Breytt lið hjá Króatíu en mennirnir sem skora mörkin eru með Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2016 22:45 Domagoj Duvnjak er aðalstjarna Króatíu. vísir/getty Strákarnir okkar mæta Króatíu í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í Póllandi á morgun, en tap gæti þýtt að þeir fari heim eftir riðakeppnina. Þrátt fyrir tapið skelfilega á móti Hvíta-Rússlandi í gær getur íslenska liðið enn farið með fullt hús stiga upp í milliriðilinn. Króatíska liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Noregi í annarri umferð riðilsins eftir að vinna sannfærandi sigur á Hvíta-Rússlandi í fyrstu umferð. Króatarnir koma með svolítið breytt lið til leiks frá HM í Katar, en sex leikmenn sem voru með á HM í fyrra eru ekki með liðinu í Póllandi. Engu að síður eru mennirnir sem skoruðu mörkin með króatíska liðinu. Króata skoraði í heildina 258 mörk á HM í fyrra, en þeir leikmenn sem eru mættir til Póllands skoruðu 205 af þeim eða 80 prósent markanna. Króatar sakna helst línumannsins Igors Vori sem skoraði þó ekki nema 15 mörk og Luka Stepancic sem skoraði þrettán mörk. Í heildina skoruðu leikmennirnir sex sem ekki eru með að þessu sinni 53 mörk í Katar. Vinni Noregur lið Hvíta-Rússlands á morgun í leik sem fer fram á undan leik Íslands og Króatíu verður leikur strákanna okkar upp á allt eða ekkert. Sigur Íslands myndi þá þýða að okkar menn fari í milliriðlana með fjögur stig eða fullt hús og Króatía færi afar óvænt heim. Tapi íslenska liðið fyrir Króatíu og vinni Noregur þá fara okkar menn heim á morgun. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Strákarnir mættir á æfingu | Myndir Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 17:00 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Strákarnir okkar mæta Króatíu í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í Póllandi á morgun, en tap gæti þýtt að þeir fari heim eftir riðakeppnina. Þrátt fyrir tapið skelfilega á móti Hvíta-Rússlandi í gær getur íslenska liðið enn farið með fullt hús stiga upp í milliriðilinn. Króatíska liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Noregi í annarri umferð riðilsins eftir að vinna sannfærandi sigur á Hvíta-Rússlandi í fyrstu umferð. Króatarnir koma með svolítið breytt lið til leiks frá HM í Katar, en sex leikmenn sem voru með á HM í fyrra eru ekki með liðinu í Póllandi. Engu að síður eru mennirnir sem skoruðu mörkin með króatíska liðinu. Króata skoraði í heildina 258 mörk á HM í fyrra, en þeir leikmenn sem eru mættir til Póllands skoruðu 205 af þeim eða 80 prósent markanna. Króatar sakna helst línumannsins Igors Vori sem skoraði þó ekki nema 15 mörk og Luka Stepancic sem skoraði þrettán mörk. Í heildina skoruðu leikmennirnir sex sem ekki eru með að þessu sinni 53 mörk í Katar. Vinni Noregur lið Hvíta-Rússlands á morgun í leik sem fer fram á undan leik Íslands og Króatíu verður leikur strákanna okkar upp á allt eða ekkert. Sigur Íslands myndi þá þýða að okkar menn fari í milliriðlana með fjögur stig eða fullt hús og Króatía færi afar óvænt heim. Tapi íslenska liðið fyrir Króatíu og vinni Noregur þá fara okkar menn heim á morgun.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Strákarnir mættir á æfingu | Myndir Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 17:00 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58
Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45
Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30
Strákarnir mættir á æfingu | Myndir Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 17:00
Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15