Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2016 17:15 John Kerry og Mohammad Javad Zarif eyddu miklu púðri í að ná saman í sumar. Vísir/Getty Gert er ráð fyrir að Alþjóðaorkumálastofnunin gefi grænt ljós á það í dag að viðskiptaþvinganir sem í gildi hafa verið gegn Íran undanfarin tíu ár verði aflétt í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegi hans frá Íran, Mohammad Javad Zarif eru nú staddir í Vínarborg ásamt Federica Mogherini, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, þar sem þau muni tilkynna að Íran hafi fullnægt þeim skilyrðum sem sett voru fram í kjarnorkusamningi Írana við Bandaríkin sem gerður var í sumar.Sjá einnig: Samið við Írana: Sögulegt samkomulag og opnað á „nýjan kafla vonar“Viðskiptaþvinganirnar voru upphaflega settar á vegna þess að Íranir voru taldir vera nálægt því að framleiða kjarnorkuvopn. Með samningunum í sumar lofuðu Íranir því að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni svo að treysta mætti því að ríkið væri ekki að þróa kjarnorkuvopn gegn því að slakað yrði verulega á efnahagsþvingunum sem hafa hamlað þróun efnahags Íran undanfarin áratug.Sjá einnig: Bandarísku sjóliðunum í Íran sleppt Eftir að viðskiptaþvingunum verður aflétt getur Íran á nýjan leik tengst hinu alþjóðafjármálaumhverfi og erlend fyrirtæki, sem og írönsk, munu eiga auðveldara með að stunda viðskipti sín á milli. Íran mun einnig fá leyfi til þess að auka útflutning sinn á olíu um 500 þúsund tunnur og alls verða um 30 milljarðar dolllar í eigu íranskra aðila ekki lengur vera frystir af hálfu erlendra banka.Sjá einnig: Ákvæði í samningnum sem tryggja að Íranar svindli ekkiSamskipti Íran og Bandaríkjanna hafa batnað til muna í kjölfar þess að ríkin skrifuðu undir kjarnorkusamninginn í sumar en í dag skiptust ríkin á föngum. Fimm Bandaríkjamenn sem voru í haldi í Íran var sleppt og Bandaríkin náðuðu eða slepptu úr haldi sjö Írönum. Utanríkisráðherra Íran, Zarif, var mjög ánægður með að aflétta ætti viðskiptaþvingunum og sagði að dagurinn í dag væri bæði góður fyrir Íran og Mið-Austurlönd. Samningurinn sannaði það að hægt væri að leysa alvarleg vandamál með samskiptum frekar en þrýstingi og hótunum. Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Alþjóðaorkumálastofnunin gefi grænt ljós á það í dag að viðskiptaþvinganir sem í gildi hafa verið gegn Íran undanfarin tíu ár verði aflétt í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegi hans frá Íran, Mohammad Javad Zarif eru nú staddir í Vínarborg ásamt Federica Mogherini, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, þar sem þau muni tilkynna að Íran hafi fullnægt þeim skilyrðum sem sett voru fram í kjarnorkusamningi Írana við Bandaríkin sem gerður var í sumar.Sjá einnig: Samið við Írana: Sögulegt samkomulag og opnað á „nýjan kafla vonar“Viðskiptaþvinganirnar voru upphaflega settar á vegna þess að Íranir voru taldir vera nálægt því að framleiða kjarnorkuvopn. Með samningunum í sumar lofuðu Íranir því að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni svo að treysta mætti því að ríkið væri ekki að þróa kjarnorkuvopn gegn því að slakað yrði verulega á efnahagsþvingunum sem hafa hamlað þróun efnahags Íran undanfarin áratug.Sjá einnig: Bandarísku sjóliðunum í Íran sleppt Eftir að viðskiptaþvingunum verður aflétt getur Íran á nýjan leik tengst hinu alþjóðafjármálaumhverfi og erlend fyrirtæki, sem og írönsk, munu eiga auðveldara með að stunda viðskipti sín á milli. Íran mun einnig fá leyfi til þess að auka útflutning sinn á olíu um 500 þúsund tunnur og alls verða um 30 milljarðar dolllar í eigu íranskra aðila ekki lengur vera frystir af hálfu erlendra banka.Sjá einnig: Ákvæði í samningnum sem tryggja að Íranar svindli ekkiSamskipti Íran og Bandaríkjanna hafa batnað til muna í kjölfar þess að ríkin skrifuðu undir kjarnorkusamninginn í sumar en í dag skiptust ríkin á föngum. Fimm Bandaríkjamenn sem voru í haldi í Íran var sleppt og Bandaríkin náðuðu eða slepptu úr haldi sjö Írönum. Utanríkisráðherra Íran, Zarif, var mjög ánægður með að aflétta ætti viðskiptaþvingunum og sagði að dagurinn í dag væri bæði góður fyrir Íran og Mið-Austurlönd. Samningurinn sannaði það að hægt væri að leysa alvarleg vandamál með samskiptum frekar en þrýstingi og hótunum.
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira