Segir mál stúlkunnar á Akranesi því miður ekki einsdæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2016 14:57 „Mér finnst það blasa við að það hafi verið mjög alvarlega brotið á þessari stúlku og ég vona innilega að hún vinni þetta mál. Að mínu mati er þessi líkamsleit bara hreint og klárt ofbeldi,“ segir Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar. vísir Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi, segir mál 16 ára stúlku sem var handtekin og henni gert að afklæðast svo hægt væri að leita að fíkniefnum á henni því miður ekki einsdæmi. Samtökin þekki fjölmörg dæmi þar sem svo virðist sem að lögreglan hafi farið út fyrir valdsvið sitt, ekki síst þegar grunur leiki á að ungt fólk, hafi neytt fíkniefna eða sé með fíkniefni á sér. „Mér finnst það blasa við að það hafi verið mjög alvarlega brotið á þessari stúlku og ég vona innilega að hún vinni þetta mál. Að mínu mati er þessi líkamsleit bara hreint og klárt ofbeldi,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir málið mikið alvarlegra í stóra samhenginu. „Menn setja spurningamerki við að ekki hafi verið kallað til fulltrúa barnaverndar á Akranesi þegar líkamsleitin fór fram en mér finnst tvö atriði alvarlegust í þessu. Annars vegar er það að lögreglan skuli hafa nafnlausan síma sem menn geta hringt í og fellt grun á hvern sem er og lögreglan hlaupi svo bara á eftir því án þess að hafa neitt annað í höndunum. Hins vegar er það svo að það er með öllu óheimilt að framkvæma svona leit án dómsúrskurðar. Lögreglan er þarna að taka sér vald langt umfram það sem hún hefur,“ segir Pétur. Samkvæmt lögregluskýrslu í máli unglingsstúlkunnar á Akranesi, sem var rituð 22 dögum eftir að atvikið, fékk lögreglan á Vesturlandi nafnlausa ábendingu þess efnis að fíkniefni væri að finna í bíl sem stúlkan var farþegi í og að ökumaður bílsins væri undir áhrifum fíkniefna. Í kjölfarið var hún og aðrir í bílnum færðir á lögreglustöð þar sem stúlkunni var sagt að afklæðast og beygja sig fram svo hægt væri að skoða kynfæri henni og rass án snertingar. Engin fíkniefni fundust. Tengdar fréttir Vill fá skýringar á aðförum lögreglunnar Ekki var hringt í sólarhringsvakt barnaverndar á Akranesi þegar sextán ára stúlka var handtekin í ágúst og henni gert að afklæðast. Bæjarstjóri segir málið koma sér í opna skjöldu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tjáir sig ekki um m 13. janúar 2016 07:00 Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. 12. janúar 2016 07:00 Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig um mál stúlku sem var látin afklæðast í fangaklefa á Akranesi Lögreglustjórinn á Vesturlandi hyggst ekki tjá sig um mál 16 ára stúlku sem stefnt hefur íslenska ríkinu vegna líkamsleitar sem lögreglan á Vesturlandi framkvæmdi á stúlkunni í kjölfar þess að hún var handtekin ásamt öðrum ungmennum og lokuð inn í fangaklefa á Akranesi ásamt annarri stúlku. 12. janúar 2016 13:14 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi, segir mál 16 ára stúlku sem var handtekin og henni gert að afklæðast svo hægt væri að leita að fíkniefnum á henni því miður ekki einsdæmi. Samtökin þekki fjölmörg dæmi þar sem svo virðist sem að lögreglan hafi farið út fyrir valdsvið sitt, ekki síst þegar grunur leiki á að ungt fólk, hafi neytt fíkniefna eða sé með fíkniefni á sér. „Mér finnst það blasa við að það hafi verið mjög alvarlega brotið á þessari stúlku og ég vona innilega að hún vinni þetta mál. Að mínu mati er þessi líkamsleit bara hreint og klárt ofbeldi,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir málið mikið alvarlegra í stóra samhenginu. „Menn setja spurningamerki við að ekki hafi verið kallað til fulltrúa barnaverndar á Akranesi þegar líkamsleitin fór fram en mér finnst tvö atriði alvarlegust í þessu. Annars vegar er það að lögreglan skuli hafa nafnlausan síma sem menn geta hringt í og fellt grun á hvern sem er og lögreglan hlaupi svo bara á eftir því án þess að hafa neitt annað í höndunum. Hins vegar er það svo að það er með öllu óheimilt að framkvæma svona leit án dómsúrskurðar. Lögreglan er þarna að taka sér vald langt umfram það sem hún hefur,“ segir Pétur. Samkvæmt lögregluskýrslu í máli unglingsstúlkunnar á Akranesi, sem var rituð 22 dögum eftir að atvikið, fékk lögreglan á Vesturlandi nafnlausa ábendingu þess efnis að fíkniefni væri að finna í bíl sem stúlkan var farþegi í og að ökumaður bílsins væri undir áhrifum fíkniefna. Í kjölfarið var hún og aðrir í bílnum færðir á lögreglustöð þar sem stúlkunni var sagt að afklæðast og beygja sig fram svo hægt væri að skoða kynfæri henni og rass án snertingar. Engin fíkniefni fundust.
Tengdar fréttir Vill fá skýringar á aðförum lögreglunnar Ekki var hringt í sólarhringsvakt barnaverndar á Akranesi þegar sextán ára stúlka var handtekin í ágúst og henni gert að afklæðast. Bæjarstjóri segir málið koma sér í opna skjöldu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tjáir sig ekki um m 13. janúar 2016 07:00 Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. 12. janúar 2016 07:00 Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig um mál stúlku sem var látin afklæðast í fangaklefa á Akranesi Lögreglustjórinn á Vesturlandi hyggst ekki tjá sig um mál 16 ára stúlku sem stefnt hefur íslenska ríkinu vegna líkamsleitar sem lögreglan á Vesturlandi framkvæmdi á stúlkunni í kjölfar þess að hún var handtekin ásamt öðrum ungmennum og lokuð inn í fangaklefa á Akranesi ásamt annarri stúlku. 12. janúar 2016 13:14 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Vill fá skýringar á aðförum lögreglunnar Ekki var hringt í sólarhringsvakt barnaverndar á Akranesi þegar sextán ára stúlka var handtekin í ágúst og henni gert að afklæðast. Bæjarstjóri segir málið koma sér í opna skjöldu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tjáir sig ekki um m 13. janúar 2016 07:00
Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. 12. janúar 2016 07:00
Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig um mál stúlku sem var látin afklæðast í fangaklefa á Akranesi Lögreglustjórinn á Vesturlandi hyggst ekki tjá sig um mál 16 ára stúlku sem stefnt hefur íslenska ríkinu vegna líkamsleitar sem lögreglan á Vesturlandi framkvæmdi á stúlkunni í kjölfar þess að hún var handtekin ásamt öðrum ungmennum og lokuð inn í fangaklefa á Akranesi ásamt annarri stúlku. 12. janúar 2016 13:14