Marklínutækni var rædd á fundi dómaranefndar UEFA í París í síðasta mánuði og einnig á fundi framkvæmdastjórnar sambandsins. Ákvörðunin verður gerð opinber í Nyon á föstudaginn.
Michel Platini, forseti UEFA, hefur í langan tíma verið á móti marklínutækni og frekar notað sprotadómara í stærri dómarateymi.
Hann hefur reyndar hallast meira í átt að marklínutækninni undanfarin ár og vildi á síðustu dögum sínum í starfi koma henni í gagnið á stórmótum.
Marklínutæknin er notuð í ensku úrvalsdeildinni, ítölsku Seríu A og 1. deildinni í Þýskalandi og hefur reynst mjög vel. Þá var hún notuð á HM 2014 í Brasilíu og á HM kvenna í kanada í fyrra.
Hér að neðan má sjá dæmi um hvernig marklínutæknin hefur komið að góðum notum í ensku úrvalsdeildinni.