Segir mál stúlkunnar á Akranesi því miður ekki einsdæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2016 14:57 „Mér finnst það blasa við að það hafi verið mjög alvarlega brotið á þessari stúlku og ég vona innilega að hún vinni þetta mál. Að mínu mati er þessi líkamsleit bara hreint og klárt ofbeldi,“ segir Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar. vísir Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi, segir mál 16 ára stúlku sem var handtekin og henni gert að afklæðast svo hægt væri að leita að fíkniefnum á henni því miður ekki einsdæmi. Samtökin þekki fjölmörg dæmi þar sem svo virðist sem að lögreglan hafi farið út fyrir valdsvið sitt, ekki síst þegar grunur leiki á að ungt fólk, hafi neytt fíkniefna eða sé með fíkniefni á sér. „Mér finnst það blasa við að það hafi verið mjög alvarlega brotið á þessari stúlku og ég vona innilega að hún vinni þetta mál. Að mínu mati er þessi líkamsleit bara hreint og klárt ofbeldi,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir málið mikið alvarlegra í stóra samhenginu. „Menn setja spurningamerki við að ekki hafi verið kallað til fulltrúa barnaverndar á Akranesi þegar líkamsleitin fór fram en mér finnst tvö atriði alvarlegust í þessu. Annars vegar er það að lögreglan skuli hafa nafnlausan síma sem menn geta hringt í og fellt grun á hvern sem er og lögreglan hlaupi svo bara á eftir því án þess að hafa neitt annað í höndunum. Hins vegar er það svo að það er með öllu óheimilt að framkvæma svona leit án dómsúrskurðar. Lögreglan er þarna að taka sér vald langt umfram það sem hún hefur,“ segir Pétur. Samkvæmt lögregluskýrslu í máli unglingsstúlkunnar á Akranesi, sem var rituð 22 dögum eftir að atvikið, fékk lögreglan á Vesturlandi nafnlausa ábendingu þess efnis að fíkniefni væri að finna í bíl sem stúlkan var farþegi í og að ökumaður bílsins væri undir áhrifum fíkniefna. Í kjölfarið var hún og aðrir í bílnum færðir á lögreglustöð þar sem stúlkunni var sagt að afklæðast og beygja sig fram svo hægt væri að skoða kynfæri henni og rass án snertingar. Engin fíkniefni fundust. Tengdar fréttir Vill fá skýringar á aðförum lögreglunnar Ekki var hringt í sólarhringsvakt barnaverndar á Akranesi þegar sextán ára stúlka var handtekin í ágúst og henni gert að afklæðast. Bæjarstjóri segir málið koma sér í opna skjöldu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tjáir sig ekki um m 13. janúar 2016 07:00 Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. 12. janúar 2016 07:00 Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig um mál stúlku sem var látin afklæðast í fangaklefa á Akranesi Lögreglustjórinn á Vesturlandi hyggst ekki tjá sig um mál 16 ára stúlku sem stefnt hefur íslenska ríkinu vegna líkamsleitar sem lögreglan á Vesturlandi framkvæmdi á stúlkunni í kjölfar þess að hún var handtekin ásamt öðrum ungmennum og lokuð inn í fangaklefa á Akranesi ásamt annarri stúlku. 12. janúar 2016 13:14 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi, segir mál 16 ára stúlku sem var handtekin og henni gert að afklæðast svo hægt væri að leita að fíkniefnum á henni því miður ekki einsdæmi. Samtökin þekki fjölmörg dæmi þar sem svo virðist sem að lögreglan hafi farið út fyrir valdsvið sitt, ekki síst þegar grunur leiki á að ungt fólk, hafi neytt fíkniefna eða sé með fíkniefni á sér. „Mér finnst það blasa við að það hafi verið mjög alvarlega brotið á þessari stúlku og ég vona innilega að hún vinni þetta mál. Að mínu mati er þessi líkamsleit bara hreint og klárt ofbeldi,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir málið mikið alvarlegra í stóra samhenginu. „Menn setja spurningamerki við að ekki hafi verið kallað til fulltrúa barnaverndar á Akranesi þegar líkamsleitin fór fram en mér finnst tvö atriði alvarlegust í þessu. Annars vegar er það að lögreglan skuli hafa nafnlausan síma sem menn geta hringt í og fellt grun á hvern sem er og lögreglan hlaupi svo bara á eftir því án þess að hafa neitt annað í höndunum. Hins vegar er það svo að það er með öllu óheimilt að framkvæma svona leit án dómsúrskurðar. Lögreglan er þarna að taka sér vald langt umfram það sem hún hefur,“ segir Pétur. Samkvæmt lögregluskýrslu í máli unglingsstúlkunnar á Akranesi, sem var rituð 22 dögum eftir að atvikið, fékk lögreglan á Vesturlandi nafnlausa ábendingu þess efnis að fíkniefni væri að finna í bíl sem stúlkan var farþegi í og að ökumaður bílsins væri undir áhrifum fíkniefna. Í kjölfarið var hún og aðrir í bílnum færðir á lögreglustöð þar sem stúlkunni var sagt að afklæðast og beygja sig fram svo hægt væri að skoða kynfæri henni og rass án snertingar. Engin fíkniefni fundust.
Tengdar fréttir Vill fá skýringar á aðförum lögreglunnar Ekki var hringt í sólarhringsvakt barnaverndar á Akranesi þegar sextán ára stúlka var handtekin í ágúst og henni gert að afklæðast. Bæjarstjóri segir málið koma sér í opna skjöldu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tjáir sig ekki um m 13. janúar 2016 07:00 Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. 12. janúar 2016 07:00 Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig um mál stúlku sem var látin afklæðast í fangaklefa á Akranesi Lögreglustjórinn á Vesturlandi hyggst ekki tjá sig um mál 16 ára stúlku sem stefnt hefur íslenska ríkinu vegna líkamsleitar sem lögreglan á Vesturlandi framkvæmdi á stúlkunni í kjölfar þess að hún var handtekin ásamt öðrum ungmennum og lokuð inn í fangaklefa á Akranesi ásamt annarri stúlku. 12. janúar 2016 13:14 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Vill fá skýringar á aðförum lögreglunnar Ekki var hringt í sólarhringsvakt barnaverndar á Akranesi þegar sextán ára stúlka var handtekin í ágúst og henni gert að afklæðast. Bæjarstjóri segir málið koma sér í opna skjöldu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tjáir sig ekki um m 13. janúar 2016 07:00
Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. 12. janúar 2016 07:00
Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig um mál stúlku sem var látin afklæðast í fangaklefa á Akranesi Lögreglustjórinn á Vesturlandi hyggst ekki tjá sig um mál 16 ára stúlku sem stefnt hefur íslenska ríkinu vegna líkamsleitar sem lögreglan á Vesturlandi framkvæmdi á stúlkunni í kjölfar þess að hún var handtekin ásamt öðrum ungmennum og lokuð inn í fangaklefa á Akranesi ásamt annarri stúlku. 12. janúar 2016 13:14