Ákvæði í samningnum sem tryggja að Íranar svindli ekki Guðsteinn Bjarnarsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaþing nú þurfa að taka mikilvægustu ákvörðun sína í utanríkismálum frá því ákveðið var að ráðast inn í Írak. nordicphotos/AFP „Við skulum ekkert vera neitt að tipla í kringum þetta,“ sagði Barack Obama í gær: „Valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir er á endanum milli viðræðna eða einhvers konar stríðs. Kannski ekki á morgun, kannski ekki eftir þrjá mánuði, en fljótlega.“ Hann sagði þetta í ræðu, sem hann flutti í háskóla í Washington, þar sem hann varði kjarnorkusamninginn við Íran og hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja hann. Hann vísaði til Íraksstríðsins, sem Bandaríkjamenn hafi anað út í og þurfi nú að kljást við afleiðingar þess. Nú séu þeir sömu, sem hvöttu til Írakstríðsins, að berjast gegn kjarnorkusamningnum við Íran. Röksemdir þeirra standist samt ekki nú frekar en þá. Harðasti andstæðingur samningsins er Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur hvatt gyðinga á Bandaríkjaþingi til þess að greiða atkvæði gegn frumvarpinu: „Nú er tíminn til að standa upp og gera grein fyrir sér: Sýnið þessum hættulega samningi andstöðu,“ sagði hann í ávarpi á þriðjudag. Steve Israel, sem er áhrifamesti gyðingurinn í röðum demókrata á Bandaríkjaþingi, brást skjótt við og sagðist ekki ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Nokkrir aðrir áhrifamiklir gyðingar á þingi hafa hins vegar sagst styðja samninginn. Reuters-fréttastofan skýrði í gær frá því að Wendy Sherman, aðalsamningamaður Bandaríkjanna gagnvart Íran, hefði sagt að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til þess að veita Ísrael frekari aðstoð í öryggismálum, vildi Netanjahú það. Obama sagði í ræðu sinni vel skiljanlegt að Ísraelsstjórn hefði miklar efasemdir um samninga við Íran, enda væru þar innanborðs ráðamenn sem bæði afneita helförinni og boða grímulaust gyðingahatur. Í samningnum væru hins vegar ákvæði, sem tryggðu að Íranar gætu ekki gengið á bak orða sinna: „Ef Íranar svindla, þá mun komast upp um þá,“ sagði Obama. Samningurinn var gerður í júlí síðastliðnum og verður borinn undir atkvæðagreiðslu á Bandaríkjaþingi í lok september. Samkvæmt samningnum draga Íranar verulega úr umfangi kjarnorkuáætlunar sinnar og gera alþjóðlegum eftirlitsmönnum kleift að fylgjast grannt með þróun mála þar, en í staðinn verður refsiaðgerðum gegn Íran aflétt. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
„Við skulum ekkert vera neitt að tipla í kringum þetta,“ sagði Barack Obama í gær: „Valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir er á endanum milli viðræðna eða einhvers konar stríðs. Kannski ekki á morgun, kannski ekki eftir þrjá mánuði, en fljótlega.“ Hann sagði þetta í ræðu, sem hann flutti í háskóla í Washington, þar sem hann varði kjarnorkusamninginn við Íran og hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja hann. Hann vísaði til Íraksstríðsins, sem Bandaríkjamenn hafi anað út í og þurfi nú að kljást við afleiðingar þess. Nú séu þeir sömu, sem hvöttu til Írakstríðsins, að berjast gegn kjarnorkusamningnum við Íran. Röksemdir þeirra standist samt ekki nú frekar en þá. Harðasti andstæðingur samningsins er Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur hvatt gyðinga á Bandaríkjaþingi til þess að greiða atkvæði gegn frumvarpinu: „Nú er tíminn til að standa upp og gera grein fyrir sér: Sýnið þessum hættulega samningi andstöðu,“ sagði hann í ávarpi á þriðjudag. Steve Israel, sem er áhrifamesti gyðingurinn í röðum demókrata á Bandaríkjaþingi, brást skjótt við og sagðist ekki ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Nokkrir aðrir áhrifamiklir gyðingar á þingi hafa hins vegar sagst styðja samninginn. Reuters-fréttastofan skýrði í gær frá því að Wendy Sherman, aðalsamningamaður Bandaríkjanna gagnvart Íran, hefði sagt að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til þess að veita Ísrael frekari aðstoð í öryggismálum, vildi Netanjahú það. Obama sagði í ræðu sinni vel skiljanlegt að Ísraelsstjórn hefði miklar efasemdir um samninga við Íran, enda væru þar innanborðs ráðamenn sem bæði afneita helförinni og boða grímulaust gyðingahatur. Í samningnum væru hins vegar ákvæði, sem tryggðu að Íranar gætu ekki gengið á bak orða sinna: „Ef Íranar svindla, þá mun komast upp um þá,“ sagði Obama. Samningurinn var gerður í júlí síðastliðnum og verður borinn undir atkvæðagreiðslu á Bandaríkjaþingi í lok september. Samkvæmt samningnum draga Íranar verulega úr umfangi kjarnorkuáætlunar sinnar og gera alþjóðlegum eftirlitsmönnum kleift að fylgjast grannt með þróun mála þar, en í staðinn verður refsiaðgerðum gegn Íran aflétt.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira