Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2016 13:23 Fyrir liggur að listmannalaunin og fyrirkomulag þeirra verða tekin fyrir á þinginu. Haraldur Einarsson þingmaður Framsóknarflokksins er nú að undirbúa fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, í nokkrum liðum en hún snýr að listamannalaunum sem hafa verið mjög til umræðu eftir að gerð var grein fyrir því hverjir fengu úthlutað starfslaunum. „Þetta virðist vera eitthvað sem þarf að laga og þá sérstaklega fyrir listamennina sjálfa. Þeir sem eru að þiggja þessi laun fyrir vel unnin störf eiga ekki að þurfa að líða fyrir það. Við viljum flest hafa listir og menningu í landinu en eins og einhver listamaðurinn benti á er erfitt að vega það og meta hvern beri að styrkja í þeim efnum. Kannski sitja ekki allir við sama borð. Skattkerfið gæti komið inní til að meira jafnræðis sé gætt, þá milli listamanna,“ segir Haraldur í samtali við Vísi.Jafnræðis ekki gætt Honum sýnist sem svo að ekki sé jafnræðis gætt og stefnir að því að leggja fyrirspurnina fram á morgun, eða í síðasta lagi þegar þing kemur saman í næstu viku. Fyrirspurnin sem Haraldur hyggst leggja fram er þríþætt. Hún snýr að því hvort hugsanlega hafi stjórnsýslulög verið brotin við úthlutun, þá í tengslum við það að stjórn fagfélagsins velji í úthlutunarnefndina, sem svo deilir styrkjum til stjórnarmanna og félaga þeirra.Vísir sagði frétt af nákvæmlega þessu í vikunni sem vakti verulega athygli. Í öðru lagi ætlar Haraldur að spyrja Illuga hvort ekki þurfi að skilgreina betur hvernig styrkirnir eru hugsaðir, hvort til dæmis sé rétt að beina styrkjum til þeirra sem sérstaklega beina skrifum sínum að markaðinum leynt og ljóst, sem slíkum? Í þriðja lagi þá hvort ekki geti verið rétt að tekjutengja listmannalaun?Vill höggva á kergjuhnúta „Já, og þá í fjórða lagi hvort ráðherra hyggst beita sér fyrir breytingum á þessu fyrirkomulagi, til að ná sátt um þessar úthlutanir,“ segir Haraldur og telur fulla ástæðu til að reyna að finna einhverja lausn sem gæti orðið til að slá á þá kergju sem gjarnan sprettur upp árlega þegar gerð er grein fyrir þessum úthlutunum. Haraldur segir það kannski annað mál, en hann stefnir einnig að því að skoða sérstaklega heiðurslaun listamanna en hann telur fulla ástæðu til að gera breytingar á því fyrirkomulagi, einnig. Tengdar fréttir Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19 Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra "Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa,“ segir Ingólfur Þórarinsson. 7. janúar 2016 21:22 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Haraldur Einarsson þingmaður Framsóknarflokksins er nú að undirbúa fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, í nokkrum liðum en hún snýr að listamannalaunum sem hafa verið mjög til umræðu eftir að gerð var grein fyrir því hverjir fengu úthlutað starfslaunum. „Þetta virðist vera eitthvað sem þarf að laga og þá sérstaklega fyrir listamennina sjálfa. Þeir sem eru að þiggja þessi laun fyrir vel unnin störf eiga ekki að þurfa að líða fyrir það. Við viljum flest hafa listir og menningu í landinu en eins og einhver listamaðurinn benti á er erfitt að vega það og meta hvern beri að styrkja í þeim efnum. Kannski sitja ekki allir við sama borð. Skattkerfið gæti komið inní til að meira jafnræðis sé gætt, þá milli listamanna,“ segir Haraldur í samtali við Vísi.Jafnræðis ekki gætt Honum sýnist sem svo að ekki sé jafnræðis gætt og stefnir að því að leggja fyrirspurnina fram á morgun, eða í síðasta lagi þegar þing kemur saman í næstu viku. Fyrirspurnin sem Haraldur hyggst leggja fram er þríþætt. Hún snýr að því hvort hugsanlega hafi stjórnsýslulög verið brotin við úthlutun, þá í tengslum við það að stjórn fagfélagsins velji í úthlutunarnefndina, sem svo deilir styrkjum til stjórnarmanna og félaga þeirra.Vísir sagði frétt af nákvæmlega þessu í vikunni sem vakti verulega athygli. Í öðru lagi ætlar Haraldur að spyrja Illuga hvort ekki þurfi að skilgreina betur hvernig styrkirnir eru hugsaðir, hvort til dæmis sé rétt að beina styrkjum til þeirra sem sérstaklega beina skrifum sínum að markaðinum leynt og ljóst, sem slíkum? Í þriðja lagi þá hvort ekki geti verið rétt að tekjutengja listmannalaun?Vill höggva á kergjuhnúta „Já, og þá í fjórða lagi hvort ráðherra hyggst beita sér fyrir breytingum á þessu fyrirkomulagi, til að ná sátt um þessar úthlutanir,“ segir Haraldur og telur fulla ástæðu til að reyna að finna einhverja lausn sem gæti orðið til að slá á þá kergju sem gjarnan sprettur upp árlega þegar gerð er grein fyrir þessum úthlutunum. Haraldur segir það kannski annað mál, en hann stefnir einnig að því að skoða sérstaklega heiðurslaun listamanna en hann telur fulla ástæðu til að gera breytingar á því fyrirkomulagi, einnig.
Tengdar fréttir Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19 Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra "Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa,“ segir Ingólfur Þórarinsson. 7. janúar 2016 21:22 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Segir rithöfunda mega sitja undir aurmokstri vegna listamannalauna Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur svarar netverjum sem gagnrýnt hafa listmannalaun. 8. janúar 2016 16:19
Fyrrum veðurguðinn Ingó mótfallinn listamannalaunum: Segir súrt að skattpeningar erfiðisvinnu sinnar fari í sköpun annarra "Ég vil nefnilega ekki að skattpeningar sem móðir mín bankastarfsmaður eða pabbi minn kennari greiða til samfélagsins fari í að borga mér eða öðrum fyrir að skapa,“ segir Ingólfur Þórarinsson. 7. janúar 2016 21:22
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39