Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ingvar Haraldsson skrifar 15. janúar 2016 07:00 Þau sem fengu mest síðustu tíu ár. Upphæðirnar eru uppreiknaðar miðað við vísitölu neysluverðs. Þeir listamenn sem hlotið hafa hæstu listamannalaunin síðasta áratug eru allir rithöfundar. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir á að í öðrum launasjóðum en hjá rithöfundum sé jafnframt verkefnissjóður þar sem listamenn geti fengið bæði laun og verkefnisstyrk. Fjórir rithöfundar hafa fengið úthlutuð listamannalaun allt árið samfleytt síðasta áratug. Alls hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur síðustu tíu árum. „Ég held að menn verði að líta til verka þessara listamanna og leyfa þeim að svara fyrir sig,“ segir Bryndís. „Að baki hverri umsókn liggur verkefni til grundvallar sem matið byggir fyrst og fremst á. Menn fá ekki úthlutað til tíu ára á einu bretti. Þessir listamenn hafa þurft að sækja um aftur og aftur og fengið umsóknir sínar samþykktar,“ segir Bryndís.Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir Íslendinga fá mikið fyrir þau listamannalaun sem greidd séu.Miðað við framvinduskýrslur sem listamenn hafa skilað og Bryndís hefur lesið segir hún Íslendinga fá mikið fyrir peningana því fjárhæðin sem listamenn fái greidda sé ekki há. Í ár nema listamannalaun, sem eru líkt og fyrri ár verktakalaun, 351.400 krónum á mánuði. Bryndís segir það ekki koma á óvart að ásakanir um að ákveðinn hópur sitji að listamannalaunum séu uppi þegar úthlutanir síðustu ára séu skoðaðar. „Hins vegar er þetta faglegt mat og þá væntanlega byggt á verkefni og frammistöðu viðkomandi listamanns. Það verður þá bara að segjast eins og er að þetta séu góðir listamenn að mati úthlutunarnefndar sem er í stöðugri breytingu því fólk má ekki sitja lengur en þrjú ár.“ Þá segist Bryndís harma þá óvægnu umræðu sem hafi verið í garð úthlutunarnefndar rithöfundalauna, sem sé bundin þagnarskyldu og geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Allir aðalmenn í í stjórn Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) fengu úthlutað árs listmannalaunum af úthlutunarnefnd sem stjórnin valdi sjálf. „Stjórn sjóðsins hefur farið yfir þessar úthlutanir og það er alveg yfir allan vafa hafið að þær voru unnar á faglegum forsendum og af heilindum. Mér finnst þau ekki hafa mætt réttmætri umfjöllun þó svo óheppilega hafa viljað til varðandi tengingar við úthlutun til stjórnar RSÍ.“ Bryndís segist óttast að afar erfitt verði að fá fólk í valnefndir í framtíðinni vegna umræðunnar sem geisi um störf nefndarmannanna. Hún á þó von á því að verklagið við val á úthlutunarnefndum verði skoðað á næstunni. „Ég býst við að fagfélögin endurskoði verklagsreglur sínar varðandi úthlutunarnefndir í kjölfar þessarar umræðu,“ segir Bryndís. Launasjóður rithöfunda er stærsti sjóðurinn, en 531 mánaðarlaunum var úthlutað úr honum í ár. Næstur kemur launasjóður myndlistarmanna þaðan sem úthlutað var 435 mánaðarlaunum. Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Þeir listamenn sem hlotið hafa hæstu listamannalaunin síðasta áratug eru allir rithöfundar. Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir á að í öðrum launasjóðum en hjá rithöfundum sé jafnframt verkefnissjóður þar sem listamenn geti fengið bæði laun og verkefnisstyrk. Fjórir rithöfundar hafa fengið úthlutuð listamannalaun allt árið samfleytt síðasta áratug. Alls hafa ellefu rithöfundar fengið úthlutað listamannalaunum í níu ár eða lengur síðustu tíu árum. „Ég held að menn verði að líta til verka þessara listamanna og leyfa þeim að svara fyrir sig,“ segir Bryndís. „Að baki hverri umsókn liggur verkefni til grundvallar sem matið byggir fyrst og fremst á. Menn fá ekki úthlutað til tíu ára á einu bretti. Þessir listamenn hafa þurft að sækja um aftur og aftur og fengið umsóknir sínar samþykktar,“ segir Bryndís.Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, segir Íslendinga fá mikið fyrir þau listamannalaun sem greidd séu.Miðað við framvinduskýrslur sem listamenn hafa skilað og Bryndís hefur lesið segir hún Íslendinga fá mikið fyrir peningana því fjárhæðin sem listamenn fái greidda sé ekki há. Í ár nema listamannalaun, sem eru líkt og fyrri ár verktakalaun, 351.400 krónum á mánuði. Bryndís segir það ekki koma á óvart að ásakanir um að ákveðinn hópur sitji að listamannalaunum séu uppi þegar úthlutanir síðustu ára séu skoðaðar. „Hins vegar er þetta faglegt mat og þá væntanlega byggt á verkefni og frammistöðu viðkomandi listamanns. Það verður þá bara að segjast eins og er að þetta séu góðir listamenn að mati úthlutunarnefndar sem er í stöðugri breytingu því fólk má ekki sitja lengur en þrjú ár.“ Þá segist Bryndís harma þá óvægnu umræðu sem hafi verið í garð úthlutunarnefndar rithöfundalauna, sem sé bundin þagnarskyldu og geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Allir aðalmenn í í stjórn Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) fengu úthlutað árs listmannalaunum af úthlutunarnefnd sem stjórnin valdi sjálf. „Stjórn sjóðsins hefur farið yfir þessar úthlutanir og það er alveg yfir allan vafa hafið að þær voru unnar á faglegum forsendum og af heilindum. Mér finnst þau ekki hafa mætt réttmætri umfjöllun þó svo óheppilega hafa viljað til varðandi tengingar við úthlutun til stjórnar RSÍ.“ Bryndís segist óttast að afar erfitt verði að fá fólk í valnefndir í framtíðinni vegna umræðunnar sem geisi um störf nefndarmannanna. Hún á þó von á því að verklagið við val á úthlutunarnefndum verði skoðað á næstunni. „Ég býst við að fagfélögin endurskoði verklagsreglur sínar varðandi úthlutunarnefndir í kjölfar þessarar umræðu,“ segir Bryndís. Launasjóður rithöfunda er stærsti sjóðurinn, en 531 mánaðarlaunum var úthlutað úr honum í ár. Næstur kemur launasjóður myndlistarmanna þaðan sem úthlutað var 435 mánaðarlaunum.
Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39
Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00