NATO leitar leiða til að bregðast við „upplýsingavopni“ Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2016 16:51 Vísir/EPA/AFP NATO leitar nú leiða til að sporna gegn því sem kallað er „upplýsingavopn“ Rússa. Í stað þess að beita áróðri gegn áróðri er unnið að því að gera fleiri leynileg gögn opinber og auka samskipti innan bandalagsins. Bæði NATO og Evrópusambandið hafa lýst áhyggjum yfir getu Rússa til að nota sjónvarpsfréttir og internetið til að vísvitandi dreifa röngum upplýsingum. ESB setti á laggirnar sérstaka deild í fyrra sem ætlað er að bregðast við því sem kallað er „opinber áróður“. Slíkar aðferðir voru notaðar til að styðja við innrás Rússa og innlimun á Krímskaga í Úkraínu. Fréttamenn Reuters hafa séð drög að tillögum til að sporna gegn áðurnefndu vopni. Talið er að tillögurnar verði ræddar á allsherjarþingi NATO í Varsjá í júlí. Nú þegar hefur NATO aukið umsvif sín á samfélagsmiðlum og aukið virkni á Youtubesíðu bandalagsins.Svara ekki áróðri með áróðri Embættismenn sem Reuters ræddi við segja nauðsynlegt fyrir NATO bandalagið að vera opið og birta sannar upplýsingar. „Eitt af grunngildum NATO er að við getum ekki svarað áróðri með meiri áróðri,“ sagði Oana Lungescu, talsmaður NATO. Stjórnvöld Rússlands hafa varið töluverðum fjármunum undanfarin ár í að byggja upp fjölmiðla eins og Sputnik og RT, sem vinna gegn því sem þeir kalla „vestrænan áróður“. Þá eru yfirvöld Rússlands mjög virk á samfélagsmiðlum. Þar að auki er rekin sérstök ríkisstofnun þar sem fólk vinnur við að dreifa áróðri á spjallborðum og athugasemdakerfum í heiminum. New York Times hefur fjallað ítarlega um stofnunina. Einn sérfræðingur sem Reuters ræddi við sagði Rússa geta skapað þá raunveruleika sem þeir vildu til að ná markmiðum sínum. Meðal tillagna NATO eru leiðir til að bera kennsla á áróður Rússa snemma svo hægt sé að bregðast við honum sem fyrst. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
NATO leitar nú leiða til að sporna gegn því sem kallað er „upplýsingavopn“ Rússa. Í stað þess að beita áróðri gegn áróðri er unnið að því að gera fleiri leynileg gögn opinber og auka samskipti innan bandalagsins. Bæði NATO og Evrópusambandið hafa lýst áhyggjum yfir getu Rússa til að nota sjónvarpsfréttir og internetið til að vísvitandi dreifa röngum upplýsingum. ESB setti á laggirnar sérstaka deild í fyrra sem ætlað er að bregðast við því sem kallað er „opinber áróður“. Slíkar aðferðir voru notaðar til að styðja við innrás Rússa og innlimun á Krímskaga í Úkraínu. Fréttamenn Reuters hafa séð drög að tillögum til að sporna gegn áðurnefndu vopni. Talið er að tillögurnar verði ræddar á allsherjarþingi NATO í Varsjá í júlí. Nú þegar hefur NATO aukið umsvif sín á samfélagsmiðlum og aukið virkni á Youtubesíðu bandalagsins.Svara ekki áróðri með áróðri Embættismenn sem Reuters ræddi við segja nauðsynlegt fyrir NATO bandalagið að vera opið og birta sannar upplýsingar. „Eitt af grunngildum NATO er að við getum ekki svarað áróðri með meiri áróðri,“ sagði Oana Lungescu, talsmaður NATO. Stjórnvöld Rússlands hafa varið töluverðum fjármunum undanfarin ár í að byggja upp fjölmiðla eins og Sputnik og RT, sem vinna gegn því sem þeir kalla „vestrænan áróður“. Þá eru yfirvöld Rússlands mjög virk á samfélagsmiðlum. Þar að auki er rekin sérstök ríkisstofnun þar sem fólk vinnur við að dreifa áróðri á spjallborðum og athugasemdakerfum í heiminum. New York Times hefur fjallað ítarlega um stofnunina. Einn sérfræðingur sem Reuters ræddi við sagði Rússa geta skapað þá raunveruleika sem þeir vildu til að ná markmiðum sínum. Meðal tillagna NATO eru leiðir til að bera kennsla á áróður Rússa snemma svo hægt sé að bregðast við honum sem fyrst.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira