Rafael Benítez, þjálfari Real Madrid, verður rekinn síðar í dag ef marka má fregnir spænskra miðla. Haldið er fram að stjórnarfundur verði hjá Real Madrid á eftir þar sem ákvörðun um brottrekstur Benítez verði staðfest.
Spánverjinn tók við Real Madrid af Carlo Ancelotti í sumar og er sem stendur í þriðja sæti spænsku 1. deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Atlético Madríd.
Aðeins eru tvær vikur síðan Real Madrid vann 10-2 sigur á Rayo Vallecano en liðið fylgdi því eftir með sigri á Real Sociedad.
Aftur á móti gerði Real svo 2-2 jafntefli við Valencia í gær og það virðist hafa fyllt mælinn hjá stjórnarmönnum spænska risans.
Spænski fótboltablaðamaðurinn og Íslandsvinurinn Guillem Balague sem starfar hjá AS á Spáni og Sky Sports á Englandi fullyrðir einnig að Benítez verði rekinn.
Spænskir miðlar halda því fram að Zinedine Zidane verði ráðinn þjálfari Real Madrid en hann hefur þjálfað B-lið félagsins undanfarin ár.
Segja að Benítez verði rekinn í dag og Zidane taki við
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti



Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur
Körfubolti