Ákvæði í samningnum sem tryggja að Íranar svindli ekki Guðsteinn Bjarnarsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaþing nú þurfa að taka mikilvægustu ákvörðun sína í utanríkismálum frá því ákveðið var að ráðast inn í Írak. nordicphotos/AFP „Við skulum ekkert vera neitt að tipla í kringum þetta,“ sagði Barack Obama í gær: „Valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir er á endanum milli viðræðna eða einhvers konar stríðs. Kannski ekki á morgun, kannski ekki eftir þrjá mánuði, en fljótlega.“ Hann sagði þetta í ræðu, sem hann flutti í háskóla í Washington, þar sem hann varði kjarnorkusamninginn við Íran og hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja hann. Hann vísaði til Íraksstríðsins, sem Bandaríkjamenn hafi anað út í og þurfi nú að kljást við afleiðingar þess. Nú séu þeir sömu, sem hvöttu til Írakstríðsins, að berjast gegn kjarnorkusamningnum við Íran. Röksemdir þeirra standist samt ekki nú frekar en þá. Harðasti andstæðingur samningsins er Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur hvatt gyðinga á Bandaríkjaþingi til þess að greiða atkvæði gegn frumvarpinu: „Nú er tíminn til að standa upp og gera grein fyrir sér: Sýnið þessum hættulega samningi andstöðu,“ sagði hann í ávarpi á þriðjudag. Steve Israel, sem er áhrifamesti gyðingurinn í röðum demókrata á Bandaríkjaþingi, brást skjótt við og sagðist ekki ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Nokkrir aðrir áhrifamiklir gyðingar á þingi hafa hins vegar sagst styðja samninginn. Reuters-fréttastofan skýrði í gær frá því að Wendy Sherman, aðalsamningamaður Bandaríkjanna gagnvart Íran, hefði sagt að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til þess að veita Ísrael frekari aðstoð í öryggismálum, vildi Netanjahú það. Obama sagði í ræðu sinni vel skiljanlegt að Ísraelsstjórn hefði miklar efasemdir um samninga við Íran, enda væru þar innanborðs ráðamenn sem bæði afneita helförinni og boða grímulaust gyðingahatur. Í samningnum væru hins vegar ákvæði, sem tryggðu að Íranar gætu ekki gengið á bak orða sinna: „Ef Íranar svindla, þá mun komast upp um þá,“ sagði Obama. Samningurinn var gerður í júlí síðastliðnum og verður borinn undir atkvæðagreiðslu á Bandaríkjaþingi í lok september. Samkvæmt samningnum draga Íranar verulega úr umfangi kjarnorkuáætlunar sinnar og gera alþjóðlegum eftirlitsmönnum kleift að fylgjast grannt með þróun mála þar, en í staðinn verður refsiaðgerðum gegn Íran aflétt. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
„Við skulum ekkert vera neitt að tipla í kringum þetta,“ sagði Barack Obama í gær: „Valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir er á endanum milli viðræðna eða einhvers konar stríðs. Kannski ekki á morgun, kannski ekki eftir þrjá mánuði, en fljótlega.“ Hann sagði þetta í ræðu, sem hann flutti í háskóla í Washington, þar sem hann varði kjarnorkusamninginn við Íran og hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja hann. Hann vísaði til Íraksstríðsins, sem Bandaríkjamenn hafi anað út í og þurfi nú að kljást við afleiðingar þess. Nú séu þeir sömu, sem hvöttu til Írakstríðsins, að berjast gegn kjarnorkusamningnum við Íran. Röksemdir þeirra standist samt ekki nú frekar en þá. Harðasti andstæðingur samningsins er Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur hvatt gyðinga á Bandaríkjaþingi til þess að greiða atkvæði gegn frumvarpinu: „Nú er tíminn til að standa upp og gera grein fyrir sér: Sýnið þessum hættulega samningi andstöðu,“ sagði hann í ávarpi á þriðjudag. Steve Israel, sem er áhrifamesti gyðingurinn í röðum demókrata á Bandaríkjaþingi, brást skjótt við og sagðist ekki ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Nokkrir aðrir áhrifamiklir gyðingar á þingi hafa hins vegar sagst styðja samninginn. Reuters-fréttastofan skýrði í gær frá því að Wendy Sherman, aðalsamningamaður Bandaríkjanna gagnvart Íran, hefði sagt að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til þess að veita Ísrael frekari aðstoð í öryggismálum, vildi Netanjahú það. Obama sagði í ræðu sinni vel skiljanlegt að Ísraelsstjórn hefði miklar efasemdir um samninga við Íran, enda væru þar innanborðs ráðamenn sem bæði afneita helförinni og boða grímulaust gyðingahatur. Í samningnum væru hins vegar ákvæði, sem tryggðu að Íranar gætu ekki gengið á bak orða sinna: „Ef Íranar svindla, þá mun komast upp um þá,“ sagði Obama. Samningurinn var gerður í júlí síðastliðnum og verður borinn undir atkvæðagreiðslu á Bandaríkjaþingi í lok september. Samkvæmt samningnum draga Íranar verulega úr umfangi kjarnorkuáætlunar sinnar og gera alþjóðlegum eftirlitsmönnum kleift að fylgjast grannt með þróun mála þar, en í staðinn verður refsiaðgerðum gegn Íran aflétt.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira