Telja óheimilt að veita lögmannsréttindi á ný án meðmæla og prófraunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2016 13:55 Atli Helgason vísir/stöð 2 „Við lítum svo á að áður en menn geta fengið réttindin á nýjan leik þá þurfa þeir að fá meðmæli frá Lögmannafélaginu og að þeim fengnum að standast prófraun sem er sú sama og menn þreyta í tengslum við öflun héraðsdómslögmannsréttinda,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, um það hvað koma þurfi til að mati félagsins svo einstaklingur sem sviptur hefur verið lögmannsréttindum geti fengið þau á ný. Eins og greint hefur verið frá hefur lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð árið 2001, fengið uppreist æru. Hann hefur nú lagt inn beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi sín á ný en hann var sviptur þeim á sama tíma og hann fékk fangelsisdóm. Reimar segir að Lögmannafélagið líti svo á að óheimilt sé að fallast á beiðni um að fá lögmannsréttindi aftur án meðmæla frá félaginu og prófraunar. Vísar hann í lög um lögmenn þar sem fjallað er um niðurfellingu og sviptingu réttinda og hvernig þau svo fást að nýju. Er í því samhengi meðal annars fjallað um meðmælin frá Lögmannafélaginu og umrædda prófraun.Stenst ekki skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum „Þetta er í raun tvenns konar ferli. Annars vegar þetta ferli sem lýst er í lögmannalögum þar sem menn geta til dæmis verið sviptir réttindum fyrir sakir sem væru ekki endilega svo alvarlegar að þær myndu fortakslaust sæta ákæru í sakamálum. Síðan eru það réttindasviptingar sem eru ákveðnar af dómstólum í alvarlegri sakamálum. Okkur finnst sú lögskýring ekki standast skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum, en ætti við í veigaminni málum. Slík lögskýring væri ekki til þess fallin að tryggja samræmi í löggjöfinni,“ segir Reimar.Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslandsvísir/gvaHann segir Lögmannafélagið líta svo á að það væri einkennilegt ef það yrði erfiðara fyrir þá sem hefðu verið sviptir réttindum fyrir veigaminni brot að fá réttindin á ný en fyrir þá sem framið hefðu alvarlegri brot.Meðal annars litið til eðli brots og hvort að viðkomandi hafi fengið uppreist æru Þá vísar Reimar jafnframt í almenn hegningarlög þar sem fjallað er um réttindasviptingar en þar kemur fram að sérákvæði í lögum um brottfall réttindasviptingar haldi gildi sínu. Að mati Lögmannafélagsins felst í því tilvísun í lögin um lögmenn þar sem fjallað er um hvernig réttindin fást á ný. Aðspurður til hvaða atriða Lögmannafélagið lítur til vegna meðmæla um veitingu lögmannsréttinda segir Reimar: „Það yrði vísast að framkvæma heildarmat á hverju máli fyrir sig. Það yrði til dæmis að líta til eðli brots, hvort að skaði hefði verið bættur, sakarkostnaður greiddur, hvort að niðurstöður dóms um réttindasviptingu hefðu verið virtar, hvort að viðkomandi hefði fengið uppreist æru og hvort hann hefði í verkum sýnt að honum sé treystandi til að sinna þeim verkefnum sem felast í starfinu.“ Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19 Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
„Við lítum svo á að áður en menn geta fengið réttindin á nýjan leik þá þurfa þeir að fá meðmæli frá Lögmannafélaginu og að þeim fengnum að standast prófraun sem er sú sama og menn þreyta í tengslum við öflun héraðsdómslögmannsréttinda,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, um það hvað koma þurfi til að mati félagsins svo einstaklingur sem sviptur hefur verið lögmannsréttindum geti fengið þau á ný. Eins og greint hefur verið frá hefur lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð árið 2001, fengið uppreist æru. Hann hefur nú lagt inn beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur um að fá lögmannsréttindi sín á ný en hann var sviptur þeim á sama tíma og hann fékk fangelsisdóm. Reimar segir að Lögmannafélagið líti svo á að óheimilt sé að fallast á beiðni um að fá lögmannsréttindi aftur án meðmæla frá félaginu og prófraunar. Vísar hann í lög um lögmenn þar sem fjallað er um niðurfellingu og sviptingu réttinda og hvernig þau svo fást að nýju. Er í því samhengi meðal annars fjallað um meðmælin frá Lögmannafélaginu og umrædda prófraun.Stenst ekki skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum „Þetta er í raun tvenns konar ferli. Annars vegar þetta ferli sem lýst er í lögmannalögum þar sem menn geta til dæmis verið sviptir réttindum fyrir sakir sem væru ekki endilega svo alvarlegar að þær myndu fortakslaust sæta ákæru í sakamálum. Síðan eru það réttindasviptingar sem eru ákveðnar af dómstólum í alvarlegri sakamálum. Okkur finnst sú lögskýring ekki standast skoðun að dómstóll geti fellt niður réttindasviptingu með fyrirhafnarminni hætti í alvarlegri málum, en ætti við í veigaminni málum. Slík lögskýring væri ekki til þess fallin að tryggja samræmi í löggjöfinni,“ segir Reimar.Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslandsvísir/gvaHann segir Lögmannafélagið líta svo á að það væri einkennilegt ef það yrði erfiðara fyrir þá sem hefðu verið sviptir réttindum fyrir veigaminni brot að fá réttindin á ný en fyrir þá sem framið hefðu alvarlegri brot.Meðal annars litið til eðli brots og hvort að viðkomandi hafi fengið uppreist æru Þá vísar Reimar jafnframt í almenn hegningarlög þar sem fjallað er um réttindasviptingar en þar kemur fram að sérákvæði í lögum um brottfall réttindasviptingar haldi gildi sínu. Að mati Lögmannafélagsins felst í því tilvísun í lögin um lögmenn þar sem fjallað er um hvernig réttindin fást á ný. Aðspurður til hvaða atriða Lögmannafélagið lítur til vegna meðmæla um veitingu lögmannsréttinda segir Reimar: „Það yrði vísast að framkvæma heildarmat á hverju máli fyrir sig. Það yrði til dæmis að líta til eðli brots, hvort að skaði hefði verið bættur, sakarkostnaður greiddur, hvort að niðurstöður dóms um réttindasviptingu hefðu verið virtar, hvort að viðkomandi hefði fengið uppreist æru og hvort hann hefði í verkum sýnt að honum sé treystandi til að sinna þeim verkefnum sem felast í starfinu.“
Tengdar fréttir Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48 Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19 Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni umræðu um mál Einars Arnar. 19. janúar 2016 12:48
Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. 19. janúar 2016 11:19
Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00
Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?