás í skóla í Montreal en tíu árum síðar var einn myrtur í skóla í Alberta. Árið 2006 lést einn og 19 særðust í skotárás í skóla í Montreal. Þrjú ár eru síðan yfirvöld í Kanada slökuðu á reglugerðum varðandi byssueign. Sé litið til Kanada í heild eru flestir byssuglæpir framdir í Saskatchwewan-héraði auk þess sem að tvöfalt fleiri heimilisofbeldismál koma til kasta lögreglu í héraðinu en í öðrum héruðum Kanada. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Fjórir eru látnir og að minnsta kosti tveir eru særðir eftir skotárás í gærkvöldi á tveimur stöðum í smábæ í Norður-Kanada. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur lýst skotárásinni sem verstu martöð hvers foreldris. Árásarmaðurinn er grunaður um að hafa í fyrstu skotið tvo bræður sína til bana á heimili þeirra áður en hann hélt í skóla í bænum La Loche í Saskatchewan-héraði þar sem hann skaut tvo til bana. Lögreglan hefur árásarmanninn í haldi en bæjarstjóri La Loche, Kevin Janvier, staðfesti við blaðamenn að 23 ára gömul dóttir hans, kennari í skólanum, hefði látist í skotárásinni. „Hann skaut tvo bræður sína heima hjá sér áður en hann fór í skólann,“ sagði Janvier. „Ég er svo sorgmæddur.“Marie Janvier, 23, victim in #LaLoche shooting. "I really can't believe it," says cousin. https://t.co/yFSyRmuvqh pic.twitter.com/IRFJRBreJ5— TheStarPhoenix.com (@TheStarPhoenix) January 23, 2016 Nemandi við skólann sagði að hann hefði heyrt marga skothvelli þegar árásin átti sér stað. Í fyrstu var talið að fimm hefðu látist en yfirmaður kanadísku lögreglunnar staðfesti að fjórir hefðu látist og nokkrir særst. Gat hann ekki gefið upp hversu margir hefðu særst í árásinni eða hversu alvarlega þeir hefðu særst. Dene High School er hluti af La Loche Community School og búa um 2.600 manns í bænum. Nemendur skólans eru alls um níu hundruð talsins og átti árásin sér stað í þeim hluta skólans sem er með nemendur í sjöunda bekk og upp í tólfta. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau er staddur í Davos í Sviss en hann ávarpaði fjölmiðlamenn. „Þetta er versta martröð foreldra og það standa allir með íbúum La Loche og Saskatchewan-héraði á þessum erfiða degi,“ sagði Trudeau.Our country's heart is breaking. We grieve with - and stand with - the people of La Loche today. Full statement: https://t.co/tWQAaewlX1— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 23, 2016 Árásin er versta skotárásin í áraraðir í Kanada. Árið 1989 létust 14 manns í skotárás í skóla í Montreal en tíu árum síðar var einn myrtur í skóla í Alberta. Árið 2006 lést einn og 19 særðust í skotárás í skóla í Montreal. Þrjú ár eru síðan yfirvöld í Kanada slökuðu á reglugerðum varðandi byssueign. Sé litið til Kanada í heild eru flestir byssuglæpir framdir í Saskatchwewan-héraði auk þess sem að tvöfalt fleiri heimilisofbeldismál koma til kasta lögreglu í héraðinu en í öðrum héruðum Kanada.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira