Breytt lið hjá Króatíu en mennirnir sem skora mörkin eru með Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2016 22:45 Domagoj Duvnjak er aðalstjarna Króatíu. vísir/getty Strákarnir okkar mæta Króatíu í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í Póllandi á morgun, en tap gæti þýtt að þeir fari heim eftir riðakeppnina. Þrátt fyrir tapið skelfilega á móti Hvíta-Rússlandi í gær getur íslenska liðið enn farið með fullt hús stiga upp í milliriðilinn. Króatíska liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Noregi í annarri umferð riðilsins eftir að vinna sannfærandi sigur á Hvíta-Rússlandi í fyrstu umferð. Króatarnir koma með svolítið breytt lið til leiks frá HM í Katar, en sex leikmenn sem voru með á HM í fyrra eru ekki með liðinu í Póllandi. Engu að síður eru mennirnir sem skoruðu mörkin með króatíska liðinu. Króata skoraði í heildina 258 mörk á HM í fyrra, en þeir leikmenn sem eru mættir til Póllands skoruðu 205 af þeim eða 80 prósent markanna. Króatar sakna helst línumannsins Igors Vori sem skoraði þó ekki nema 15 mörk og Luka Stepancic sem skoraði þrettán mörk. Í heildina skoruðu leikmennirnir sex sem ekki eru með að þessu sinni 53 mörk í Katar. Vinni Noregur lið Hvíta-Rússlands á morgun í leik sem fer fram á undan leik Íslands og Króatíu verður leikur strákanna okkar upp á allt eða ekkert. Sigur Íslands myndi þá þýða að okkar menn fari í milliriðlana með fjögur stig eða fullt hús og Króatía færi afar óvænt heim. Tapi íslenska liðið fyrir Króatíu og vinni Noregur þá fara okkar menn heim á morgun. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Strákarnir mættir á æfingu | Myndir Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 17:00 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Strákarnir okkar mæta Króatíu í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í Póllandi á morgun, en tap gæti þýtt að þeir fari heim eftir riðakeppnina. Þrátt fyrir tapið skelfilega á móti Hvíta-Rússlandi í gær getur íslenska liðið enn farið með fullt hús stiga upp í milliriðilinn. Króatíska liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Noregi í annarri umferð riðilsins eftir að vinna sannfærandi sigur á Hvíta-Rússlandi í fyrstu umferð. Króatarnir koma með svolítið breytt lið til leiks frá HM í Katar, en sex leikmenn sem voru með á HM í fyrra eru ekki með liðinu í Póllandi. Engu að síður eru mennirnir sem skoruðu mörkin með króatíska liðinu. Króata skoraði í heildina 258 mörk á HM í fyrra, en þeir leikmenn sem eru mættir til Póllands skoruðu 205 af þeim eða 80 prósent markanna. Króatar sakna helst línumannsins Igors Vori sem skoraði þó ekki nema 15 mörk og Luka Stepancic sem skoraði þrettán mörk. Í heildina skoruðu leikmennirnir sex sem ekki eru með að þessu sinni 53 mörk í Katar. Vinni Noregur lið Hvíta-Rússlands á morgun í leik sem fer fram á undan leik Íslands og Króatíu verður leikur strákanna okkar upp á allt eða ekkert. Sigur Íslands myndi þá þýða að okkar menn fari í milliriðlana með fjögur stig eða fullt hús og Króatía færi afar óvænt heim. Tapi íslenska liðið fyrir Króatíu og vinni Noregur þá fara okkar menn heim á morgun.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Strákarnir mættir á æfingu | Myndir Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 17:00 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58
Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45
Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30
Strákarnir mættir á æfingu | Myndir Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 17:00
Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15