Breytt lið hjá Króatíu en mennirnir sem skora mörkin eru með Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2016 22:45 Domagoj Duvnjak er aðalstjarna Króatíu. vísir/getty Strákarnir okkar mæta Króatíu í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í Póllandi á morgun, en tap gæti þýtt að þeir fari heim eftir riðakeppnina. Þrátt fyrir tapið skelfilega á móti Hvíta-Rússlandi í gær getur íslenska liðið enn farið með fullt hús stiga upp í milliriðilinn. Króatíska liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Noregi í annarri umferð riðilsins eftir að vinna sannfærandi sigur á Hvíta-Rússlandi í fyrstu umferð. Króatarnir koma með svolítið breytt lið til leiks frá HM í Katar, en sex leikmenn sem voru með á HM í fyrra eru ekki með liðinu í Póllandi. Engu að síður eru mennirnir sem skoruðu mörkin með króatíska liðinu. Króata skoraði í heildina 258 mörk á HM í fyrra, en þeir leikmenn sem eru mættir til Póllands skoruðu 205 af þeim eða 80 prósent markanna. Króatar sakna helst línumannsins Igors Vori sem skoraði þó ekki nema 15 mörk og Luka Stepancic sem skoraði þrettán mörk. Í heildina skoruðu leikmennirnir sex sem ekki eru með að þessu sinni 53 mörk í Katar. Vinni Noregur lið Hvíta-Rússlands á morgun í leik sem fer fram á undan leik Íslands og Króatíu verður leikur strákanna okkar upp á allt eða ekkert. Sigur Íslands myndi þá þýða að okkar menn fari í milliriðlana með fjögur stig eða fullt hús og Króatía færi afar óvænt heim. Tapi íslenska liðið fyrir Króatíu og vinni Noregur þá fara okkar menn heim á morgun. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Strákarnir mættir á æfingu | Myndir Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 17:00 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Strákarnir okkar mæta Króatíu í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í Póllandi á morgun, en tap gæti þýtt að þeir fari heim eftir riðakeppnina. Þrátt fyrir tapið skelfilega á móti Hvíta-Rússlandi í gær getur íslenska liðið enn farið með fullt hús stiga upp í milliriðilinn. Króatíska liðið tapaði nokkuð óvænt fyrir Noregi í annarri umferð riðilsins eftir að vinna sannfærandi sigur á Hvíta-Rússlandi í fyrstu umferð. Króatarnir koma með svolítið breytt lið til leiks frá HM í Katar, en sex leikmenn sem voru með á HM í fyrra eru ekki með liðinu í Póllandi. Engu að síður eru mennirnir sem skoruðu mörkin með króatíska liðinu. Króata skoraði í heildina 258 mörk á HM í fyrra, en þeir leikmenn sem eru mættir til Póllands skoruðu 205 af þeim eða 80 prósent markanna. Króatar sakna helst línumannsins Igors Vori sem skoraði þó ekki nema 15 mörk og Luka Stepancic sem skoraði þrettán mörk. Í heildina skoruðu leikmennirnir sex sem ekki eru með að þessu sinni 53 mörk í Katar. Vinni Noregur lið Hvíta-Rússlands á morgun í leik sem fer fram á undan leik Íslands og Króatíu verður leikur strákanna okkar upp á allt eða ekkert. Sigur Íslands myndi þá þýða að okkar menn fari í milliriðlana með fjögur stig eða fullt hús og Króatía færi afar óvænt heim. Tapi íslenska liðið fyrir Króatíu og vinni Noregur þá fara okkar menn heim á morgun.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Strákarnir mættir á æfingu | Myndir Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 17:00 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir. 18. janúar 2016 12:58
Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45
Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30
Strákarnir mættir á æfingu | Myndir Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 17:00
Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti