Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2016 13:15 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun ekki bjóða sig fram til forseta að nýju. Ólafur Ragnar greindi frá þessu í nýársávarpi sínu nú fyrir stundu. Forsetinn sagði að væri hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forsetans á aðrar herðar og því hefði hann ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Hann sagði þó að kraftar hans yrðu þó áfram helgaðir baráttunni gegn loftslagsbreytingum.Rökstuðningur forsetans Ólafur Ragnar sagði að þjóðinni hefði þrátt fyrir allt miðað vel frá því að hann og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fluttust á Bessastaði árið 1996. Þjóðin hefði leyst úr flestum þrautum sem vegferðin hefur fært henni í hendur. „Sú óvissa sem fyrir nokkrum árum mótaði afstöðu margra til forsetakjörsins sem þá var í vændum er ekki lengur fyrir hendi. Átökum við Evrópuríki í hinu svonefnda Icesave máli lauk með fullnaðarsigri Íslendinga, bæði í krafti þjóðaratkvæðagreiðslna og úrskurðar EFTA dómstóls. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, áformin um grundvallarbreytingar á fullveldi Íslands, hafa verið lögð til hliðar og allir flokkar á Alþingi heita því nú að aldrei verði aftur lagt í slíka vegferðnema þjóðin heimili það fyrst í sérstakri atkvæðagreiðslu. Uppgjör vegna hinna föllnu banka og afnám hafta í viðskiptum við önnur lönd eru senn í höfn; breið samstaða bæði innan þings og utan um lokaáfanga á þeirri braut. Deilurnar um uppstokkun á stjórnskipun landsins hafa vikið fyrir sátt um að velja heldur einstaka þætti sem njóta myndu víðtæks stuðnings; setja í forgang ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðareign á auðlindum. Sú margþætta óvissa sem fyrir fjórum árum leiddi til áskorana um að ég gegndi áfram embætti forseta mótar því blessunarlega ekki lengur stöðu okkar Íslendinga. Því er niðurstaðan sem ég lýsti hér á nýársdag 2012 enn frekar í gildi nú: „að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum.“ Margir hafa þó á undanförnum mánuðum í samræðum, með orðsendingum eða bréfum höfðað til skyldu minnar og áréttað að enn ríki óvissa á ýmsum sviðum, einkum varðandi skipan Alþingis og ríkisvalds á komandi árum. Ég met mikils traustið sem allt það góða fólk sýnir mér en bið það og landsmenn alla að íhuga vel lýsinguna á kjörstöðu Íslands sem ég hef í dag gert að meginboðskap. Í ljósi hennar og á grundvelli lýðræðisins sem er okkar aðalsmerki finnast mér blasa við hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forseta á aðrar herðar og hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs. Nú er góður tími fyrir þjóðina að ganga með nýjum hætti til ákvörðunar um forseta; sess Íslands og innviðir þjóðlífsins eru traustari en um langan tíma. Þótt annar muni halda um forsetastýrið verð ég áfram reiðubúinn að sinna verkum á þjóðarskútu okkar Íslendinga; er á engan hátt að hverfa frá borði; verð ætíð fús að leggjast með öðrum á árar,“ sagði forsetinn.Forsetakosningar 25. júní Fimmta kjörtímabil Ólafs Ragnars rennur út í júlílok á þessu ári og verða forsetakosningar haldnar þann 25. júní 2016. Hann er fimmti forseti lýðveldisins, var fyrst kjörinn árið 1996 og hefur því setið á stóli forseta í tæp tuttugu ár. Í nýlegri skoðanakönnun MMR sem birist í síðustu viku sögðust um 48 prósent aðspurðra ánægð með störf Ólafs Ragnars í embætti forseta. 25 prósent sögðust óánægð en um 27 prósent sögðust hvorki vera ánægð né óánægð með störf hans. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir 48 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars Ný könnun MMR sýnir mikinn mun á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 29. desember 2015 16:31 Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag? Búist er við að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi upp í nýársávarpi sínu hvort hann bjóði sig fram til forseta næsta sumar. Guðni Th. Jóhannesson segir þá sem fylgst hafa með Ólafi telja líklegra að hann láti gott heita. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun ekki bjóða sig fram til forseta að nýju. Ólafur Ragnar greindi frá þessu í nýársávarpi sínu nú fyrir stundu. Forsetinn sagði að væri hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forsetans á aðrar herðar og því hefði hann ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs. Hann sagði þó að kraftar hans yrðu þó áfram helgaðir baráttunni gegn loftslagsbreytingum.Rökstuðningur forsetans Ólafur Ragnar sagði að þjóðinni hefði þrátt fyrir allt miðað vel frá því að hann og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fluttust á Bessastaði árið 1996. Þjóðin hefði leyst úr flestum þrautum sem vegferðin hefur fært henni í hendur. „Sú óvissa sem fyrir nokkrum árum mótaði afstöðu margra til forsetakjörsins sem þá var í vændum er ekki lengur fyrir hendi. Átökum við Evrópuríki í hinu svonefnda Icesave máli lauk með fullnaðarsigri Íslendinga, bæði í krafti þjóðaratkvæðagreiðslna og úrskurðar EFTA dómstóls. Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, áformin um grundvallarbreytingar á fullveldi Íslands, hafa verið lögð til hliðar og allir flokkar á Alþingi heita því nú að aldrei verði aftur lagt í slíka vegferðnema þjóðin heimili það fyrst í sérstakri atkvæðagreiðslu. Uppgjör vegna hinna föllnu banka og afnám hafta í viðskiptum við önnur lönd eru senn í höfn; breið samstaða bæði innan þings og utan um lokaáfanga á þeirri braut. Deilurnar um uppstokkun á stjórnskipun landsins hafa vikið fyrir sátt um að velja heldur einstaka þætti sem njóta myndu víðtæks stuðnings; setja í forgang ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðareign á auðlindum. Sú margþætta óvissa sem fyrir fjórum árum leiddi til áskorana um að ég gegndi áfram embætti forseta mótar því blessunarlega ekki lengur stöðu okkar Íslendinga. Því er niðurstaðan sem ég lýsti hér á nýársdag 2012 enn frekar í gildi nú: „að aðstæður þjóðarinnar séu þess eðlis að ég geti fremur orðið að liði ef val á verkefnum verður eingöngu háð mínum eigin vilja, óbundið af þeim skorðum sem embætti forsetans setur jafnan orðum og athöfnum.“ Margir hafa þó á undanförnum mánuðum í samræðum, með orðsendingum eða bréfum höfðað til skyldu minnar og áréttað að enn ríki óvissa á ýmsum sviðum, einkum varðandi skipan Alþingis og ríkisvalds á komandi árum. Ég met mikils traustið sem allt það góða fólk sýnir mér en bið það og landsmenn alla að íhuga vel lýsinguna á kjörstöðu Íslands sem ég hef í dag gert að meginboðskap. Í ljósi hennar og á grundvelli lýðræðisins sem er okkar aðalsmerki finnast mér blasa við hin réttu vegamót til að færa ábyrgð forseta á aðrar herðar og hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs. Nú er góður tími fyrir þjóðina að ganga með nýjum hætti til ákvörðunar um forseta; sess Íslands og innviðir þjóðlífsins eru traustari en um langan tíma. Þótt annar muni halda um forsetastýrið verð ég áfram reiðubúinn að sinna verkum á þjóðarskútu okkar Íslendinga; er á engan hátt að hverfa frá borði; verð ætíð fús að leggjast með öðrum á árar,“ sagði forsetinn.Forsetakosningar 25. júní Fimmta kjörtímabil Ólafs Ragnars rennur út í júlílok á þessu ári og verða forsetakosningar haldnar þann 25. júní 2016. Hann er fimmti forseti lýðveldisins, var fyrst kjörinn árið 1996 og hefur því setið á stóli forseta í tæp tuttugu ár. Í nýlegri skoðanakönnun MMR sem birist í síðustu viku sögðust um 48 prósent aðspurðra ánægð með störf Ólafs Ragnars í embætti forseta. 25 prósent sögðust óánægð en um 27 prósent sögðust hvorki vera ánægð né óánægð með störf hans.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir 48 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars Ný könnun MMR sýnir mikinn mun á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 29. desember 2015 16:31 Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag? Búist er við að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi upp í nýársávarpi sínu hvort hann bjóði sig fram til forseta næsta sumar. Guðni Th. Jóhannesson segir þá sem fylgst hafa með Ólafi telja líklegra að hann láti gott heita. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
48 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars Ný könnun MMR sýnir mikinn mun á ánægju með störf Ólafs Ragnars sem forseta eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. 29. desember 2015 16:31
Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag? Búist er við að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi upp í nýársávarpi sínu hvort hann bjóði sig fram til forseta næsta sumar. Guðni Th. Jóhannesson segir þá sem fylgst hafa með Ólafi telja líklegra að hann láti gott heita. 31. desember 2015 07:00