NATO leitar leiða til að bregðast við „upplýsingavopni“ Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2016 16:51 Vísir/EPA/AFP NATO leitar nú leiða til að sporna gegn því sem kallað er „upplýsingavopn“ Rússa. Í stað þess að beita áróðri gegn áróðri er unnið að því að gera fleiri leynileg gögn opinber og auka samskipti innan bandalagsins. Bæði NATO og Evrópusambandið hafa lýst áhyggjum yfir getu Rússa til að nota sjónvarpsfréttir og internetið til að vísvitandi dreifa röngum upplýsingum. ESB setti á laggirnar sérstaka deild í fyrra sem ætlað er að bregðast við því sem kallað er „opinber áróður“. Slíkar aðferðir voru notaðar til að styðja við innrás Rússa og innlimun á Krímskaga í Úkraínu. Fréttamenn Reuters hafa séð drög að tillögum til að sporna gegn áðurnefndu vopni. Talið er að tillögurnar verði ræddar á allsherjarþingi NATO í Varsjá í júlí. Nú þegar hefur NATO aukið umsvif sín á samfélagsmiðlum og aukið virkni á Youtubesíðu bandalagsins.Svara ekki áróðri með áróðri Embættismenn sem Reuters ræddi við segja nauðsynlegt fyrir NATO bandalagið að vera opið og birta sannar upplýsingar. „Eitt af grunngildum NATO er að við getum ekki svarað áróðri með meiri áróðri,“ sagði Oana Lungescu, talsmaður NATO. Stjórnvöld Rússlands hafa varið töluverðum fjármunum undanfarin ár í að byggja upp fjölmiðla eins og Sputnik og RT, sem vinna gegn því sem þeir kalla „vestrænan áróður“. Þá eru yfirvöld Rússlands mjög virk á samfélagsmiðlum. Þar að auki er rekin sérstök ríkisstofnun þar sem fólk vinnur við að dreifa áróðri á spjallborðum og athugasemdakerfum í heiminum. New York Times hefur fjallað ítarlega um stofnunina. Einn sérfræðingur sem Reuters ræddi við sagði Rússa geta skapað þá raunveruleika sem þeir vildu til að ná markmiðum sínum. Meðal tillagna NATO eru leiðir til að bera kennsla á áróður Rússa snemma svo hægt sé að bregðast við honum sem fyrst. Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
NATO leitar nú leiða til að sporna gegn því sem kallað er „upplýsingavopn“ Rússa. Í stað þess að beita áróðri gegn áróðri er unnið að því að gera fleiri leynileg gögn opinber og auka samskipti innan bandalagsins. Bæði NATO og Evrópusambandið hafa lýst áhyggjum yfir getu Rússa til að nota sjónvarpsfréttir og internetið til að vísvitandi dreifa röngum upplýsingum. ESB setti á laggirnar sérstaka deild í fyrra sem ætlað er að bregðast við því sem kallað er „opinber áróður“. Slíkar aðferðir voru notaðar til að styðja við innrás Rússa og innlimun á Krímskaga í Úkraínu. Fréttamenn Reuters hafa séð drög að tillögum til að sporna gegn áðurnefndu vopni. Talið er að tillögurnar verði ræddar á allsherjarþingi NATO í Varsjá í júlí. Nú þegar hefur NATO aukið umsvif sín á samfélagsmiðlum og aukið virkni á Youtubesíðu bandalagsins.Svara ekki áróðri með áróðri Embættismenn sem Reuters ræddi við segja nauðsynlegt fyrir NATO bandalagið að vera opið og birta sannar upplýsingar. „Eitt af grunngildum NATO er að við getum ekki svarað áróðri með meiri áróðri,“ sagði Oana Lungescu, talsmaður NATO. Stjórnvöld Rússlands hafa varið töluverðum fjármunum undanfarin ár í að byggja upp fjölmiðla eins og Sputnik og RT, sem vinna gegn því sem þeir kalla „vestrænan áróður“. Þá eru yfirvöld Rússlands mjög virk á samfélagsmiðlum. Þar að auki er rekin sérstök ríkisstofnun þar sem fólk vinnur við að dreifa áróðri á spjallborðum og athugasemdakerfum í heiminum. New York Times hefur fjallað ítarlega um stofnunina. Einn sérfræðingur sem Reuters ræddi við sagði Rússa geta skapað þá raunveruleika sem þeir vildu til að ná markmiðum sínum. Meðal tillagna NATO eru leiðir til að bera kennsla á áróður Rússa snemma svo hægt sé að bregðast við honum sem fyrst.
Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira