Skotárásin í Kanada: „Versta martröð foreldra“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2016 12:00 Dene High School í bænum La Loche. Mynd/ Google street view Fjórir eru látnir og að minnsta kosti tveir eru særðir eftir skotárás í gærkvöldi á tveimur stöðum í smábæ í Norður-Kanada. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur lýst skotárásinni sem verstu martöð hvers foreldris. Árásarmaðurinn er grunaður um að hafa í fyrstu skotið tvo bræður sína til bana á heimili þeirra áður en hann hélt í skóla í bænum La Loche í Saskatchewan-héraði þar sem hann skaut tvo til bana. Lögreglan hefur árásarmanninn í haldi en bæjarstjóri La Loche, Kevin Janvier, staðfesti við blaðamenn að 23 ára gömul dóttir hans, kennari í skólanum, hefði látist í skotárásinni. „Hann skaut tvo bræður sína heima hjá sér áður en hann fór í skólann,“ sagði Janvier. „Ég er svo sorgmæddur.“Marie Janvier, 23, victim in #LaLoche shooting. "I really can't believe it," says cousin. https://t.co/yFSyRmuvqh pic.twitter.com/IRFJRBreJ5— TheStarPhoenix.com (@TheStarPhoenix) January 23, 2016 Nemandi við skólann sagði að hann hefði heyrt marga skothvelli þegar árásin átti sér stað. Í fyrstu var talið að fimm hefðu látist en yfirmaður kanadísku lögreglunnar staðfesti að fjórir hefðu látist og nokkrir særst. Gat hann ekki gefið upp hversu margir hefðu særst í árásinni eða hversu alvarlega þeir hefðu særst. Dene High School er hluti af La Loche Community School og búa um 2.600 manns í bænum. Nemendur skólans eru alls um níu hundruð talsins og átti árásin sér stað í þeim hluta skólans sem er með nemendur í sjöunda bekk og upp í tólfta. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau er staddur í Davos í Sviss en hann ávarpaði fjölmiðlamenn. „Þetta er versta martröð foreldra og það standa allir með íbúum La Loche og Saskatchewan-héraði á þessum erfiða degi,“ sagði Trudeau.Our country's heart is breaking. We grieve with - and stand with - the people of La Loche today. Full statement: https://t.co/tWQAaewlX1— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 23, 2016 Árásin er versta skotárásin í áraraðir í Kanada. Árið 1989 létust 14 manns í skotárás í skóla í Montreal en tíu árum síðar var einn myrtur í skóla í Alberta. Árið 2006 lést einn og 19 særðust í skotárás í skóla í Montreal. Þrjú ár eru síðan yfirvöld í Kanada slökuðu á reglugerðum varðandi byssueign. Sé litið til Kanada í heild eru flestir byssuglæpir framdir í Saskatchwewan-héraði auk þess sem að tvöfalt fleiri heimilisofbeldismál koma til kasta lögreglu í héraðinu en í öðrum héruðum Kanada. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Fjórir eru látnir og að minnsta kosti tveir eru særðir eftir skotárás í gærkvöldi á tveimur stöðum í smábæ í Norður-Kanada. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur lýst skotárásinni sem verstu martöð hvers foreldris. Árásarmaðurinn er grunaður um að hafa í fyrstu skotið tvo bræður sína til bana á heimili þeirra áður en hann hélt í skóla í bænum La Loche í Saskatchewan-héraði þar sem hann skaut tvo til bana. Lögreglan hefur árásarmanninn í haldi en bæjarstjóri La Loche, Kevin Janvier, staðfesti við blaðamenn að 23 ára gömul dóttir hans, kennari í skólanum, hefði látist í skotárásinni. „Hann skaut tvo bræður sína heima hjá sér áður en hann fór í skólann,“ sagði Janvier. „Ég er svo sorgmæddur.“Marie Janvier, 23, victim in #LaLoche shooting. "I really can't believe it," says cousin. https://t.co/yFSyRmuvqh pic.twitter.com/IRFJRBreJ5— TheStarPhoenix.com (@TheStarPhoenix) January 23, 2016 Nemandi við skólann sagði að hann hefði heyrt marga skothvelli þegar árásin átti sér stað. Í fyrstu var talið að fimm hefðu látist en yfirmaður kanadísku lögreglunnar staðfesti að fjórir hefðu látist og nokkrir særst. Gat hann ekki gefið upp hversu margir hefðu særst í árásinni eða hversu alvarlega þeir hefðu særst. Dene High School er hluti af La Loche Community School og búa um 2.600 manns í bænum. Nemendur skólans eru alls um níu hundruð talsins og átti árásin sér stað í þeim hluta skólans sem er með nemendur í sjöunda bekk og upp í tólfta. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau er staddur í Davos í Sviss en hann ávarpaði fjölmiðlamenn. „Þetta er versta martröð foreldra og það standa allir með íbúum La Loche og Saskatchewan-héraði á þessum erfiða degi,“ sagði Trudeau.Our country's heart is breaking. We grieve with - and stand with - the people of La Loche today. Full statement: https://t.co/tWQAaewlX1— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 23, 2016 Árásin er versta skotárásin í áraraðir í Kanada. Árið 1989 létust 14 manns í skotárás í skóla í Montreal en tíu árum síðar var einn myrtur í skóla í Alberta. Árið 2006 lést einn og 19 særðust í skotárás í skóla í Montreal. Þrjú ár eru síðan yfirvöld í Kanada slökuðu á reglugerðum varðandi byssueign. Sé litið til Kanada í heild eru flestir byssuglæpir framdir í Saskatchwewan-héraði auk þess sem að tvöfalt fleiri heimilisofbeldismál koma til kasta lögreglu í héraðinu en í öðrum héruðum Kanada.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila