Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2016 17:15 John Kerry og Mohammad Javad Zarif eyddu miklu púðri í að ná saman í sumar. Vísir/Getty Gert er ráð fyrir að Alþjóðaorkumálastofnunin gefi grænt ljós á það í dag að viðskiptaþvinganir sem í gildi hafa verið gegn Íran undanfarin tíu ár verði aflétt í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegi hans frá Íran, Mohammad Javad Zarif eru nú staddir í Vínarborg ásamt Federica Mogherini, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, þar sem þau muni tilkynna að Íran hafi fullnægt þeim skilyrðum sem sett voru fram í kjarnorkusamningi Írana við Bandaríkin sem gerður var í sumar.Sjá einnig: Samið við Írana: Sögulegt samkomulag og opnað á „nýjan kafla vonar“Viðskiptaþvinganirnar voru upphaflega settar á vegna þess að Íranir voru taldir vera nálægt því að framleiða kjarnorkuvopn. Með samningunum í sumar lofuðu Íranir því að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni svo að treysta mætti því að ríkið væri ekki að þróa kjarnorkuvopn gegn því að slakað yrði verulega á efnahagsþvingunum sem hafa hamlað þróun efnahags Íran undanfarin áratug.Sjá einnig: Bandarísku sjóliðunum í Íran sleppt Eftir að viðskiptaþvingunum verður aflétt getur Íran á nýjan leik tengst hinu alþjóðafjármálaumhverfi og erlend fyrirtæki, sem og írönsk, munu eiga auðveldara með að stunda viðskipti sín á milli. Íran mun einnig fá leyfi til þess að auka útflutning sinn á olíu um 500 þúsund tunnur og alls verða um 30 milljarðar dolllar í eigu íranskra aðila ekki lengur vera frystir af hálfu erlendra banka.Sjá einnig: Ákvæði í samningnum sem tryggja að Íranar svindli ekkiSamskipti Íran og Bandaríkjanna hafa batnað til muna í kjölfar þess að ríkin skrifuðu undir kjarnorkusamninginn í sumar en í dag skiptust ríkin á föngum. Fimm Bandaríkjamenn sem voru í haldi í Íran var sleppt og Bandaríkin náðuðu eða slepptu úr haldi sjö Írönum. Utanríkisráðherra Íran, Zarif, var mjög ánægður með að aflétta ætti viðskiptaþvingunum og sagði að dagurinn í dag væri bæði góður fyrir Íran og Mið-Austurlönd. Samningurinn sannaði það að hægt væri að leysa alvarleg vandamál með samskiptum frekar en þrýstingi og hótunum. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Alþjóðaorkumálastofnunin gefi grænt ljós á það í dag að viðskiptaþvinganir sem í gildi hafa verið gegn Íran undanfarin tíu ár verði aflétt í dag. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og kollegi hans frá Íran, Mohammad Javad Zarif eru nú staddir í Vínarborg ásamt Federica Mogherini, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, þar sem þau muni tilkynna að Íran hafi fullnægt þeim skilyrðum sem sett voru fram í kjarnorkusamningi Írana við Bandaríkin sem gerður var í sumar.Sjá einnig: Samið við Írana: Sögulegt samkomulag og opnað á „nýjan kafla vonar“Viðskiptaþvinganirnar voru upphaflega settar á vegna þess að Íranir voru taldir vera nálægt því að framleiða kjarnorkuvopn. Með samningunum í sumar lofuðu Íranir því að draga úr kjarnorkuframleiðslu sinni svo að treysta mætti því að ríkið væri ekki að þróa kjarnorkuvopn gegn því að slakað yrði verulega á efnahagsþvingunum sem hafa hamlað þróun efnahags Íran undanfarin áratug.Sjá einnig: Bandarísku sjóliðunum í Íran sleppt Eftir að viðskiptaþvingunum verður aflétt getur Íran á nýjan leik tengst hinu alþjóðafjármálaumhverfi og erlend fyrirtæki, sem og írönsk, munu eiga auðveldara með að stunda viðskipti sín á milli. Íran mun einnig fá leyfi til þess að auka útflutning sinn á olíu um 500 þúsund tunnur og alls verða um 30 milljarðar dolllar í eigu íranskra aðila ekki lengur vera frystir af hálfu erlendra banka.Sjá einnig: Ákvæði í samningnum sem tryggja að Íranar svindli ekkiSamskipti Íran og Bandaríkjanna hafa batnað til muna í kjölfar þess að ríkin skrifuðu undir kjarnorkusamninginn í sumar en í dag skiptust ríkin á föngum. Fimm Bandaríkjamenn sem voru í haldi í Íran var sleppt og Bandaríkin náðuðu eða slepptu úr haldi sjö Írönum. Utanríkisráðherra Íran, Zarif, var mjög ánægður með að aflétta ætti viðskiptaþvingunum og sagði að dagurinn í dag væri bæði góður fyrir Íran og Mið-Austurlönd. Samningurinn sannaði það að hægt væri að leysa alvarleg vandamál með samskiptum frekar en þrýstingi og hótunum.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira