Erlent

Mark Zuckerberg smíðar sinn eigin aðstoðarmann

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mark Zuckerberg ætlar sér að hanna sinn eigin Jarvis úr Iron Man
Mark Zuckerberg ætlar sér að hanna sinn eigin Jarvis úr Iron Man Vísir/Getty
Nýársheitin eru eins mörg og þau eru misjöfn en fá eru líklega jafn metnaðarfull og nýársheiti þessa árs hjá Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook. Hann ætlar sér að hanna og búa til aðstoðarmann sem býr yfir til gervigreind til þess að aðstoða Zuckerberg við heimilisverk og í vinnu.

Zuckerberg útskýrir nýársheiti sitt í pósti sem hann birti á Facebook í gær. Líkir hann aðstoðarmanninum sem hann hyggst búa til við Jarvis, sem unnendur Iron Man og Avengers-myndanna ættu að kannast við, sérlegum aðstoðarmanni Iron Man sem er búinn gervigreind og getur aðstoðað Iron Man við nánast hvað sem er.

Hér fyrir neðan má sjá Jarvis, sérstakan aðstoðarmann Iron Man og fyrirmynd tilvonandi aðstoðarmanns Zuckerberg, kynna sjálfan sig.

„Þetta ætti að verða skemmtilegt verkefni,“ skrifaði Zuckerberg. „Það er gefandi að byggja hluti sjálfur.“ Stofnandi Facebook hefur undanfarin ár strengt nýársheit en hann hefur áður strengt þess heit að lesa tvær bækur á mánuði og að læra kínversku.

Í þetta skiptið ætlar hann sér að kynna sér þá tækni sem nú er til staðar varðandi gervigreind en Zuckerberg gerir ráð fyrir því að aðstoðarmaðurinn eða kerfið sem hann ætlar að þróa geti hjálpað sér á marga mismunandi vegu, allt frá því að fylgjast með heimili hans, bera kennsl á vini og kunningja sem hringja dyrabjöllunni til þess að aðstoða hann við vinnu sína.

Marga dreymir líklega um að eiga einn aðstoðarmann á borð við Jarvis og því verður fróðlegt að sjá hvernig Zuckerberg tekst til.

Every year, I take on a personal challenge to learn new things and grow outside my work at Facebook. My challenges in...

Posted by Mark Zuckerberg on Sunday, 3 January 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×