Erlent

Allt stefnir í fyrsta kvenforseta Taívan

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Tsai Ing-wen gæti orðið næsti forseti Taívans.
Tsai Ing-wen gæti orðið næsti forseti Taívans. Nordicphotos/AFP
Taívanar ganga að kjörborðinu á morgun til að kjósa forseta og nýtt þing.

Allt stefnir í sigur hins mið-vinstrisinnaða DPP í bæði þing- og forsetakosningum.

Forsetaframbjóðandi DPP, Tsai Ing-wen, yrði fyrsta konan til að gegna embætti forseta Taívans.

Ma Ying-jeou, forseti Taívans, úr hægriflokknum Kuomintang hefur þjónað sem forseti frá árinu 2008. Hann gefur ekki kost á sér aftur sem forseti sökum þess að seta forseta er takmörkuð við tvö kjörtímabil.

Ying-jeou hefur í tíð sinni sem forseti eflt tengsl Taívans og Kína en nú gæti orðið breyting þar á þar sem DPP hefur ætíð hallast að auknu sjálfstæði og fullveldi Taívans.

Kuomintang hefur stjórnað Taívan frá árinu 2008 en valdatíð hans virðist að lokum komin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×