Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2016 17:15 John Kerry og Mohammad Javad Zarif eyddu miklu púðri í að ná saman í sumar. Vísir/Getty Gert er ráð fyrir að Alþjóðaorkumálastofnunin gefi grænt ljós á það í dag að viðskiptaþvinganir sem í gildi hafa verið gegn Íran undanfarin tíu ár verði aflétt í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegi hans frá Íran, Mohammad Javad Zarif eru nú staddir í Vínarborg ásamt Federica Mogherini, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, þar sem þau muni tilkynna að Íran hafi fullnægt þeim skilyrðum sem sett voru fram í kjarnorkusamningi Írana við Bandaríkin sem gerður var í sumar.Sjá einnig: Samið við Írana: Sögulegt samkomulag og opnað á „nýjan kafla vonar“Viðskiptaþvinganirnar voru upphaflega settar á vegna þess að Íranir voru taldir vera nálægt því að framleiða kjarnorkuvopn. Með samningunum í sumar lofuðu Íranir því að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni svo að treysta mætti því að ríkið væri ekki að þróa kjarnorkuvopn gegn því að slakað yrði verulega á efnahagsþvingunum sem hafa hamlað þróun efnahags Íran undanfarin áratug.Sjá einnig: Bandarísku sjóliðunum í Íran sleppt Eftir að viðskiptaþvingunum verður aflétt getur Íran á nýjan leik tengst hinu alþjóðafjármálaumhverfi og erlend fyrirtæki, sem og írönsk, munu eiga auðveldara með að stunda viðskipti sín á milli. Íran mun einnig fá leyfi til þess að auka útflutning sinn á olíu um 500 þúsund tunnur og alls verða um 30 milljarðar dolllar í eigu íranskra aðila ekki lengur vera frystir af hálfu erlendra banka.Sjá einnig: Ákvæði í samningnum sem tryggja að Íranar svindli ekkiSamskipti Íran og Bandaríkjanna hafa batnað til muna í kjölfar þess að ríkin skrifuðu undir kjarnorkusamninginn í sumar en í dag skiptust ríkin á föngum. Fimm Bandaríkjamenn sem voru í haldi í Íran var sleppt og Bandaríkin náðuðu eða slepptu úr haldi sjö Írönum. Utanríkisráðherra Íran, Zarif, var mjög ánægður með að aflétta ætti viðskiptaþvingunum og sagði að dagurinn í dag væri bæði góður fyrir Íran og Mið-Austurlönd. Samningurinn sannaði það að hægt væri að leysa alvarleg vandamál með samskiptum frekar en þrýstingi og hótunum. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Alþjóðaorkumálastofnunin gefi grænt ljós á það í dag að viðskiptaþvinganir sem í gildi hafa verið gegn Íran undanfarin tíu ár verði aflétt í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegi hans frá Íran, Mohammad Javad Zarif eru nú staddir í Vínarborg ásamt Federica Mogherini, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, þar sem þau muni tilkynna að Íran hafi fullnægt þeim skilyrðum sem sett voru fram í kjarnorkusamningi Írana við Bandaríkin sem gerður var í sumar.Sjá einnig: Samið við Írana: Sögulegt samkomulag og opnað á „nýjan kafla vonar“Viðskiptaþvinganirnar voru upphaflega settar á vegna þess að Íranir voru taldir vera nálægt því að framleiða kjarnorkuvopn. Með samningunum í sumar lofuðu Íranir því að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni svo að treysta mætti því að ríkið væri ekki að þróa kjarnorkuvopn gegn því að slakað yrði verulega á efnahagsþvingunum sem hafa hamlað þróun efnahags Íran undanfarin áratug.Sjá einnig: Bandarísku sjóliðunum í Íran sleppt Eftir að viðskiptaþvingunum verður aflétt getur Íran á nýjan leik tengst hinu alþjóðafjármálaumhverfi og erlend fyrirtæki, sem og írönsk, munu eiga auðveldara með að stunda viðskipti sín á milli. Íran mun einnig fá leyfi til þess að auka útflutning sinn á olíu um 500 þúsund tunnur og alls verða um 30 milljarðar dolllar í eigu íranskra aðila ekki lengur vera frystir af hálfu erlendra banka.Sjá einnig: Ákvæði í samningnum sem tryggja að Íranar svindli ekkiSamskipti Íran og Bandaríkjanna hafa batnað til muna í kjölfar þess að ríkin skrifuðu undir kjarnorkusamninginn í sumar en í dag skiptust ríkin á föngum. Fimm Bandaríkjamenn sem voru í haldi í Íran var sleppt og Bandaríkin náðuðu eða slepptu úr haldi sjö Írönum. Utanríkisráðherra Íran, Zarif, var mjög ánægður með að aflétta ætti viðskiptaþvingunum og sagði að dagurinn í dag væri bæði góður fyrir Íran og Mið-Austurlönd. Samningurinn sannaði það að hægt væri að leysa alvarleg vandamál með samskiptum frekar en þrýstingi og hótunum.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira