Hóta Grikkjum brottrekstri úr Schengen vegna flóttamanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. janúar 2016 07:00 Bátur með flóttafólki frá Afganistan nálgast grísku eyjuna Lesbos í Eyjahafi. vísir/EPA Grískir ráðamenn brugðust ókvæða við hótunum frá Evrópusambandinu um að útiloka Grikkland frá Schengen-svæðinu. Á fundi innanríkisráðherra Evrópusambandsins í Amsterdam á mánudag var talað um nauðsyn þess að styrkja ytri landamæri Schengen-svæðisins, til að hægja á flóttamannastraumnum. Spjótunum var sérstaklega beint að Grikklandi, enda hefur meginstraumur flóttafólksins frá Mið-Austurlöndum komist inn á Schengen-svæðið með því að leggja út í hættuför frá Tyrklandi yfir Eyjahafið til Grikklands. „Á endanum er það svo, að ef eitt ríki stendur ekki undir skuldbindingum sínum, þá þurfum við að takmarka tengsl þess við Schengen-svæðið,“ sagði Anders Ygeman, sem er innanríkisráðherra Svíþjóðar, við fjölmiðla. „Grikkir verða að leggja sig meira fram og fá aðstoð,“ sagði Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra Austurríkis. „Ef við getum ekki varið ytri landamæri Evrópusambandsins, landamæri Grikklands og Tyrklands, þá þarf að færa ytri landamæri Schengen-svæðisins nær Mið-Evrópu.“ Nikos Toskas, innanríkisráðherra Grikklands, segist ekki sjá hvernig Grikkir ættu að halda uppi landamæraeftirliti á hafinu: „Það er mjög erfitt að stöðva litla báta sem koma, nema þá með því að sökkva þeim eða skjóta á þá, sem brýtur í bága við hin evrópsku gildi okkar og grísk gildi, og það munum við ekki gera.“ Ioannis Mouzalas, innflytjendaráðherra Grikklands, sagði það fráleitt að kenna Grikkjum um ástandið: „Við höfum engan tíma til þess að gera tilraunir með hluti sem gera ástandið bara enn verra.“ Í sjónvarpsviðtali í Grikklandi sagði hann ýmsar undarlegar hugmyndir hafa komið til tals á ráðherrafundinum í Brussel. Þar á meðal hafi Jan Jambon stungið upp á því að Grikkir settu upp flóttamannabúðir fyrir 400 þúsund manns í höfuðborg sinni, Aþenu. Önnur hugmynd, sem gekk út á það að Grikkir fengju skuldir sínar að hluta niðurfelldar gegn því að halda flóttafólkinu í Grikklandi, sagði Mouzalas fáheyrða. Evrópusambandið hefur þegar samþykkt að greiða Tyrkjum stórfé fyrir að halda flóttafólki innan Tyrklands, en ekki er sjáanlegt að það samkomulag hafi breytt miklu. Það sem af er þessu ári hafa um 35 þúsund manns komið til Grikklands yfir hafið frá Tyrklandi, en á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Schengen-landanna, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Sex af 26 aðildarríkjum Schengen-landamærasamstarfsins hafa nú þegar ákveðið að hefja tímabundið eftirlit með innri landamærum sínum að öðrum aðildarríkjum. Þýskaland og Austurríki hafa nú í hyggju að framlengja slíkt landamæraeftirlit til ársins 2018. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21 Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Sjá meira
Grískir ráðamenn brugðust ókvæða við hótunum frá Evrópusambandinu um að útiloka Grikkland frá Schengen-svæðinu. Á fundi innanríkisráðherra Evrópusambandsins í Amsterdam á mánudag var talað um nauðsyn þess að styrkja ytri landamæri Schengen-svæðisins, til að hægja á flóttamannastraumnum. Spjótunum var sérstaklega beint að Grikklandi, enda hefur meginstraumur flóttafólksins frá Mið-Austurlöndum komist inn á Schengen-svæðið með því að leggja út í hættuför frá Tyrklandi yfir Eyjahafið til Grikklands. „Á endanum er það svo, að ef eitt ríki stendur ekki undir skuldbindingum sínum, þá þurfum við að takmarka tengsl þess við Schengen-svæðið,“ sagði Anders Ygeman, sem er innanríkisráðherra Svíþjóðar, við fjölmiðla. „Grikkir verða að leggja sig meira fram og fá aðstoð,“ sagði Johanna Mikl-Leitner, innanríkisráðherra Austurríkis. „Ef við getum ekki varið ytri landamæri Evrópusambandsins, landamæri Grikklands og Tyrklands, þá þarf að færa ytri landamæri Schengen-svæðisins nær Mið-Evrópu.“ Nikos Toskas, innanríkisráðherra Grikklands, segist ekki sjá hvernig Grikkir ættu að halda uppi landamæraeftirliti á hafinu: „Það er mjög erfitt að stöðva litla báta sem koma, nema þá með því að sökkva þeim eða skjóta á þá, sem brýtur í bága við hin evrópsku gildi okkar og grísk gildi, og það munum við ekki gera.“ Ioannis Mouzalas, innflytjendaráðherra Grikklands, sagði það fráleitt að kenna Grikkjum um ástandið: „Við höfum engan tíma til þess að gera tilraunir með hluti sem gera ástandið bara enn verra.“ Í sjónvarpsviðtali í Grikklandi sagði hann ýmsar undarlegar hugmyndir hafa komið til tals á ráðherrafundinum í Brussel. Þar á meðal hafi Jan Jambon stungið upp á því að Grikkir settu upp flóttamannabúðir fyrir 400 þúsund manns í höfuðborg sinni, Aþenu. Önnur hugmynd, sem gekk út á það að Grikkir fengju skuldir sínar að hluta niðurfelldar gegn því að halda flóttafólkinu í Grikklandi, sagði Mouzalas fáheyrða. Evrópusambandið hefur þegar samþykkt að greiða Tyrkjum stórfé fyrir að halda flóttafólki innan Tyrklands, en ekki er sjáanlegt að það samkomulag hafi breytt miklu. Það sem af er þessu ári hafa um 35 þúsund manns komið til Grikklands yfir hafið frá Tyrklandi, en á síðasta ári komu meira en milljón flóttamenn til Schengen-landanna, flestir frá Sýrlandi, Írak og Afganistan. Sex af 26 aðildarríkjum Schengen-landamærasamstarfsins hafa nú þegar ákveðið að hefja tímabundið eftirlit með innri landamærum sínum að öðrum aðildarríkjum. Þýskaland og Austurríki hafa nú í hyggju að framlengja slíkt landamæraeftirlit til ársins 2018.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21 Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Sjá meira
Vilja framlengja landamæravörslunni Þjóðverjar og Austurríkismenn vilja halda landamæraeftirliti í tvö ár. 25. janúar 2016 21:21
Naumur tími til að bjarga Schengen Evrópa hefur nokkrar vikur til stefnu til að bjarga Schengen samstarfinu í núverandi mynd. Verði Schengen lagt af hefði það mikil efnahagsleg áhrif, einnig á Ísland. Þetta segir ráðgjafi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. 22. janúar 2016 20:45
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“